Fyrrum troðslukóngur NBA-deildarinnar á tíunda degi á gjörgæslu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2021 08:01 Cedric Ceballos í leik með Phoenix Suns. Hann er nú á sínum tíunda degi á gjörgæslu. Getty Images Cedrid Ceballos fyrrum troðslukóngur NBA-deildarinnar hefur nú legið í tíu daga á gjörgæslu sökum kórónuveirunnar. Hann biður fólk um að biðja fyrir sér og segir baráttu sína hvergi nærri búna. Hinn 52 ára gamli Ceballos lék heilan áratug í NBA-deildinni í körfubolta. Hann gekk til liðs við Phoenix Suns árið 1990 og sigraði í hinni víðfrægu troðslukeppni árið 1992. Ceballos vann keppnina með því að troða blindandi. Árið 1994 hélt hann í borg Englanna, Los Angeles, og samdi við LA Lakers. Þar var hann í þrjú ár áður en hann fór aftur til Suns 1997 en var svo mættur til Dallas Mavericks ári síðar. Hann gekk í raðir Detroit Pistons árið 2000 og endaði svo NBA ferilinn hjá Detroit Pistons. Eftir það lék hann með fjölda liða, bæði í Bandaríkjunum sem og erlendis. Ber þar helst að nefna Harlem Globetrotters. Hann hefur nú birt hjartnæma færslu á Twitter þar sem hann óskar eftir því að fólk biðji fyrir sér og óski honum góðs bata. On my 10th day in ICU, COVID-19 is officially kicking my but, I am asking ALL family, friends , prayer warriors healers for your prayers and well wish for my recovery. If I have done and anything to you in the past , allow me to publicly apologize. My fight is not done ..Thx pic.twitter.com/r9QZBpfmEI— Cedric Ceballos (@cedceballos) September 7, 2021 „Er á mínum tíunda degi á gjörgæslu. Covid-19 er svo sannarlega að sparka í rassinn á mér en ég vil biðja fjölskyldu mína, vini baráttufólk og heilara um að biðja fyrir mér og óska mér góðs bata. Ef ég hef gert eitthvað á þinn kostnað í fortíðinni þá biðst ég hér opinberlega afsökunar. Baráttu minni er ekki lokið. Takk,“ segir Ceballos í færslu sinni á Twitter. Á ferli sínum í NBA skoraði Ceballos 8693 stig eða 14,3 að meðaltali í leik. Hann tók 3258 fráköst eða 5,3 í leik og gaf 723 stoðsendingar eða 1,2 í leik að meðaltali. Körfubolti NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Hinn 52 ára gamli Ceballos lék heilan áratug í NBA-deildinni í körfubolta. Hann gekk til liðs við Phoenix Suns árið 1990 og sigraði í hinni víðfrægu troðslukeppni árið 1992. Ceballos vann keppnina með því að troða blindandi. Árið 1994 hélt hann í borg Englanna, Los Angeles, og samdi við LA Lakers. Þar var hann í þrjú ár áður en hann fór aftur til Suns 1997 en var svo mættur til Dallas Mavericks ári síðar. Hann gekk í raðir Detroit Pistons árið 2000 og endaði svo NBA ferilinn hjá Detroit Pistons. Eftir það lék hann með fjölda liða, bæði í Bandaríkjunum sem og erlendis. Ber þar helst að nefna Harlem Globetrotters. Hann hefur nú birt hjartnæma færslu á Twitter þar sem hann óskar eftir því að fólk biðji fyrir sér og óski honum góðs bata. On my 10th day in ICU, COVID-19 is officially kicking my but, I am asking ALL family, friends , prayer warriors healers for your prayers and well wish for my recovery. If I have done and anything to you in the past , allow me to publicly apologize. My fight is not done ..Thx pic.twitter.com/r9QZBpfmEI— Cedric Ceballos (@cedceballos) September 7, 2021 „Er á mínum tíunda degi á gjörgæslu. Covid-19 er svo sannarlega að sparka í rassinn á mér en ég vil biðja fjölskyldu mína, vini baráttufólk og heilara um að biðja fyrir mér og óska mér góðs bata. Ef ég hef gert eitthvað á þinn kostnað í fortíðinni þá biðst ég hér opinberlega afsökunar. Baráttu minni er ekki lokið. Takk,“ segir Ceballos í færslu sinni á Twitter. Á ferli sínum í NBA skoraði Ceballos 8693 stig eða 14,3 að meðaltali í leik. Hann tók 3258 fráköst eða 5,3 í leik og gaf 723 stoðsendingar eða 1,2 í leik að meðaltali.
Körfubolti NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira