Virkjar ungdóminn til að efla menningarlífið í landinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. september 2021 11:00 Ásrún Magnúsdóttir dansari ætlar að hjálpa ungu fólki sem langar að stefna á heim sviðslista. Vísir/Vilhelm Ásrún Magnúsdóttir dansari og danshöfundur er að stofna nýjan skóla fyrir ungt fólk á aldrinum þrettán til átján ára. Skólinn er fyrir unglinga sem langar til þess að verða listamenn, sýningarstjórar, aktívistar eða hvað sem er sem er tengt menningu og listum. „Þau munu sjálf ráða sér sína eigin kennara sem ætla að leiðbeina þeim í allan vetur. Unglingarnir sem taka þátt í þessu prógrammi skipuleggja síðan aðra viðburði fyrir aðra unglinga, list-og fræðsluviðburði og munu halda sína eigin hátíð,“ segir Ásrún Magnúsdóttir í samtali við Vísi. Skólinn heitir Litla systir og er litla systir Reykjavík Dance Festival. Ásrún er bæði dansari og danshöfundur en hefur starfað í ýmsum öðrum geirum sviðslista. „Litla systir er óhefðbundinn skóli fyrir ungt fólk sem vill skilja heiminn aðeins betur í gegnum listir,“ útskýrir Ásrún. Það verða aðeins tíu nemendur í skólanum þegar hann fer af stað og leitar Ásrún nú að þeim nemendum. Snýst um listir og lýðræði „Þessir þrettán til átján ára nemendur mynda teymi Litlu systur og ætla af stað með ólík verkefni tengd listum og menningu fyrir ungt fólk. Litla systir á að vera samansafn ólíkra ungmenna úr ólíkum áttum. Þetta er ný tilraun í því að virkja ungdóminn til að efla menningarlífið í landinu. Við viljum gefa ungmennum ábyrgð sem á að leiða til áhrifa,“ segir Ásrún. „Litla systir ræður sína eigin kennara til þess að leiðbeina sér í því að skapa list og fræðslu ætlað teyminu sjálfu en einnig öðrum unglingum. Litla systir heldur úti vefsíðu og skipuleggur listviðburði þar sem markhópurinn er ungt fólk. Litla systir er menntandi, ögrandi og hvetjandi og snýst um listir og lýðræði.“ Breyta heiminum með list Skólinn verður á vegum Ásrúnar og Reykjavík Dance Festiival. „Litla systir eru listamenn, sýningarstjórar og aktívistar morgundagsins. Nú leitum við að ungu fólki til þess að mynda teymi Litlu systur veturinn 2021 til 2022. Við munum hittast vikulega í allan vetur og hlúa að ólíkum verkefnum.“ 'Eins og áður segir þurfa ungmennin að vera fædd á árunum 2003 til 2008. Umsækjendur skulu skrifa stutt kynningarbréf, hálf til ein síða, og taka fram af hverju þau vilji vera með í Litlu systur. Umsóknir skal senda á litlasystir@reykjavikdancefestival.is fyrir 12. september. „Haft verður samband við alla umsækjendur og allir boðaðir í stutt viðtöl og í framhaldi af því verður Litla systir skipuð,“ segir Ásrún. „Litla systir eiga að vera ungmenni sem vilja verða listamenn, halda listviðburði, sýningarstjórar, stjórnmálafólk eða ungir aktívistar sem vilja breyta heiminum með list. Litla systir á að geta gengið í öll þau störf sem fylgja því að skapa öflugt menningarlíf.“ Skóla - og menntamál Grunnskólar Dans Leikhús Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Eyjólfur er kominn í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
„Þau munu sjálf ráða sér sína eigin kennara sem ætla að leiðbeina þeim í allan vetur. Unglingarnir sem taka þátt í þessu prógrammi skipuleggja síðan aðra viðburði fyrir aðra unglinga, list-og fræðsluviðburði og munu halda sína eigin hátíð,“ segir Ásrún Magnúsdóttir í samtali við Vísi. Skólinn heitir Litla systir og er litla systir Reykjavík Dance Festival. Ásrún er bæði dansari og danshöfundur en hefur starfað í ýmsum öðrum geirum sviðslista. „Litla systir er óhefðbundinn skóli fyrir ungt fólk sem vill skilja heiminn aðeins betur í gegnum listir,“ útskýrir Ásrún. Það verða aðeins tíu nemendur í skólanum þegar hann fer af stað og leitar Ásrún nú að þeim nemendum. Snýst um listir og lýðræði „Þessir þrettán til átján ára nemendur mynda teymi Litlu systur og ætla af stað með ólík verkefni tengd listum og menningu fyrir ungt fólk. Litla systir á að vera samansafn ólíkra ungmenna úr ólíkum áttum. Þetta er ný tilraun í því að virkja ungdóminn til að efla menningarlífið í landinu. Við viljum gefa ungmennum ábyrgð sem á að leiða til áhrifa,“ segir Ásrún. „Litla systir ræður sína eigin kennara til þess að leiðbeina sér í því að skapa list og fræðslu ætlað teyminu sjálfu en einnig öðrum unglingum. Litla systir heldur úti vefsíðu og skipuleggur listviðburði þar sem markhópurinn er ungt fólk. Litla systir er menntandi, ögrandi og hvetjandi og snýst um listir og lýðræði.“ Breyta heiminum með list Skólinn verður á vegum Ásrúnar og Reykjavík Dance Festiival. „Litla systir eru listamenn, sýningarstjórar og aktívistar morgundagsins. Nú leitum við að ungu fólki til þess að mynda teymi Litlu systur veturinn 2021 til 2022. Við munum hittast vikulega í allan vetur og hlúa að ólíkum verkefnum.“ 'Eins og áður segir þurfa ungmennin að vera fædd á árunum 2003 til 2008. Umsækjendur skulu skrifa stutt kynningarbréf, hálf til ein síða, og taka fram af hverju þau vilji vera með í Litlu systur. Umsóknir skal senda á litlasystir@reykjavikdancefestival.is fyrir 12. september. „Haft verður samband við alla umsækjendur og allir boðaðir í stutt viðtöl og í framhaldi af því verður Litla systir skipuð,“ segir Ásrún. „Litla systir eiga að vera ungmenni sem vilja verða listamenn, halda listviðburði, sýningarstjórar, stjórnmálafólk eða ungir aktívistar sem vilja breyta heiminum með list. Litla systir á að geta gengið í öll þau störf sem fylgja því að skapa öflugt menningarlíf.“
Skóla - og menntamál Grunnskólar Dans Leikhús Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Eyjólfur er kominn í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira