Á leið til Ítalíu en með NBA klásúlu í samningnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2021 10:31 Jón Axel í leik með Phoenix Suns í sumardeild NBA körfuboltans. Phoenix Suns Körfuboltamaðurinn Jón Axel Guðmundsson mun spila með Furtitudo Bologna í efstu deild á Ítalíu í vetur. Hann er þó með NBA klásúlu í samningi sínum við félagið ef lið Vestanhafs skyldu hafa samband. Jón Axel var í viðtali á Karfan.is þar sem hann fór yfir veru sína í sumardeild NBA körfuboltans og komandi tímabil. Eftir gott tímabil með Fraport Skyliners í efstu deild Þýskalands var Grindvíkingurinn í leikmannahóp Phoenix Suns í sumardeild NBA körfuboltans. Þó ekki sé um leiki í NBA-deildinni sjálfri að ræða fann Jón Axel mikinn mun á leikjunum í Las Vegas – þar sem sumardeildin fór fram – og í Evrópu. Hann fann sérstaklega fyrir því hvað dómarar leyfa mikla snertingu þegar leikmenn fara upp í sniðskot og fráköst. „Svo er þriggja stiga línan náttúrulega töluvert lengri en í Evrópu,“ sagði hann einnig. Jón Axel í baráttunni gegn Cleveland Cavaliers.Phoenix Suns „Ég held það hafi hjálpað mér gríðarlega sem leikmanni að sjá hvað ég þarf að vinna í til þess að komast á þetta getustig. Einnig að sjá bara hversu mikið það þarf að leggja í þetta. Í sumardeildinni vorum við upp í íþróttahúsi í sex til átta klukkutíma á dag að æfa, lyfta og jafna okkur,“ sagði Grindvíkingurinn um veru sína í Las Vegas. Gæti opnað stærri dyr í framtíðinni „Þetta opnaði klárlega miklu stærri dyr fyrir mig. Ég spilaði fyrir framan öll 30 liðin sem eru í NBA-deildinni í Vegas og æfði með Phoenix Suns í níu daga ásamt því að spila fimm leiki með þig svo þeir sáu mest af mér en ef þú stendur þig þarna þá heillar það hin liðin líka.“ LOOK OUT BELOW! pic.twitter.com/2wBWxsL9mY— Phoenix Suns (@Suns) August 15, 2021 Jón Axel segist vera í viðræðum við nokkur lið í NBA-deildinni í dag en hvort það komi eitthvað út úr því er annað mál. Hann segir að það mikilvægasta núna sé að spila vel í vetur og þá gæti það opnað enn stærri dyr þegar fram líða stundir. Þó hann hafi ekki skoraði mikið í sumardeildinni þá telur hann það ekki hafa skemmt fyrir möguleikum sínum að spila í NBA-deildinni einn daginn. „Það er enginn að fara skora 20-30 stig að meðaltali nema hann sé fyrsti valréttur í nýliðavalinu. Maður þarf að sýna að maður geti lært, gert litlu hlutina rétt. Sspila vörn er aðalmálið og svo hreyfa boltann frekar en að vera einspila eða hanga of lengi á honum.“ RISE UP! pic.twitter.com/6RSCAuDbGV— Phoenix Suns (@Suns) August 15, 2021 Með klásúlu í samningnum á Ítalíu „Ef eitthvað skyldi gerast í vetur þá er allavega með möguleika á því að fylgja því eftir. Þannig það eru bara bjartir og spennandi tímar framundan hjá mér.“ Þá kvaðst Jón Axel vera spenntur fyrir því að vinna undir þjálfara Bologna en sá þjálfaði Jón Arnór Stefánsson - „geitina sjálfa“ eins og Jón Axel orðaði það - í Róm á sínum tíma. „Jón Arnór hafði aðeins góða hluti að segja um hann þannig ég er spenntur að læra eins mikið frá honum og ég get,“ sagði Jón Axel Guðmundsson að endingu í viðtali við Karfan.is. Körfubolti NBA Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Jón Axel var í viðtali á Karfan.is þar sem hann fór yfir veru sína í sumardeild NBA körfuboltans og komandi tímabil. Eftir gott tímabil með Fraport Skyliners í efstu deild Þýskalands var Grindvíkingurinn í leikmannahóp Phoenix Suns í sumardeild NBA körfuboltans. Þó ekki sé um leiki í NBA-deildinni sjálfri að ræða fann Jón Axel mikinn mun á leikjunum í Las Vegas – þar sem sumardeildin fór fram – og í Evrópu. Hann fann sérstaklega fyrir því hvað dómarar leyfa mikla snertingu þegar leikmenn fara upp í sniðskot og fráköst. „Svo er þriggja stiga línan náttúrulega töluvert lengri en í Evrópu,“ sagði hann einnig. Jón Axel í baráttunni gegn Cleveland Cavaliers.Phoenix Suns „Ég held það hafi hjálpað mér gríðarlega sem leikmanni að sjá hvað ég þarf að vinna í til þess að komast á þetta getustig. Einnig að sjá bara hversu mikið það þarf að leggja í þetta. Í sumardeildinni vorum við upp í íþróttahúsi í sex til átta klukkutíma á dag að æfa, lyfta og jafna okkur,“ sagði Grindvíkingurinn um veru sína í Las Vegas. Gæti opnað stærri dyr í framtíðinni „Þetta opnaði klárlega miklu stærri dyr fyrir mig. Ég spilaði fyrir framan öll 30 liðin sem eru í NBA-deildinni í Vegas og æfði með Phoenix Suns í níu daga ásamt því að spila fimm leiki með þig svo þeir sáu mest af mér en ef þú stendur þig þarna þá heillar það hin liðin líka.“ LOOK OUT BELOW! pic.twitter.com/2wBWxsL9mY— Phoenix Suns (@Suns) August 15, 2021 Jón Axel segist vera í viðræðum við nokkur lið í NBA-deildinni í dag en hvort það komi eitthvað út úr því er annað mál. Hann segir að það mikilvægasta núna sé að spila vel í vetur og þá gæti það opnað enn stærri dyr þegar fram líða stundir. Þó hann hafi ekki skoraði mikið í sumardeildinni þá telur hann það ekki hafa skemmt fyrir möguleikum sínum að spila í NBA-deildinni einn daginn. „Það er enginn að fara skora 20-30 stig að meðaltali nema hann sé fyrsti valréttur í nýliðavalinu. Maður þarf að sýna að maður geti lært, gert litlu hlutina rétt. Sspila vörn er aðalmálið og svo hreyfa boltann frekar en að vera einspila eða hanga of lengi á honum.“ RISE UP! pic.twitter.com/6RSCAuDbGV— Phoenix Suns (@Suns) August 15, 2021 Með klásúlu í samningnum á Ítalíu „Ef eitthvað skyldi gerast í vetur þá er allavega með möguleika á því að fylgja því eftir. Þannig það eru bara bjartir og spennandi tímar framundan hjá mér.“ Þá kvaðst Jón Axel vera spenntur fyrir því að vinna undir þjálfara Bologna en sá þjálfaði Jón Arnór Stefánsson - „geitina sjálfa“ eins og Jón Axel orðaði það - í Róm á sínum tíma. „Jón Arnór hafði aðeins góða hluti að segja um hann þannig ég er spenntur að læra eins mikið frá honum og ég get,“ sagði Jón Axel Guðmundsson að endingu í viðtali við Karfan.is.
Körfubolti NBA Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira