Tíu leikmenn Everton björguðu sér fyrir horn gegn B-deildarliði Huddersfield 24. ágúst 2021 20:41 Andros Townsend fagnar marki sínu með liðsfélögum sínum George Wood/Getty Images Alex Iwobi kom Everton yfir á 26. mínútu eftir stoðsendingu frá Tom Davies, en Tom Lees jafnaði metin fyrir Huddersfield rétt fyrir hálfleik þegar hann skallaði hornspyrnu Sorba Thomas í netið, og staðan því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Moise Kean kom reyndar boltanum í netið í stöðunni 1-0, en var dæmdur rangstæður. Huddersfield var hættulegri aðilinn stóran hluta seinni hálfleiksins, og það var ekki að sjá að annað liðið spilar í úrvalsdeildinni og hitt í B-deildinni. Liðsmenn Huddersfield héldu að þeir væru búnir að taka forystuna á 57. mínútu þegar að Matty Pearson stýrði hornspyrnu í netið. Aðstoðardómarinn var þó vel á verði og tók eftir því að Fraizer Campbell stóð í sjónlínu Asmir Begivic, markvarðar Everton, og var rangstæður. Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka fékk Andre Gomes boltann úti á vinstri kanti og kom honum fyrir markið. Þar var mættur Andros Townsend sem kláraði færið vel. Það reyndist seinasta mark leiksins og Everton fer því áfram í þriðju umferð eftir 2-1 sigur. Huddersfield situr hinsvegar eftir með sárt ennið. Enski boltinn
Alex Iwobi kom Everton yfir á 26. mínútu eftir stoðsendingu frá Tom Davies, en Tom Lees jafnaði metin fyrir Huddersfield rétt fyrir hálfleik þegar hann skallaði hornspyrnu Sorba Thomas í netið, og staðan því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Moise Kean kom reyndar boltanum í netið í stöðunni 1-0, en var dæmdur rangstæður. Huddersfield var hættulegri aðilinn stóran hluta seinni hálfleiksins, og það var ekki að sjá að annað liðið spilar í úrvalsdeildinni og hitt í B-deildinni. Liðsmenn Huddersfield héldu að þeir væru búnir að taka forystuna á 57. mínútu þegar að Matty Pearson stýrði hornspyrnu í netið. Aðstoðardómarinn var þó vel á verði og tók eftir því að Fraizer Campbell stóð í sjónlínu Asmir Begivic, markvarðar Everton, og var rangstæður. Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka fékk Andre Gomes boltann úti á vinstri kanti og kom honum fyrir markið. Þar var mættur Andros Townsend sem kláraði færið vel. Það reyndist seinasta mark leiksins og Everton fer því áfram í þriðju umferð eftir 2-1 sigur. Huddersfield situr hinsvegar eftir með sárt ennið.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti