Guardian segir frá því að stjórnarflokkurinn, PDP-Laban, hafi greint frá ákvörðuninni nú um tveimur vikum fyrir landsþing flokksins hefst þar sem búist er við að öldungadeildarþingmaðurinn Christopher „Bong“ Go, einn nánasti samstarfsmaður Dutertes, verði útnefndur sem forsetaefni flokksins í kosningunum á næsta ári.
Karlo Nograles, aðstoðarframkvæmdastjóri flokksins, segir Duterte vera með þessari „fórn“ að hlusta á háværar kröfur fólksins.
Stjórnarskrá Filippseyja gerir ráð fyrir að forseti geti einungis setið eitt sex ára kjörtímabil, en kjörtímabili Dutertes lýkur í júní á næsta ári.
Fréttaskýrendur telja margir að Duterte sé með þessu vera að tryggja sér áframhaldandi völd bakdyramegin. Andstæðingar forsetans segja Duterte ætla að sér að taka við völdum, fari svo að Go sigri í kosningunum og segi svo af sér.
Duterte hefur sjálfur reynt að skapa þá ímynd af sér að hann hafi takmarkaðan áhuga á því að gegna embætti forseta. Hann hefur ítrekað lýst því yfir að hann vilji að Go verði arftaki sinn og aðstoðaði hann Go að tryggja sér þingsæti í öldungadeildinni árið 2019. Samhliða þingstörfum hefur hinn 76 ára Go starfað sem sérlegur aðstoðarmaður Dutertes.
Duterte hefur vakið mikla athygli fyrir miskunnalausa baráttu sína gegn fíkniefnasölum í landinu og sömuleiðis óheflaða orðræðu.