Oddvitaáskorunin: Líður hvergi betur en í vatninu Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2021 15:00 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Ingibjörg Ólöf Isaksen leiðir lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum. „Ég heiti Ingibjörg Isaksen og bý á Akureyri. Ég æfði og keppti í sundi á uppvaxtarárunum en hef í seinni tíð bæði þjálfað kennt sund, meðal annars fullorðnum skriðsund. Í dag æfa tvær yngstu stelpurnar okkar sund svo það má segja að sund og vatn hafi fylgt mér mest alla ævi, enda líður mér hvergi betur en einmitt í vatninu. Ég er útskrifaður íþróttafræðingur frá Laugarvatni og starfaði sem umsjónarkennari og kennari í þónokkur ár. Svo lá leið mín í Eyjafjarðarsveit þar sem ég var forstöðumaður yfir íþróttamiðstöðinni á Hrafnagili en í dag starfa ég sem framkvæmdastjóri Læknastofa Akureyrar.“ „Ég hef verið viðriðin sveitarstjórnarmál undanfarin þrjú kjörtímabil, fyrst í Eyjafjarðarsveit og síðan í bæjarstjórn Akureyrar. Áhugamál mín er hreyfing í víðasta skilningi orðsins. Hef gaman af útivist, gönguferðum og eins og ég hef komið að, þá líður mér afar vel í vatninu. Svo þykir mér fátt skemmtilegra en þegar fjölskyldan spilar saman en þá grípum við oftar en ekki í Sequence eða Jungle speed.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Ingibjörg Ólöf Isaksen Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þeir eru margir í uppáhaldi en efst á listanum eru Mývatnssveit og Jökulsárgljúfrin eins og þau leggja sig. Hvað færðu þér í bragðaref? Tvöfaldan skammt af bláberjum og þrist. Uppáhalds bók? Ætli ég hafi ekki lesið Ronju ræningjadóttur oftast yfir ævina, Ég lifi eftir Martin Grey hafði mikil áhrif á mig og svo hef ég gaman af spennusögum og þar er Yrsa Sigurðardóttir í miklu uppáhaldi. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég er gamaldags þegar kemur að tónlist, hvort sem það er íslenskt eða erlent. Ég viðurkenni þó að af og til detta inn lög með Pink og góð danstónlist hreyfir oft við mér hvort það sé eitthvað til að skammast sín fyrir eða ekki. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Botnsdalnum í Hvalfjarðarsveit. Ég dvaldi þar löngum stundum þar sem barn og það er yndislegur staður. Annars væri ég til í að búa í strandbæ á Ítalíu ef Ísland kæmi ekki til greina. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Ég féll aldrei í neitt hámhorf en ég var svo heppin að geta unnið heima og verið í fjarvinnu. Að sama skapi þá var mjög mikið að gera hjá mér. Þegar tækifæri gafst var fjölskyldan dugleg að spila og þar urðu Sequence og Jungle speed oftar en ekki fyrir valinu. Hvað tekur þú í bekk? 60 kg og stefni á að bæta mig Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Bæði fyrir og eftir eins og allir geri ég ráð fyrir :) Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Núverandi starf mitt. Er framkvæmdastjóri hjá Læknastofum Akureyrar. - Hvergi betra að vera. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Ég myndi gjarnan vilja eiga við hann alvarlegt spjall um lýðræði og mannréttindi? Uppáhalds tónlistarmaður? Villi Vill - Vilhjálmur Vilhjálmsson hefur verið efstur á vinsældarlistanum, hefur haldið og mun líklega halda þeim titli áfram. Besti fimmaurabrandarinn? Það voru tvær appelsínur að ganga yfir brú – önnur datt í ánna og hin kallaði fljót, fljót skerðu þig í báta. Ein sterkasta minningin úr æsku? Reiðtúrarnir í sveitinni og þegar pabbi kenndi mér að borða spaghetti á Ítalíu. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Vigdís Finnbogadóttir hefur alltaf verið mín fyrirmynd. Besta íslenska Eurovision-lagið? Húsavík – ekki spurning eða gildir það ekki? Besta frí sem þú hefur farið í? Þegar ég fór á Vestfirðina árið 2013. Dásamlegt í alla staði. Uppáhalds þynnkumatur? Er ekki sveittur hamborgari með frönskum á milli, framreiddur af Robba í lúgunni í Leirunesti klassískur? Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei, en hef séð það á vefmyndavél :) Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Indriði. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Busavígslan á fjórða ári í FB. Breiðhyltingar gera hlutina af alvöru og kalla ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Rómantískasta uppátækið? Fossinn Dynjandi… segi ekki meir ;) Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Ingibjörg Ólöf Isaksen leiðir lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum. „Ég heiti Ingibjörg Isaksen og bý á Akureyri. Ég æfði og keppti í sundi á uppvaxtarárunum en hef í seinni tíð bæði þjálfað kennt sund, meðal annars fullorðnum skriðsund. Í dag æfa tvær yngstu stelpurnar okkar sund svo það má segja að sund og vatn hafi fylgt mér mest alla ævi, enda líður mér hvergi betur en einmitt í vatninu. Ég er útskrifaður íþróttafræðingur frá Laugarvatni og starfaði sem umsjónarkennari og kennari í þónokkur ár. Svo lá leið mín í Eyjafjarðarsveit þar sem ég var forstöðumaður yfir íþróttamiðstöðinni á Hrafnagili en í dag starfa ég sem framkvæmdastjóri Læknastofa Akureyrar.“ „Ég hef verið viðriðin sveitarstjórnarmál undanfarin þrjú kjörtímabil, fyrst í Eyjafjarðarsveit og síðan í bæjarstjórn Akureyrar. Áhugamál mín er hreyfing í víðasta skilningi orðsins. Hef gaman af útivist, gönguferðum og eins og ég hef komið að, þá líður mér afar vel í vatninu. Svo þykir mér fátt skemmtilegra en þegar fjölskyldan spilar saman en þá grípum við oftar en ekki í Sequence eða Jungle speed.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Ingibjörg Ólöf Isaksen Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þeir eru margir í uppáhaldi en efst á listanum eru Mývatnssveit og Jökulsárgljúfrin eins og þau leggja sig. Hvað færðu þér í bragðaref? Tvöfaldan skammt af bláberjum og þrist. Uppáhalds bók? Ætli ég hafi ekki lesið Ronju ræningjadóttur oftast yfir ævina, Ég lifi eftir Martin Grey hafði mikil áhrif á mig og svo hef ég gaman af spennusögum og þar er Yrsa Sigurðardóttir í miklu uppáhaldi. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég er gamaldags þegar kemur að tónlist, hvort sem það er íslenskt eða erlent. Ég viðurkenni þó að af og til detta inn lög með Pink og góð danstónlist hreyfir oft við mér hvort það sé eitthvað til að skammast sín fyrir eða ekki. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Botnsdalnum í Hvalfjarðarsveit. Ég dvaldi þar löngum stundum þar sem barn og það er yndislegur staður. Annars væri ég til í að búa í strandbæ á Ítalíu ef Ísland kæmi ekki til greina. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Ég féll aldrei í neitt hámhorf en ég var svo heppin að geta unnið heima og verið í fjarvinnu. Að sama skapi þá var mjög mikið að gera hjá mér. Þegar tækifæri gafst var fjölskyldan dugleg að spila og þar urðu Sequence og Jungle speed oftar en ekki fyrir valinu. Hvað tekur þú í bekk? 60 kg og stefni á að bæta mig Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Bæði fyrir og eftir eins og allir geri ég ráð fyrir :) Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Núverandi starf mitt. Er framkvæmdastjóri hjá Læknastofum Akureyrar. - Hvergi betra að vera. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Ég myndi gjarnan vilja eiga við hann alvarlegt spjall um lýðræði og mannréttindi? Uppáhalds tónlistarmaður? Villi Vill - Vilhjálmur Vilhjálmsson hefur verið efstur á vinsældarlistanum, hefur haldið og mun líklega halda þeim titli áfram. Besti fimmaurabrandarinn? Það voru tvær appelsínur að ganga yfir brú – önnur datt í ánna og hin kallaði fljót, fljót skerðu þig í báta. Ein sterkasta minningin úr æsku? Reiðtúrarnir í sveitinni og þegar pabbi kenndi mér að borða spaghetti á Ítalíu. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Vigdís Finnbogadóttir hefur alltaf verið mín fyrirmynd. Besta íslenska Eurovision-lagið? Húsavík – ekki spurning eða gildir það ekki? Besta frí sem þú hefur farið í? Þegar ég fór á Vestfirðina árið 2013. Dásamlegt í alla staði. Uppáhalds þynnkumatur? Er ekki sveittur hamborgari með frönskum á milli, framreiddur af Robba í lúgunni í Leirunesti klassískur? Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei, en hef séð það á vefmyndavél :) Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Indriði. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Busavígslan á fjórða ári í FB. Breiðhyltingar gera hlutina af alvöru og kalla ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Rómantískasta uppátækið? Fossinn Dynjandi… segi ekki meir ;)
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira