Oddvitaáskorunin: Hefur lengi sinnt tónlistargyðjunni Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2021 09:02 Guðbrandur með fjölskyldu sinni. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Guðbrandur Einarsson leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í kosningunum. „Ég heiti Guðbrandur Einarsson og leiði lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Ég fæddist í Keflavík, sonur hjónanna Einars Gunnarsonar húsgagnasmiðs og Sigríðar Guðbrandsdóttur, húsmóður og vorum við fimm systkinin. Í Keflavík hef ég síðan búið meira og minna allt mitt líf. Ég er sextíu og tveggja ára gamall og er giftur Margréti Sumarliðadóttur, hársnyrtimeistara og eru börn okkar eru Davíð, tvíburarnir Sigríður og Sólborg, tvíburarnir Einar og Gunnar og síðan lítill Dagur sem fæddist andvana. Síðan á ég þrjú yndisleg barnabörn þær Móeiði Ronju, Margréti Filippíu og nýfæddan dótturson.“ „Ég lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja af félags- og viðskiptabraut og kerfisfræðinámi frá TVÍ (Tölvuháskóli Verslunarskóla Íslands sem var forveri HR) Þá stundaði ég einnig nám við Tónlistarskólann í Keflavík um nokkurra ára skeið. Reynsla mín á vinnumarkaði er af ýmsum toga s.s. að starfa sem fulltrúi í Útvegsbanka Íslands, sem kennari við Grunnskólann í Sandgerði, sem ráðgjafi á meðferðarstofnun fyrir vímuefnaneytendur í Svíþjóð og sem Framkvæmdastjóri Nýs miðils hf. (rak útvarpsstöðina Brosið og vikublaðið Suðurnesjafréttir. Þá starfaði ég einnig í byggingavöruverslunni Járn og skip og í framhaldi af því sem verslunarstjóri í lágvöruverðsversluninni Kaskó.“ „Samhliða öðrum störfum hef ég einnig sinnt tónlistargyðjunni með ýmsum hætti s.s. í kórum, hljómsveitum og með uppsetningu tónlistarviðburða. Ég hef unnið að sveitarstjórnarmálum í rúm 20 ár og gegni nú stöðu forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar ásamt því að sitja í bæjarráði sem ég hef gert mörg undanfarin ár. Þá starfaði ég einnig sem formaður/framkvæmdastjóri Verslunarmannafélags Suðurnesja í rúm 20 ár, sem formaður Landssambands ísl. verslunarmanna í 6 ár þar sem ég sat í stjórn í tæp 20 ár. Þá tók ég einnig þátt í starfi ASÍ um 14 ára skeið bæði sem miðstjórnarmaður og sem fulltrúi sambandsins í ýmsum nefndum og ráðum. Þá hef ég m.a. setið í stjórn Miðstöðvar Símenntunar á Suðurnesjum og sem varamaður í stjórn Keilis. Einnig sat ég í stjórn Hitaveitu Suðurnesja í fjögur ár og sit nú í stjórn HS Veitna. Að leita eftir umboði til að taka sæti á Alþingi Íslendinga er nýtt fyrir mér en ég tel að sú reynsla sem ég hef öðlast í störfum mínum gegnum tíðina geti nýst mér á þeim vettvangi. Vilji til að bæta samfélagið rekur mig áfram og mun ég sinna því eins og mér er unnt fái ég til þess umboð.“ Klippa: Oddvitaáskoun - Guðbrandur Einarsson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ísland er fallegt land en ætli ég nefni ekki bara Gullfoss. Hvað færðu þér í bragðaref? Fæ mér bara ekki bragðaref. Ís í brauðformi með dýfu er málið. Uppáhalds bók? Þær eru margar uppáhaldsbækurnar. Ef ég ætti að bara að nefna eina þá væri það Sjálfstætt fólk. Mig langar líka að nefna Gróður Jarðar eftir Hamsun og Vesturfarana eftir Moberg. Það eru tvær bækur sem sitja alltaf í mér. Fékk þessar bækur í bókasafni Keflvíkur sem strákur en hef eignast þær síðan. Önnur heitir Saga af sönnum manni eftir Bóris Polevoj. Þessi Bóris var greinilega kunningi Laxness enda skrifaði Laxness inngangsorð þessarar bókar. Mikil hetjusaga þarna á ferð og lýsir ágætlega rússnesku samfélagi við skelfilegar aðstæður. Jóhannes úr Kötlum þýddi þessa bók. Hin bókin sem mig langar að nefna heitir Þriðja augað eftir Þ. Lobsang Rampa og þýdd af Sigvalda Hjálmarssyni. Þessi bók er sögð vera sjálfsævisaga tíbezkt lama. Sönn eða skáldskapur veit ég ekki en þessari bók gleymi ég aldrei. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) „Fram í heiðanna ró“ er ótrúlega hallærislegur slagari sem smýgur á einhvern ótrúlegan hátt inn í sálartetrið á manni. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Flytti mig væntanlega norður yfir heiðar og settist að á Akureyri. Held samt að það yrði erfitt að færa mig úr stað. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Ég og konan mín horfðum mikið og voru evrópskar þáttaraðir í miklu uppáhaldi. Þá slátruðum við einnig Prison Break á þessum tíma. Fórum einnig mikið austur fyrir fjall í sveitina okkar og hljóðfærin mín voru einnig talsvert notuð á þessum tíma þó að það hafa bara átt sér stað inni í herbergi. Hvað tekur þú í bekk? Ég er off þar enda ekki með öxl sem leyfir slíkar æfingar. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Það geri ég fyrir morgunmat, Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Ég myndi alltaf vilja starfa sem tónlistarmaður. Tónlist hefur verið hluti af mínu lífi meirihluta ævinnar og ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna ég fór ekki á fullt í það. Hef þó fengið að sinna því meðfram öðru sem hefur gefið mér mikið. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Held að það væri skynsamlegast að þegja bara ef maður ætlaði sér svo að segja eitthvað í framhaldinu. Uppáhalds tónlistarmaður? Tónlist er uppáhalds en tónlistarmennirnar margir. Mig langar til að nefna tvo en þeir eru Mark Knopfler og Donald Fagen. Algjörir snillingar báðir tveir. Besti fimmaurabrandarinn? Er mjög lélegur brandarakall en á sem betur fer góðan vin sem sér alveg um þá deild. Hlæ alltaf af bröndurunum hans. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég fékk hest í fermingargjöf. Algjör himnasending. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Ætli ég nefni ekki Gandhi og Mandela. Friðsamir uppreisnarseggir báðir tveir sem þorðu að synda á móti straumnum og létu ekki bugast. Stórmenni. Besta íslenska Eurovision-lagið? Besta Eurovision lagið í mínum huga er lagið sem aldrei fór en hefði átt að fara, en það var lagið „Ég lifi í draumi“ eftir Eyjólf Kristjánsson. Frábært lag sem lifir enn með okkur. Besta frí sem þú hefur farið í? Þegar ég fór með allan hópinn minn til Svíþjóðar til að hitta dóttur okkar sem þar bjó á sínum tíma. Uppáhalds þynnkumatur? Það er nú farið að fenna yfir þynnkuna hjá mér enda verið án vímuefna í rúm 40 ár. Ætli það hafi á sínum tíma ekki verið eitthvað bras, hamborgari og franskar. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Hef bara ekki farið en horfi á það mörgum sinnum á dag í gegnum fjölmiðla. Finnst öll þessi náttúrundur í kringum okkur vera mjög áhugaverð. Segi bara eins og Geirmundur Valtýsson: Ég búinn að sjá þetta svo oft í sjónvarpinu að ég þarf ekkert að fara. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Kann bara ekkert á þennan gjörning. Var bara annars staðar. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Að rífast um pólitík við kennarana. Rómantískasta uppátækið? Mér þótti það voða rómantískt að bjóða stelpunni sem er konan mín í dag í bíó í denn, fá að sitja við hliðina á henni og gjóa augunum á hana í laumi þegar hún sá ekki til. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Viðreisn Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Guðbrandur Einarsson leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í kosningunum. „Ég heiti Guðbrandur Einarsson og leiði lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Ég fæddist í Keflavík, sonur hjónanna Einars Gunnarsonar húsgagnasmiðs og Sigríðar Guðbrandsdóttur, húsmóður og vorum við fimm systkinin. Í Keflavík hef ég síðan búið meira og minna allt mitt líf. Ég er sextíu og tveggja ára gamall og er giftur Margréti Sumarliðadóttur, hársnyrtimeistara og eru börn okkar eru Davíð, tvíburarnir Sigríður og Sólborg, tvíburarnir Einar og Gunnar og síðan lítill Dagur sem fæddist andvana. Síðan á ég þrjú yndisleg barnabörn þær Móeiði Ronju, Margréti Filippíu og nýfæddan dótturson.“ „Ég lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja af félags- og viðskiptabraut og kerfisfræðinámi frá TVÍ (Tölvuháskóli Verslunarskóla Íslands sem var forveri HR) Þá stundaði ég einnig nám við Tónlistarskólann í Keflavík um nokkurra ára skeið. Reynsla mín á vinnumarkaði er af ýmsum toga s.s. að starfa sem fulltrúi í Útvegsbanka Íslands, sem kennari við Grunnskólann í Sandgerði, sem ráðgjafi á meðferðarstofnun fyrir vímuefnaneytendur í Svíþjóð og sem Framkvæmdastjóri Nýs miðils hf. (rak útvarpsstöðina Brosið og vikublaðið Suðurnesjafréttir. Þá starfaði ég einnig í byggingavöruverslunni Járn og skip og í framhaldi af því sem verslunarstjóri í lágvöruverðsversluninni Kaskó.“ „Samhliða öðrum störfum hef ég einnig sinnt tónlistargyðjunni með ýmsum hætti s.s. í kórum, hljómsveitum og með uppsetningu tónlistarviðburða. Ég hef unnið að sveitarstjórnarmálum í rúm 20 ár og gegni nú stöðu forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar ásamt því að sitja í bæjarráði sem ég hef gert mörg undanfarin ár. Þá starfaði ég einnig sem formaður/framkvæmdastjóri Verslunarmannafélags Suðurnesja í rúm 20 ár, sem formaður Landssambands ísl. verslunarmanna í 6 ár þar sem ég sat í stjórn í tæp 20 ár. Þá tók ég einnig þátt í starfi ASÍ um 14 ára skeið bæði sem miðstjórnarmaður og sem fulltrúi sambandsins í ýmsum nefndum og ráðum. Þá hef ég m.a. setið í stjórn Miðstöðvar Símenntunar á Suðurnesjum og sem varamaður í stjórn Keilis. Einnig sat ég í stjórn Hitaveitu Suðurnesja í fjögur ár og sit nú í stjórn HS Veitna. Að leita eftir umboði til að taka sæti á Alþingi Íslendinga er nýtt fyrir mér en ég tel að sú reynsla sem ég hef öðlast í störfum mínum gegnum tíðina geti nýst mér á þeim vettvangi. Vilji til að bæta samfélagið rekur mig áfram og mun ég sinna því eins og mér er unnt fái ég til þess umboð.“ Klippa: Oddvitaáskoun - Guðbrandur Einarsson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ísland er fallegt land en ætli ég nefni ekki bara Gullfoss. Hvað færðu þér í bragðaref? Fæ mér bara ekki bragðaref. Ís í brauðformi með dýfu er málið. Uppáhalds bók? Þær eru margar uppáhaldsbækurnar. Ef ég ætti að bara að nefna eina þá væri það Sjálfstætt fólk. Mig langar líka að nefna Gróður Jarðar eftir Hamsun og Vesturfarana eftir Moberg. Það eru tvær bækur sem sitja alltaf í mér. Fékk þessar bækur í bókasafni Keflvíkur sem strákur en hef eignast þær síðan. Önnur heitir Saga af sönnum manni eftir Bóris Polevoj. Þessi Bóris var greinilega kunningi Laxness enda skrifaði Laxness inngangsorð þessarar bókar. Mikil hetjusaga þarna á ferð og lýsir ágætlega rússnesku samfélagi við skelfilegar aðstæður. Jóhannes úr Kötlum þýddi þessa bók. Hin bókin sem mig langar að nefna heitir Þriðja augað eftir Þ. Lobsang Rampa og þýdd af Sigvalda Hjálmarssyni. Þessi bók er sögð vera sjálfsævisaga tíbezkt lama. Sönn eða skáldskapur veit ég ekki en þessari bók gleymi ég aldrei. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) „Fram í heiðanna ró“ er ótrúlega hallærislegur slagari sem smýgur á einhvern ótrúlegan hátt inn í sálartetrið á manni. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Flytti mig væntanlega norður yfir heiðar og settist að á Akureyri. Held samt að það yrði erfitt að færa mig úr stað. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Ég og konan mín horfðum mikið og voru evrópskar þáttaraðir í miklu uppáhaldi. Þá slátruðum við einnig Prison Break á þessum tíma. Fórum einnig mikið austur fyrir fjall í sveitina okkar og hljóðfærin mín voru einnig talsvert notuð á þessum tíma þó að það hafa bara átt sér stað inni í herbergi. Hvað tekur þú í bekk? Ég er off þar enda ekki með öxl sem leyfir slíkar æfingar. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Það geri ég fyrir morgunmat, Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Ég myndi alltaf vilja starfa sem tónlistarmaður. Tónlist hefur verið hluti af mínu lífi meirihluta ævinnar og ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna ég fór ekki á fullt í það. Hef þó fengið að sinna því meðfram öðru sem hefur gefið mér mikið. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Held að það væri skynsamlegast að þegja bara ef maður ætlaði sér svo að segja eitthvað í framhaldinu. Uppáhalds tónlistarmaður? Tónlist er uppáhalds en tónlistarmennirnar margir. Mig langar til að nefna tvo en þeir eru Mark Knopfler og Donald Fagen. Algjörir snillingar báðir tveir. Besti fimmaurabrandarinn? Er mjög lélegur brandarakall en á sem betur fer góðan vin sem sér alveg um þá deild. Hlæ alltaf af bröndurunum hans. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég fékk hest í fermingargjöf. Algjör himnasending. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Ætli ég nefni ekki Gandhi og Mandela. Friðsamir uppreisnarseggir báðir tveir sem þorðu að synda á móti straumnum og létu ekki bugast. Stórmenni. Besta íslenska Eurovision-lagið? Besta Eurovision lagið í mínum huga er lagið sem aldrei fór en hefði átt að fara, en það var lagið „Ég lifi í draumi“ eftir Eyjólf Kristjánsson. Frábært lag sem lifir enn með okkur. Besta frí sem þú hefur farið í? Þegar ég fór með allan hópinn minn til Svíþjóðar til að hitta dóttur okkar sem þar bjó á sínum tíma. Uppáhalds þynnkumatur? Það er nú farið að fenna yfir þynnkuna hjá mér enda verið án vímuefna í rúm 40 ár. Ætli það hafi á sínum tíma ekki verið eitthvað bras, hamborgari og franskar. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Hef bara ekki farið en horfi á það mörgum sinnum á dag í gegnum fjölmiðla. Finnst öll þessi náttúrundur í kringum okkur vera mjög áhugaverð. Segi bara eins og Geirmundur Valtýsson: Ég búinn að sjá þetta svo oft í sjónvarpinu að ég þarf ekkert að fara. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Kann bara ekkert á þennan gjörning. Var bara annars staðar. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Að rífast um pólitík við kennarana. Rómantískasta uppátækið? Mér þótti það voða rómantískt að bjóða stelpunni sem er konan mín í dag í bíó í denn, fá að sitja við hliðina á henni og gjóa augunum á hana í laumi þegar hún sá ekki til.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Viðreisn Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira