Nemendur í starfsþjálfun á draumavinnustöðum Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 07:01 Ásta Dís Óladóttir dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Vísir/Ragnheiður Arngrímsdóttir, Vilhelm „Þetta hefur farið fram úr mínum væntingum því það verða tuttugu og fimm stöður í boði hjá okkur í haust og þær spanna í raun allar okkar kjarnagreinar í kennslu, bæði í grunn- og meistaranámi,“ segir Ásta Dís Óladóttir dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um starfsþjálfun viðskiptafræðinema hjá hinum ýmsu vinnustöðum. „Þetta eru stöður á sviði fjármála, markaðsfræði, reikningshalds og stjórnunar. Í haust verða í boði stöður hjá auglýsingastofum, bönkum, endurskoðunarfyrirtækjum, eftirlitsaðilum, fjármálafyrirtækjum, frumkvöðlafyrirtækjum, greiningarfyrirtækjum, hugbúnaðarfyrirtækjum, nýsköpunarfyrirtækjum, ráðningastofum, ráðuneytum, ríkissáttasemjara, verslunum og svona mætti lengi telja.“ Stjórnendur fá ferska sýn Ásta Dís segir starfsþjálfun nemenda afar mikilvæga enda ýti hún undir samstarf háskóla og atvinnulífs. „Í samtölum okkar við nemendur í gegnum árin hafa komið fram óskir um starfsþjálfun, þau vilja fá tækifæri til að beita þeirri þekkingu sem þau hafa öðlast í viðskiptafræðinni á verkefni í atvinnulífinu, auka tengslin og fá tækifæri til að komast jafnvel inn í draumafyrirtækið, stofnunina eða ráðuneytið og þetta er það sem við erum að láta verða að veruleika,“ segir Ásta Dís. Ávinningurinn er þó ekkert síður mikill fyrir atvinnulífið og stjórnendur. Stjórnendur fá ferska sýn og nemendur með nýjustu strauma og stefnur og nemendur fá þjálfun í að beita þeirri þekkingu sem þeir hafa öðlast í náminu í raunverkefnum. Flestir stjórnendur hafa nefnt það að fá inn ungt fólk sem hugsar kannski öðruvísi eða sér hlutina með öðrum augum en þeir sem fyrir eru, að það sé ávinningur.“ Ásta Dís segir starfsþjálfun nemenda verðmæta en það er ekkert síður fyrir vinnuveitendur en nemenduna sjálfa.Vísir/Ragnheiður Arngrímsdóttir Draumavinnustaðurinn Ásta Dís segir fjölmargar deildir innan Háskóla Íslands bjóða upp á starfsþjálfun og starfsnám. Þá stýri Jónína Kárdal Tengslatorgi skólans sem Ásta Dís segir afar öflugt. „Starfsþjálfun er afar mikilvæg til þess að ýta undir samstarf háskóla og atvinnulífs, hún ýtir undir það að skila okkur í senn betri starfskröftum og betur menntuðu fólki út í atvinnulífið,“ segir Ásta Dís. Haustið 2020 bættist starfsþjálfun síðan við fyrir nemendur í Viðskiptafræðideild. Margir nemendur eru að komast í starfsþjálfun hjá draumafyrirtækinu sínu og fá þannig innsýn, þjálfun og reynslu auk þess að styrkja tengslanetið sitt. Nemendur setja sér bæði starfs- og námsmarkmið og það er mjög gaman að sjá hvað þau eru ólík, það er enginn nemandi með eins markmið, jafnvel þó tveir séu með sama bakgrunn og að fara í starfsþjálfun hjá sama fyrirtæki, það er það sem gerir þetta allt svo skemmtilegt og ýtir við manni að fólk er að gera hlutina á sínum forsendum. Fyrsta skrefið í starfsþjálfun er þjálfun í að gera ferilskrá og skrifa kynningarbréf. „Þarna eru þau komin í raunverulegar aðstæður því ferlið er þannig að stjórnendur velja inn og taka viðtöl, alveg eins og um hefðbundið starf væri að ræða, því margfaldast ávinningur nemandans af því að taka þátt.“ Þá segir Ásta Dís nemendur fá starfsþjálfunina í ferilskrá sína og nokkrir nemendur hafa nú þegar fengið störf í framhaldi af þjálfuninni sem þeir voru í. „Þetta voru nemendur sem stóðu sig afar vel í þjálfuninni, sýndu frumkvæði og sjálfstæði og komu inn með eitthvað nýtt og stjórnendur vildu ekki láta þá fara aftur. Þau fá einingar upp í námsferil sinn en tíminn í starfsþjálfuninni jafngildir einu valnámskeiði í háskólanum.“ Ásta Dís viðurkennir að auðvitað hafi Covid sett svip sinn á starfið þetta eina ár sem starfsþjálfunin hefur verið í deildinni. En allt hafi þó gengið mjög vel þrátt fyrir heimsfaraldur. Fyrirtækjaheimsóknir eru vinsæl og góð tenging háskólasamfélags og atvinnulífs. Hér eru nemendur Ástu Dísar í fyrirtækjaheimsókn hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Brim.Vísir/Aðsent Allar tengingar við atvinnulífið mikilvægar Ásta Dís segir þó tengsl og samstarf háskólasamfélagsins og atvinnulífsins birtast í ýmsu fleiru en eingöngu starfsþjálfun. Til dæmis hafi það lengi tíðkast að stjórnendur og sérfræðingar mæta sem gestafyrirlesarar í kennslu og tengja þannig saman fræðin og það sem þeir starfa við. „Það er að mínu mati mikið virði fyrir nemendur að fá þá tengingu inni í tíma. Þau átta sig mörg hver ekki á því fyrr en eftir á hvað þetta gefur þeim í raun mikið,“ segir Ásta Dís og bætir við: „Við fáum hundruði gesta á hverju ári til okkar og yfirleitt eru þetta sérfræðingar og stjórnendur og stundum ráðherrar þess málaflokks sem umræðir hverju sinni, þannig að þetta eru ómetanleg tengsl.“ Þá fari nemendur í ýmsum námskeiðum í heimsóknir í fyrirtæki og fái þannig að upplifa starfsemina, fá stefnumót við stjórnendur í atvinnulífinu og vinna ýmis raunverkefni í samstarfi við stjórnendur. „Í MBA náminu okkar erum við að fara af stað með hádegisstefnumót við stjórnendur þar sem við munum ræða ýmislegt sem tengist fjórðu iðnbyltingunni út frá mismunandi atvinnugreinum.“ Nemendur Háskóla Íslands hafa einnig möguleika á að sækja um Erasmus styrk til starfsþjálfunar í fyrirtækjum eða stofnunum í Evrópu. Að öðlast alþjóðlega starfsreynslu sé afar verðmætt í dag, enda vinnumarkaðurinn sífellt að verða alþjóðlegri. Þá segir Ásta Dís rannsóknir hafa sýnt að þeir sem hafa farið í starfsþjálfun erlendis eiga auðveldara með að fá vinnu og að einn af hverjum þremur fær atvinnutilboð að lokinni starfsþjálfun hjá móttökuaðila. „Við erum í samstarfi við fyrirtæki erlendis, til dæmis Illum í Kaupmannahöfn, þar sem einn nemandi mun fara í starfsþjálfun í haust.“ Ásta Dís segist afar ánægð með þann fjölda nemenda sem hefji starfsþjálfun í haust. Um metár sé að ræða en að hennar mati, sé fjöldinn hæfilegur. „Ég vil helst ekki hafa fleiri en 25 stöður í boði á haustin og um 20 stöður á vorin. Miðað við þá reynslu sem ég bý yfir af þessu þá er það kjörstaða.Að þetta séu um það bil 40 til 45 stöður á ári, það má ekki vera mikið meira í einni deild því við viljum gera þetta vel. Þetta snýst alltaf um gæði umfram magn.“ Vinnumarkaður Stjórnun Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í. 22. júní 2021 07:01 Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31 Dæmi um þrjár leiðir til að eyða kynjahalla í stjórnendastöðum Ásta Dís Óladóttir dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir kynjakvóta á forstjórastöður nokkuð erfiða leið. Fleiri leiðir sé hægt að skoða til að eyða kynjahalla í æðstu stjórnendastöðum. 29. október 2020 07:01 Allt breytt eftir Covid og „framtíð“ vinnustaða í raun komin „Stærstu mistökin myndi ég telja að vera að bíða eftir að allt verði eins og það fyrir Covid. Heimurinn er einfaldlega breyttur. Sú framtíð sem rætt hefur verið um hvað varðar vinnu, vinnustaði og vinnuafl er hreinlega komin,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir mannauðstjóri Deloitte. 3. febrúar 2021 07:00 Æ fleiri forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar Forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar fyrir atvinnulífið og sérfræðingar vara við því að gjá geti myndast í atvinnulífinu þar sem starfsfólk hefur ekki þá þekkingu sem til þarf í störf þar sem tækniframfarir eru svo hraðar. 21. september 2020 09:05 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ Sjá meira
„Þetta eru stöður á sviði fjármála, markaðsfræði, reikningshalds og stjórnunar. Í haust verða í boði stöður hjá auglýsingastofum, bönkum, endurskoðunarfyrirtækjum, eftirlitsaðilum, fjármálafyrirtækjum, frumkvöðlafyrirtækjum, greiningarfyrirtækjum, hugbúnaðarfyrirtækjum, nýsköpunarfyrirtækjum, ráðningastofum, ráðuneytum, ríkissáttasemjara, verslunum og svona mætti lengi telja.“ Stjórnendur fá ferska sýn Ásta Dís segir starfsþjálfun nemenda afar mikilvæga enda ýti hún undir samstarf háskóla og atvinnulífs. „Í samtölum okkar við nemendur í gegnum árin hafa komið fram óskir um starfsþjálfun, þau vilja fá tækifæri til að beita þeirri þekkingu sem þau hafa öðlast í viðskiptafræðinni á verkefni í atvinnulífinu, auka tengslin og fá tækifæri til að komast jafnvel inn í draumafyrirtækið, stofnunina eða ráðuneytið og þetta er það sem við erum að láta verða að veruleika,“ segir Ásta Dís. Ávinningurinn er þó ekkert síður mikill fyrir atvinnulífið og stjórnendur. Stjórnendur fá ferska sýn og nemendur með nýjustu strauma og stefnur og nemendur fá þjálfun í að beita þeirri þekkingu sem þeir hafa öðlast í náminu í raunverkefnum. Flestir stjórnendur hafa nefnt það að fá inn ungt fólk sem hugsar kannski öðruvísi eða sér hlutina með öðrum augum en þeir sem fyrir eru, að það sé ávinningur.“ Ásta Dís segir starfsþjálfun nemenda verðmæta en það er ekkert síður fyrir vinnuveitendur en nemenduna sjálfa.Vísir/Ragnheiður Arngrímsdóttir Draumavinnustaðurinn Ásta Dís segir fjölmargar deildir innan Háskóla Íslands bjóða upp á starfsþjálfun og starfsnám. Þá stýri Jónína Kárdal Tengslatorgi skólans sem Ásta Dís segir afar öflugt. „Starfsþjálfun er afar mikilvæg til þess að ýta undir samstarf háskóla og atvinnulífs, hún ýtir undir það að skila okkur í senn betri starfskröftum og betur menntuðu fólki út í atvinnulífið,“ segir Ásta Dís. Haustið 2020 bættist starfsþjálfun síðan við fyrir nemendur í Viðskiptafræðideild. Margir nemendur eru að komast í starfsþjálfun hjá draumafyrirtækinu sínu og fá þannig innsýn, þjálfun og reynslu auk þess að styrkja tengslanetið sitt. Nemendur setja sér bæði starfs- og námsmarkmið og það er mjög gaman að sjá hvað þau eru ólík, það er enginn nemandi með eins markmið, jafnvel þó tveir séu með sama bakgrunn og að fara í starfsþjálfun hjá sama fyrirtæki, það er það sem gerir þetta allt svo skemmtilegt og ýtir við manni að fólk er að gera hlutina á sínum forsendum. Fyrsta skrefið í starfsþjálfun er þjálfun í að gera ferilskrá og skrifa kynningarbréf. „Þarna eru þau komin í raunverulegar aðstæður því ferlið er þannig að stjórnendur velja inn og taka viðtöl, alveg eins og um hefðbundið starf væri að ræða, því margfaldast ávinningur nemandans af því að taka þátt.“ Þá segir Ásta Dís nemendur fá starfsþjálfunina í ferilskrá sína og nokkrir nemendur hafa nú þegar fengið störf í framhaldi af þjálfuninni sem þeir voru í. „Þetta voru nemendur sem stóðu sig afar vel í þjálfuninni, sýndu frumkvæði og sjálfstæði og komu inn með eitthvað nýtt og stjórnendur vildu ekki láta þá fara aftur. Þau fá einingar upp í námsferil sinn en tíminn í starfsþjálfuninni jafngildir einu valnámskeiði í háskólanum.“ Ásta Dís viðurkennir að auðvitað hafi Covid sett svip sinn á starfið þetta eina ár sem starfsþjálfunin hefur verið í deildinni. En allt hafi þó gengið mjög vel þrátt fyrir heimsfaraldur. Fyrirtækjaheimsóknir eru vinsæl og góð tenging háskólasamfélags og atvinnulífs. Hér eru nemendur Ástu Dísar í fyrirtækjaheimsókn hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Brim.Vísir/Aðsent Allar tengingar við atvinnulífið mikilvægar Ásta Dís segir þó tengsl og samstarf háskólasamfélagsins og atvinnulífsins birtast í ýmsu fleiru en eingöngu starfsþjálfun. Til dæmis hafi það lengi tíðkast að stjórnendur og sérfræðingar mæta sem gestafyrirlesarar í kennslu og tengja þannig saman fræðin og það sem þeir starfa við. „Það er að mínu mati mikið virði fyrir nemendur að fá þá tengingu inni í tíma. Þau átta sig mörg hver ekki á því fyrr en eftir á hvað þetta gefur þeim í raun mikið,“ segir Ásta Dís og bætir við: „Við fáum hundruði gesta á hverju ári til okkar og yfirleitt eru þetta sérfræðingar og stjórnendur og stundum ráðherrar þess málaflokks sem umræðir hverju sinni, þannig að þetta eru ómetanleg tengsl.“ Þá fari nemendur í ýmsum námskeiðum í heimsóknir í fyrirtæki og fái þannig að upplifa starfsemina, fá stefnumót við stjórnendur í atvinnulífinu og vinna ýmis raunverkefni í samstarfi við stjórnendur. „Í MBA náminu okkar erum við að fara af stað með hádegisstefnumót við stjórnendur þar sem við munum ræða ýmislegt sem tengist fjórðu iðnbyltingunni út frá mismunandi atvinnugreinum.“ Nemendur Háskóla Íslands hafa einnig möguleika á að sækja um Erasmus styrk til starfsþjálfunar í fyrirtækjum eða stofnunum í Evrópu. Að öðlast alþjóðlega starfsreynslu sé afar verðmætt í dag, enda vinnumarkaðurinn sífellt að verða alþjóðlegri. Þá segir Ásta Dís rannsóknir hafa sýnt að þeir sem hafa farið í starfsþjálfun erlendis eiga auðveldara með að fá vinnu og að einn af hverjum þremur fær atvinnutilboð að lokinni starfsþjálfun hjá móttökuaðila. „Við erum í samstarfi við fyrirtæki erlendis, til dæmis Illum í Kaupmannahöfn, þar sem einn nemandi mun fara í starfsþjálfun í haust.“ Ásta Dís segist afar ánægð með þann fjölda nemenda sem hefji starfsþjálfun í haust. Um metár sé að ræða en að hennar mati, sé fjöldinn hæfilegur. „Ég vil helst ekki hafa fleiri en 25 stöður í boði á haustin og um 20 stöður á vorin. Miðað við þá reynslu sem ég bý yfir af þessu þá er það kjörstaða.Að þetta séu um það bil 40 til 45 stöður á ári, það má ekki vera mikið meira í einni deild því við viljum gera þetta vel. Þetta snýst alltaf um gæði umfram magn.“
Vinnumarkaður Stjórnun Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í. 22. júní 2021 07:01 Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31 Dæmi um þrjár leiðir til að eyða kynjahalla í stjórnendastöðum Ásta Dís Óladóttir dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir kynjakvóta á forstjórastöður nokkuð erfiða leið. Fleiri leiðir sé hægt að skoða til að eyða kynjahalla í æðstu stjórnendastöðum. 29. október 2020 07:01 Allt breytt eftir Covid og „framtíð“ vinnustaða í raun komin „Stærstu mistökin myndi ég telja að vera að bíða eftir að allt verði eins og það fyrir Covid. Heimurinn er einfaldlega breyttur. Sú framtíð sem rætt hefur verið um hvað varðar vinnu, vinnustaði og vinnuafl er hreinlega komin,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir mannauðstjóri Deloitte. 3. febrúar 2021 07:00 Æ fleiri forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar Forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar fyrir atvinnulífið og sérfræðingar vara við því að gjá geti myndast í atvinnulífinu þar sem starfsfólk hefur ekki þá þekkingu sem til þarf í störf þar sem tækniframfarir eru svo hraðar. 21. september 2020 09:05 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ Sjá meira
Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í. 22. júní 2021 07:01
Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31
Dæmi um þrjár leiðir til að eyða kynjahalla í stjórnendastöðum Ásta Dís Óladóttir dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir kynjakvóta á forstjórastöður nokkuð erfiða leið. Fleiri leiðir sé hægt að skoða til að eyða kynjahalla í æðstu stjórnendastöðum. 29. október 2020 07:01
Allt breytt eftir Covid og „framtíð“ vinnustaða í raun komin „Stærstu mistökin myndi ég telja að vera að bíða eftir að allt verði eins og það fyrir Covid. Heimurinn er einfaldlega breyttur. Sú framtíð sem rætt hefur verið um hvað varðar vinnu, vinnustaði og vinnuafl er hreinlega komin,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir mannauðstjóri Deloitte. 3. febrúar 2021 07:00
Æ fleiri forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar Forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar fyrir atvinnulífið og sérfræðingar vara við því að gjá geti myndast í atvinnulífinu þar sem starfsfólk hefur ekki þá þekkingu sem til þarf í störf þar sem tækniframfarir eru svo hraðar. 21. september 2020 09:05