Barnaheill undirbúa þróunarverkefni í Síerra Leone Heimsljós 27. ágúst 2021 10:34 Barnaheill - Save the children Þróunarverkefnið er styrkt af utanríkisráðuneyti Íslands. Þessa dagana eru þrír fulltrúar á vegum Barnaheilla - Save the Children á Íslandi í heimsókn í Síerra Leóne. Tilgangur ferðarinnar er að undirbúa þróunarverkefni sem utanríkisráðuneytið hefur veitt styrk til. Kynbundið ofbeldi, kynlífsþrælkun, mansal og kynferðisofbeldi er stórt samfélagslegt vandamál í Síerra Leóne. Í Pujehun héraði er þörfin á fræðslu og markvissri vinnu mikil og ætla Barnaheill að vinna með samfélögunum að bera kennsl á ofbeldi, fræða, setja upp ferla, skýra tilkynningaleiðir í barnaverndarmálum og fleira. Börnin sjálf, kennarar, foreldrar, héraðsyfirvöld og fleiri koma til með að taka þátt í verkefninu. Fulltrúar Barnaheilla í Síerra Leone. Í ferðinni eru Harpa Rut Hilmarsdóttir, stjórnarformaður Barnaheilla, Guðrún Helga Jóhannsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Barnaheilla og leiðtogi erlendra verkefna, og Hákon Broder Lund ljósmyndari. Hægt er að fylgjast með fréttum af ferðinni á Instagram-reikningi Barnaheilla. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Síerra Leóne Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent
Þessa dagana eru þrír fulltrúar á vegum Barnaheilla - Save the Children á Íslandi í heimsókn í Síerra Leóne. Tilgangur ferðarinnar er að undirbúa þróunarverkefni sem utanríkisráðuneytið hefur veitt styrk til. Kynbundið ofbeldi, kynlífsþrælkun, mansal og kynferðisofbeldi er stórt samfélagslegt vandamál í Síerra Leóne. Í Pujehun héraði er þörfin á fræðslu og markvissri vinnu mikil og ætla Barnaheill að vinna með samfélögunum að bera kennsl á ofbeldi, fræða, setja upp ferla, skýra tilkynningaleiðir í barnaverndarmálum og fleira. Börnin sjálf, kennarar, foreldrar, héraðsyfirvöld og fleiri koma til með að taka þátt í verkefninu. Fulltrúar Barnaheilla í Síerra Leone. Í ferðinni eru Harpa Rut Hilmarsdóttir, stjórnarformaður Barnaheilla, Guðrún Helga Jóhannsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Barnaheilla og leiðtogi erlendra verkefna, og Hákon Broder Lund ljósmyndari. Hægt er að fylgjast með fréttum af ferðinni á Instagram-reikningi Barnaheilla. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Síerra Leóne Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent