Spænska stórliðið Real Madrid gerði nokkrar tilraunir í sumar til að krækja í kappann, en Mbappé hefur sjalfur sagt að honum dreymi um að spila fyrir Madrídarliðið.
PSG hafnaði þó tilboði frá spænsku risunum sem hljóðaði upp á 189 milljónir punda sem hefði gert Mbappé að næst dýrasta leikmanni sögunnar á eftir liðsfélaga sínum hjá PSG, Neymar.
Eins og áður segir rennur samningur Mbappé við PSG út næsta sumar og takist liðinu ekki að fá hann til að skrifa undir nýjan samning fyrir þann tíma getur hann farið frítt frá félaginu.
Mbappé er einungis 22 ára gamall, en hafur þrátt fyrir ungan aldur spilað 174 leiki fyrir PSG og skorað í þeim 133 mörk, ásamt því að eiga að baki 48 landsleiki fyrir Frakka.