Þorsteinn um Amöndu: „Markmiðið með að velja hana er að hún spili fyrir Ísland“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. september 2021 19:01 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir markmið liðsins vera að komast á HM. Mynd/skjáskot Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, kynnti í dag hópinn sem mætir Hollendingum þann 21. september. Leikurinn er fyrsti leikur liðsins í undankeppni HM 2023 og Þorsteinn segir að búast megi við krefjandi leik. „Þetta er náttúrulega bara fyrsti leikur í undankeppni HM og það skiptir máli að byrja vel,“ sagði Þorsteinn í samtali við Stöð 2. „Við byrjum á sterkasta andstæðingnum í riðlinum þannig að þetta verður krefjandi og erfiður leikur, en vonandi bara virkilega skemmtilegur.“ Sif Atladóttir snýr aftur í hópinn eftir tveggja ára fjarveru og Þorsteinn vonar að hún geti sýnt allar sínar bestu hliðar með landsliðinu. „Ég bara vona að Sif komi með góða hluti inn í liðið. Hún er búin að vera á góðri leið og er búin að standa sig vel núna undanfarið með Kristianstad og er að nálgast sitt besta. Vonandi kemur hún bara með sitt besta inn í hópinn hjá okkur.“ Hin unga og efnilega Amanda Andradóttir var einnig valin í hópinn, en þetta er í fyrsta skipti sem hún er valin. Hún var á dögunum valin í U-19 ára landslið Noregs, en Þorsteinn vonar að Amanda muni spila með íslenska liðinu um ókomna tíð. „Hún er allavega í hópnum núna og vonandi kemur hún bara til með að spila fyrir okkur. Það er náttúrulega markmiðið með að velja hana, að hún spili fyrir Ísland. Hún er vonandi klár í það að vera landsliðsmaður Íslands. Ég á ekki von á öðru en að þetta sé bara byrjunin á einhverju góðu.“ „Ég ræddi við hana í gær síðast og hennar hugur er bara að koma til okkar og spila fyrir okkur. Það er hennar hugur og það er ekkert annað í stöðunni í dag allavega.“ Aðspurður að því hvort að hann sjái fyrir sér að Amanda muni byrja sinn fyrsta landsleik gegn Hollendingum segir Þorsteinn að hann sé ekki farinn að leiða hugann að því. „Ég er ekkert farinn að spá í byrjunarliðið þannig að ég hef ekki hugmynd um það. En okkar samræður voru þannig að það voru engin loforð um eitt né neitt. Það er eitthvað sem að knattspyrnuþjálfari gerir aldrei, það er að lofa einhverju sem að hann þarf svo að svíkja, þá ertu ekki í góðum málum. Ég nota aldrei orðið loforð um svona hluti.“ Markiðið að komast á HM Þorsteinn segir að þó að leikurinn gegn Hollendingum sé enginn úrslitaleikur sé hann gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið. Hann segir einnig að markmiðið í undankeppninni sé að vinna sér inn sæti á HM. „Auðvitað þarftu alltaf að spila bara einn leik í einu og ná árangri úr honum en markmiðið er náttúrulega alltaf að fara á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Það er svona grunnmarkmiðið okkar.“ „Við gerum bara allt sem við getum til þess að ná því og um það mun þessi riðlakeppni bara snúast. Þetta er ekki úrslitaleikur á móti Hollandi því þetta er bara fyrsti leikur. En allir leikir eru mikilvægir og það skiptir máli fyrir okkur að ná góðum úrslitum þar, bara upp á framhaldið. En að sjálfsögðu förum við í þennan leik til þess að vinna hann.“ Viðtalið við Þorstein má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Amanda valin í landsliðið og Sif snýr aftur Amanda Jacobsen Andradóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Evrópumeisturum Hollands í undankeppni HM 2023. 6. september 2021 13:30 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira
„Þetta er náttúrulega bara fyrsti leikur í undankeppni HM og það skiptir máli að byrja vel,“ sagði Þorsteinn í samtali við Stöð 2. „Við byrjum á sterkasta andstæðingnum í riðlinum þannig að þetta verður krefjandi og erfiður leikur, en vonandi bara virkilega skemmtilegur.“ Sif Atladóttir snýr aftur í hópinn eftir tveggja ára fjarveru og Þorsteinn vonar að hún geti sýnt allar sínar bestu hliðar með landsliðinu. „Ég bara vona að Sif komi með góða hluti inn í liðið. Hún er búin að vera á góðri leið og er búin að standa sig vel núna undanfarið með Kristianstad og er að nálgast sitt besta. Vonandi kemur hún bara með sitt besta inn í hópinn hjá okkur.“ Hin unga og efnilega Amanda Andradóttir var einnig valin í hópinn, en þetta er í fyrsta skipti sem hún er valin. Hún var á dögunum valin í U-19 ára landslið Noregs, en Þorsteinn vonar að Amanda muni spila með íslenska liðinu um ókomna tíð. „Hún er allavega í hópnum núna og vonandi kemur hún bara til með að spila fyrir okkur. Það er náttúrulega markmiðið með að velja hana, að hún spili fyrir Ísland. Hún er vonandi klár í það að vera landsliðsmaður Íslands. Ég á ekki von á öðru en að þetta sé bara byrjunin á einhverju góðu.“ „Ég ræddi við hana í gær síðast og hennar hugur er bara að koma til okkar og spila fyrir okkur. Það er hennar hugur og það er ekkert annað í stöðunni í dag allavega.“ Aðspurður að því hvort að hann sjái fyrir sér að Amanda muni byrja sinn fyrsta landsleik gegn Hollendingum segir Þorsteinn að hann sé ekki farinn að leiða hugann að því. „Ég er ekkert farinn að spá í byrjunarliðið þannig að ég hef ekki hugmynd um það. En okkar samræður voru þannig að það voru engin loforð um eitt né neitt. Það er eitthvað sem að knattspyrnuþjálfari gerir aldrei, það er að lofa einhverju sem að hann þarf svo að svíkja, þá ertu ekki í góðum málum. Ég nota aldrei orðið loforð um svona hluti.“ Markiðið að komast á HM Þorsteinn segir að þó að leikurinn gegn Hollendingum sé enginn úrslitaleikur sé hann gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið. Hann segir einnig að markmiðið í undankeppninni sé að vinna sér inn sæti á HM. „Auðvitað þarftu alltaf að spila bara einn leik í einu og ná árangri úr honum en markmiðið er náttúrulega alltaf að fara á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Það er svona grunnmarkmiðið okkar.“ „Við gerum bara allt sem við getum til þess að ná því og um það mun þessi riðlakeppni bara snúast. Þetta er ekki úrslitaleikur á móti Hollandi því þetta er bara fyrsti leikur. En allir leikir eru mikilvægir og það skiptir máli fyrir okkur að ná góðum úrslitum þar, bara upp á framhaldið. En að sjálfsögðu förum við í þennan leik til þess að vinna hann.“ Viðtalið við Þorstein má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Amanda valin í landsliðið og Sif snýr aftur Amanda Jacobsen Andradóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Evrópumeisturum Hollands í undankeppni HM 2023. 6. september 2021 13:30 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira
Amanda valin í landsliðið og Sif snýr aftur Amanda Jacobsen Andradóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Evrópumeisturum Hollands í undankeppni HM 2023. 6. september 2021 13:30