Val Ancelottis á Andra Lucasi vekur athygli spænskra fjölmiðla Valur Páll Eiríksson skrifar 3. september 2021 23:01 Andri Lucas Guðjohnsen er á meðal 40 leikmanna sem Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, valdi í Meistaradeildarhóp liðsins fyrir komandi tímabil. Spænskir fjölmiðlar hafa vakið sérstaka athygli á valinu. Andri Lucas er 19 ára gamall og þreytti frumraun sína með íslenska landsliðinu í 2-0 tapi liðsins fyrir Rúmeníu á Laugardalsvelli í gærkvöld. Hann gæti þá komið við sögu er Ísland mætir Norður-Makedóníu á sunnudag eða Þýskalandi á miðvikudag. Hann hefur verið á mála hjá Real Madrid frá 2018 eftir að hafa verið áður í unglingastarfi Barcelona og Espanyol í Katalóníu. Hann hóf æfingar hjá Barcelona á meðan faðir hans aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Eiður Smári Guðjohnsen lék með Barcelona árin 2006 til 2009. Gudjohnsen back in the Champions League in 2021 https://t.co/C3za3PuYCP— Football España (@footballespana_) September 3, 2021 Ancelotti valdi 25 manna leikmannahóp fyrir komandi átök hjá Real Madrid í Meistaradeildinni í vetur en 15 uppaldir leikmenn til viðbótar eru á varalista. Andri Lucas er í síðari hópnum. Miðlar á við AS, Football Espana og Marca vöktu sérstaka athygli á því að Andri Lucas sé í Meistaradeildarhópi spænska stórliðsins. Hann var frá lungann úr síðasta tímabili vegna hnémeiðsla en var færður upp í B-lið félagsins, Castilla, fyrir komandi leiktíð og mun spila með því í spænsku C-deildinni í vetur. Áhugavert verður að sjá hvort hann fái tækifæri á stóra sviðinu en Real Madrid er í riðli með Ítalíumeisturum Inter Milan, Shakhtar Donetsk frá Úkraínu og Sheriff Tiraspol frá Moldóvu. Son of former Barça star Gudjohnsen in Real Madrid's Champions League squadhttps://t.co/Szt4t9P3lF— AS English (@English_AS) September 3, 2021 Spænski boltinn Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Andri Lucas er 19 ára gamall og þreytti frumraun sína með íslenska landsliðinu í 2-0 tapi liðsins fyrir Rúmeníu á Laugardalsvelli í gærkvöld. Hann gæti þá komið við sögu er Ísland mætir Norður-Makedóníu á sunnudag eða Þýskalandi á miðvikudag. Hann hefur verið á mála hjá Real Madrid frá 2018 eftir að hafa verið áður í unglingastarfi Barcelona og Espanyol í Katalóníu. Hann hóf æfingar hjá Barcelona á meðan faðir hans aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Eiður Smári Guðjohnsen lék með Barcelona árin 2006 til 2009. Gudjohnsen back in the Champions League in 2021 https://t.co/C3za3PuYCP— Football España (@footballespana_) September 3, 2021 Ancelotti valdi 25 manna leikmannahóp fyrir komandi átök hjá Real Madrid í Meistaradeildinni í vetur en 15 uppaldir leikmenn til viðbótar eru á varalista. Andri Lucas er í síðari hópnum. Miðlar á við AS, Football Espana og Marca vöktu sérstaka athygli á því að Andri Lucas sé í Meistaradeildarhópi spænska stórliðsins. Hann var frá lungann úr síðasta tímabili vegna hnémeiðsla en var færður upp í B-lið félagsins, Castilla, fyrir komandi leiktíð og mun spila með því í spænsku C-deildinni í vetur. Áhugavert verður að sjá hvort hann fái tækifæri á stóra sviðinu en Real Madrid er í riðli með Ítalíumeisturum Inter Milan, Shakhtar Donetsk frá Úkraínu og Sheriff Tiraspol frá Moldóvu. Son of former Barça star Gudjohnsen in Real Madrid's Champions League squadhttps://t.co/Szt4t9P3lF— AS English (@English_AS) September 3, 2021
Spænski boltinn Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira