Arsenal áfram í enska deildarbikarnum eftir stórsigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2021 20:57 Það hefur lítið gengið í upphafi tímabils hjá Arsenal. EPA-EFE/WILL OLIVER Arsenal heimsótti B-deildarlið WBA í 2. umferð enska deildarbikarsins í kvöld. Gestirnir unnu öruggan 6-0 sigur þar sem að Pierre-Emerick Aubameyang skoraði þrennu. Aubameyang kom gestunum yfir á 17. mínútu og tvöfaldaði svo forystuna sjálfur á seinustu mínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik. Arsenal menn voru þó ekkert hættir fyrir hlé, og Aubameyang lagði upp fyrir liðsfélaga sinn Nicolas Pepe á fyrstu mínútu uppbótartíma, og staðan því 3-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Bukayo Saka kom gestunum í 4-0 þegar seinni hálfleikur var aðeins fimm mínútna gamall, og tæpum stundarfjórðungi síðar fullkomnaði Aubameyang þrennu sína. Alexandre Lacazette var ekki búinn að vera lengi á vellinum þegar hann tryggði 6-0 sigur Arsenal, en hann kom inn af varamannabekknum á 66. mínútu og skoraði þrem mínútum síðar. Niðurstaðan því 6-0 og Arsenal er á leið í næstu umferð enska deildarbikarsins, en WBA situr eftir með sárt ennið. Enski boltinn
Arsenal heimsótti B-deildarlið WBA í 2. umferð enska deildarbikarsins í kvöld. Gestirnir unnu öruggan 6-0 sigur þar sem að Pierre-Emerick Aubameyang skoraði þrennu. Aubameyang kom gestunum yfir á 17. mínútu og tvöfaldaði svo forystuna sjálfur á seinustu mínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik. Arsenal menn voru þó ekkert hættir fyrir hlé, og Aubameyang lagði upp fyrir liðsfélaga sinn Nicolas Pepe á fyrstu mínútu uppbótartíma, og staðan því 3-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Bukayo Saka kom gestunum í 4-0 þegar seinni hálfleikur var aðeins fimm mínútna gamall, og tæpum stundarfjórðungi síðar fullkomnaði Aubameyang þrennu sína. Alexandre Lacazette var ekki búinn að vera lengi á vellinum þegar hann tryggði 6-0 sigur Arsenal, en hann kom inn af varamannabekknum á 66. mínútu og skoraði þrem mínútum síðar. Niðurstaðan því 6-0 og Arsenal er á leið í næstu umferð enska deildarbikarsins, en WBA situr eftir með sárt ennið.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti