Farsakennd atburðarrás í Brasilíu | Þremur byrjunarliðsmönnum skipað í sóttkví Valur Páll Eiríksson skrifar 5. september 2021 19:46 Brazil v Argentina - FIFA World Cup 2022 Qatar Qualifier SAO PAULO, BRAZIL - SEPTEMBER 05: Health staff members argue with Head coach of Argentina Lionel Scaloni (C) and players of Brazil and Argentina during a match between Brazil and Argentina as part of South American Qualifiers for Qatar 2022 at Arena Corinthians on September 05, 2021 in Sao Paulo, Brazil. (Photo by Alexandre Schneider/Getty Images) Alexandre Schneider/Getty Images Leikur Brasilíu og Argentínu í undankeppni HM sem fram fer í São Paulo í Brasilíu var stöðvaður snemma leiks vegna brasilískra heilbrigðisstarfsmanna. Þeir segja fjóra leikmenn Argentínu vera að brjóta sóttvarnarlög. Leiknum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Leikurinn hófst klukkan 19:00 að íslenskum tíma en þegar hann var skammt á veg kominn var hann stöðvaður. Starfsfólk brasilískra heilbrigðisyfirvalda í fylgd lögreglumanna benti þá á að fjórir leikmenn Argentínu ættu að vera í sóttkví. Video of World Cup qualifier being stopped in Brazil over English-based Argentina players quarantine status with health officials going on the pitch pic.twitter.com/vKFvcdIycG— Rob Harris (@RobHarris) September 5, 2021 Þessir fjórir leikmenn leika allir á Englandi, en fólk sem kemur þaðan á að fara í sóttkví við komu til Brasilíu. Leikmennirnir eru Giovani Lo Celso og Cristian Romero, úr Tottenham, og Emiliano Martínez og Emiliano Buendía, úr Aston Villa. Þeir þrír fyrrnefndu voru allir í byrjunarliði Argentínu en Buendía var ekki í leikmannahópi Argentínu. Þeim var skipað að yfirgefa völlinn og leikurinn því í upplausn. Það leið og beið í rúman hálftíma án þess að leikurinn færi aftur af stað og voru leikmenn eðlilega ósáttir. ICYMI. Brazil v Argentina is wild. Game stopped after 10 mins bc a bunch of health officials and cops came on to pitch and, according to commentator, are detaining the 4 PL based Argentina players (Martinez, Buendia, Romero and Lo Celso) for not quarantining.— Gabriele Marcotti (@Marcotti) September 5, 2021 Argentínska knattspyrnusambandið greindi frá því á samfélagsmiðlinum Twitter að leikurinn hafi verið flautaður af. Ekki er ljóst hvort eða hvenær hann muni fara fram, en það verður þó ekki í kvöld. Leikmenn Brasilíu hafa hafið æfingu á vellinum í stað leiksins. Argentínumenn hafi neitað að funda í morgun og svo læst sig inni Guardian hefur eftir brasilískum miðlum að að heilbrigðisyfirvöld hafi reynt að ná samkomulagi um málið við þá argentínsku í morgun, sáttafundi sem fulltrúar argentínska knattspyrnusambandsins hafi hafnað. Greint er frá því að leikmenn Argentínu hafi læst sig inni í klefa fyrir leik og vegna þess hafi ekki verið hægt að ná til leikmannanna fyrr en leikurinn hófst. Þó veltir maður fyrir sér hvers vegna leikurinn hafi farið af stað með þrjá leikmenn á vellinum sem áttu að vera í sóttkví samkvæmt brasilískum sóttvarnarlögum. #EliminatoriasEl encuentro entre #Brasil y @Argentina quedó suspendido.— Selección Argentina (@Argentina) September 5, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð. Brasilía Argentína HM 2022 í Katar Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Leikurinn hófst klukkan 19:00 að íslenskum tíma en þegar hann var skammt á veg kominn var hann stöðvaður. Starfsfólk brasilískra heilbrigðisyfirvalda í fylgd lögreglumanna benti þá á að fjórir leikmenn Argentínu ættu að vera í sóttkví. Video of World Cup qualifier being stopped in Brazil over English-based Argentina players quarantine status with health officials going on the pitch pic.twitter.com/vKFvcdIycG— Rob Harris (@RobHarris) September 5, 2021 Þessir fjórir leikmenn leika allir á Englandi, en fólk sem kemur þaðan á að fara í sóttkví við komu til Brasilíu. Leikmennirnir eru Giovani Lo Celso og Cristian Romero, úr Tottenham, og Emiliano Martínez og Emiliano Buendía, úr Aston Villa. Þeir þrír fyrrnefndu voru allir í byrjunarliði Argentínu en Buendía var ekki í leikmannahópi Argentínu. Þeim var skipað að yfirgefa völlinn og leikurinn því í upplausn. Það leið og beið í rúman hálftíma án þess að leikurinn færi aftur af stað og voru leikmenn eðlilega ósáttir. ICYMI. Brazil v Argentina is wild. Game stopped after 10 mins bc a bunch of health officials and cops came on to pitch and, according to commentator, are detaining the 4 PL based Argentina players (Martinez, Buendia, Romero and Lo Celso) for not quarantining.— Gabriele Marcotti (@Marcotti) September 5, 2021 Argentínska knattspyrnusambandið greindi frá því á samfélagsmiðlinum Twitter að leikurinn hafi verið flautaður af. Ekki er ljóst hvort eða hvenær hann muni fara fram, en það verður þó ekki í kvöld. Leikmenn Brasilíu hafa hafið æfingu á vellinum í stað leiksins. Argentínumenn hafi neitað að funda í morgun og svo læst sig inni Guardian hefur eftir brasilískum miðlum að að heilbrigðisyfirvöld hafi reynt að ná samkomulagi um málið við þá argentínsku í morgun, sáttafundi sem fulltrúar argentínska knattspyrnusambandsins hafi hafnað. Greint er frá því að leikmenn Argentínu hafi læst sig inni í klefa fyrir leik og vegna þess hafi ekki verið hægt að ná til leikmannanna fyrr en leikurinn hófst. Þó veltir maður fyrir sér hvers vegna leikurinn hafi farið af stað með þrjá leikmenn á vellinum sem áttu að vera í sóttkví samkvæmt brasilískum sóttvarnarlögum. #EliminatoriasEl encuentro entre #Brasil y @Argentina quedó suspendido.— Selección Argentina (@Argentina) September 5, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð.
Brasilía Argentína HM 2022 í Katar Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira