Oddvitaáskorunin: Brennur fyrir því að bæta samfélagið Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2021 21:00 Ásmundur Einar Daðason. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Ásmundur Einar Daðason leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í þingkosningunum. „Þegar ég varð félags- og barnamálaráðherra var ég staðráðinn í að koma í gegn raunverulegum kerfisbreytingum á kjörtímabilinu í málefnum barna og fjölskyldna. Við lögðum hart að okkur á kjörtímabilinu og unnum með fjölbreyttum og færum hópi fólks að því að ná fram umbótum. Vinnan bar árangur, okkur tókst að smíða grunn að nýju kerfi sem á að grípa börn og fjölskyldur þeirra þegar þau þurfa mest á aðstoð að halda. Grunnurinn tryggir að þau falli ekki á milli kerfa sveitarfélaga og ríkisstofnana.“ „Þetta eru einhverjar mestu breytingar sem gerðar hafa verið fyrir umhverfi barna á Íslandi í áratugi. Börnin eru hjartað í þessu nýja kerfi. En verkefninu er ekki lokið. Fleiri hópar þurfa nauðsynlega á sömu umbótum að halda; eldri borgarar, þolendur, aðstandendur og fangar, svo dæmi séu nefnd. Það er nefnilega þannig að besta fjárfestingin sem við getum gert er fjárfesting í fólki. Fólkinu sem drífur hlutina áfram. Ég brenn fyrir því að gera samfélagið okkar betra fyrir fólk í viðkvæmri stöðu, fyrir fólk sem þarf á hjálp að halda. Til þess að geta haldið vinnunni áfram þarf ég þinn stuðning í september.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það eru svo margir staðir. Ásbyrgi í Öxarfirði á fallegum degi. Hvað færðu þér í bragðaref? Er ekki mikið fyrir bragðaref. Dæturnar panta yfirleitt fyrir mig. Uppáhalds bók? Engin ákveðin. Arnaldur alltaf góður. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) „Back for good“ með Backstreet boys 😊 Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Grindavík. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Netflix, útivera með fjölskyldu og spilakvöld með dætrunum. Hvað tekur þú í bekk? Alltof lítið… Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Vinna með börnum. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Hættu þessu rugli. Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi. Besti fimmaurabrandarinn? Enginn sérstakur. Ein sterkasta minningin úr æsku? Pass. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Eleanor Roosewelt. Besta íslenska Eurovision-lagið? „Ég á líf“ með Eyþóri Inga. Besta frí sem þú hefur farið í? Ekkert eitt sem stendur uppúr. Alltaf jafn gaman að fara eitthvað með fjölskyldunni. Uppáhalds þynnkumatur? Hamborgari og franskar. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Boocia atriðið með Jóni Gnarr. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Svarið við þessari spurningu þolir ekki dagsljósið 😉 Rómantískasta uppátækið? Heilt yfir eru það góðar helgarferðir með minni heitt elskuðu. Alltaf jafn rómantískt. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í þingkosningunum. „Þegar ég varð félags- og barnamálaráðherra var ég staðráðinn í að koma í gegn raunverulegum kerfisbreytingum á kjörtímabilinu í málefnum barna og fjölskyldna. Við lögðum hart að okkur á kjörtímabilinu og unnum með fjölbreyttum og færum hópi fólks að því að ná fram umbótum. Vinnan bar árangur, okkur tókst að smíða grunn að nýju kerfi sem á að grípa börn og fjölskyldur þeirra þegar þau þurfa mest á aðstoð að halda. Grunnurinn tryggir að þau falli ekki á milli kerfa sveitarfélaga og ríkisstofnana.“ „Þetta eru einhverjar mestu breytingar sem gerðar hafa verið fyrir umhverfi barna á Íslandi í áratugi. Börnin eru hjartað í þessu nýja kerfi. En verkefninu er ekki lokið. Fleiri hópar þurfa nauðsynlega á sömu umbótum að halda; eldri borgarar, þolendur, aðstandendur og fangar, svo dæmi séu nefnd. Það er nefnilega þannig að besta fjárfestingin sem við getum gert er fjárfesting í fólki. Fólkinu sem drífur hlutina áfram. Ég brenn fyrir því að gera samfélagið okkar betra fyrir fólk í viðkvæmri stöðu, fyrir fólk sem þarf á hjálp að halda. Til þess að geta haldið vinnunni áfram þarf ég þinn stuðning í september.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það eru svo margir staðir. Ásbyrgi í Öxarfirði á fallegum degi. Hvað færðu þér í bragðaref? Er ekki mikið fyrir bragðaref. Dæturnar panta yfirleitt fyrir mig. Uppáhalds bók? Engin ákveðin. Arnaldur alltaf góður. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) „Back for good“ með Backstreet boys 😊 Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Grindavík. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Netflix, útivera með fjölskyldu og spilakvöld með dætrunum. Hvað tekur þú í bekk? Alltof lítið… Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Vinna með börnum. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Hættu þessu rugli. Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi. Besti fimmaurabrandarinn? Enginn sérstakur. Ein sterkasta minningin úr æsku? Pass. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Eleanor Roosewelt. Besta íslenska Eurovision-lagið? „Ég á líf“ með Eyþóri Inga. Besta frí sem þú hefur farið í? Ekkert eitt sem stendur uppúr. Alltaf jafn gaman að fara eitthvað með fjölskyldunni. Uppáhalds þynnkumatur? Hamborgari og franskar. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Boocia atriðið með Jóni Gnarr. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Svarið við þessari spurningu þolir ekki dagsljósið 😉 Rómantískasta uppátækið? Heilt yfir eru það góðar helgarferðir með minni heitt elskuðu. Alltaf jafn rómantískt.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira