Kvikmyndin sem ber nafnið No Time to Die er sú 25. í röðinni. Þetta verður í sjötta og síðasta sinn sem leikarinn Daniel Craig mun fara með hlutverk Bonds.
Upphaflega átti myndin að vera frumsýn í apríl á síðasta ári en vegna heimsfaraldurs var frumsýningunni frestað fram í nóvember. Síðan þá hefur frumsýningunni verið frestað nokkrum sinnum til viðbótar en kvikmyndin mun loksins líta dagsins ljós nú í október.
Ný stikla birtist á YouTube rás James Bond myndanna fyrr í dag en var fjarlægð skömmu síðar. Stiklan er þó komin í dreifingu á netinu og hana má sjá hér að neðan.
Í myndinni er Bond skyndilega kallaður í verkefni eftir að vinur hans hjá CIA, Felix Leiter, biður hann um aðstoð. Verkefnið snýr að því að bjarga vísindamanni sem var rænt og verður verkefnið mun hættulegra en talið var í fyrstu.
Leikkonan Lashana Lynch fer með hlutverk útsendara bresku krúnunnar 007 þar sem Bond sjálfur er ekki starfandi útsendari og hefur fram að verkefninu notið lífsins á Jamaíka. Aðrir leikarar eru þau Rami Malek, Ralph Fiennes, Christoph Waltz, Ana de Armas og Naomie Harris.
Hér að neðan má heyra Daniel Craig tala um hvernig líf hans hefur breyst síðan hann fór fyrst með hlutverk Bonds í myndinni Casino Royal fyrir fimmtán árum síðan.