Með hausinn í lagi Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2021 12:00 Aden Flint er markahæstur í Championship-deildinni með fjögur skallamörk. Simon Galloway/PA Images via Getty Images Aden Flint, miðvörður Cardiff City, er markahæsti leikmaður Championship-deildarinnar á Englandi þegar fjórum umferðum er lokið í deildinni. Öll átta mörk Cardiff á leiktíðinni hafa verið skoruð með skalla. Cardiff hefur síst verið þekkt fyrir áferðarfallegan fótbolta, í hefðbundnum skilningi, síðustu ár. Löng innköst Arons Einars Gunnarssonar og önnur föst leikatriði voru liðinu mikilvæg undir stjórn Neils Warnock og Mick McCarthy, sem tók við liðinu í janúar, virðist gefa honum lítið eftir þegar kemur að þeim leikstíl. Spyrnugeta kantmannsins Ryans Giles, sem McCarthy fékk á láni frá fyrrum félagi sínu Wolves, hefur komið að góðum notum en hann hefur lagt upp fjögur af átta mörkum Cardiff á leiktíðinni. Varnarmenn Cardiff hafa notið góðs af því en miðvörðurinn Aden Flint skoraði tvö mörk fyrir liðið í gær, og félagi hans í miðri vörninni Sean Morrison eitt, í 3-1 sigri á Millwall. Morrison tekur löng innköst Cardiff í dag og hefur lagt upp eitt mark í deildinni á leiktíðinni. Flint hefur skorað fjögur mörk á tímabilinu og er markahæstur í deildinni eftir fjóra leiki. Hann hefur skorað helming marka Cardiff en öll átta mörk liðsins hafa verið skoruð með skalla. Auk Morrisons hafa miðjumennirnir Leandro Bacuna og Marlon Pack (báðir tæplega 190 sm að hæð) skorað eitt mark hvor og þá hefur tveggja metra framherjinn Kieffer Moore, landsliðsmaður Wales, skallað eitt mark í netið fyrir Cardiff. Cardiff á enn eftir að tapa leik á tímabilinu og er með átta stig eftir leikina fjóra. Áhugavert verður að sjá hvort leikstíllinn sé sjálfbær og hversu marga leiki Cardiff spilar áður en þeir ná að sparka boltanum í netið. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Fleiri fréttir Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira
Cardiff hefur síst verið þekkt fyrir áferðarfallegan fótbolta, í hefðbundnum skilningi, síðustu ár. Löng innköst Arons Einars Gunnarssonar og önnur föst leikatriði voru liðinu mikilvæg undir stjórn Neils Warnock og Mick McCarthy, sem tók við liðinu í janúar, virðist gefa honum lítið eftir þegar kemur að þeim leikstíl. Spyrnugeta kantmannsins Ryans Giles, sem McCarthy fékk á láni frá fyrrum félagi sínu Wolves, hefur komið að góðum notum en hann hefur lagt upp fjögur af átta mörkum Cardiff á leiktíðinni. Varnarmenn Cardiff hafa notið góðs af því en miðvörðurinn Aden Flint skoraði tvö mörk fyrir liðið í gær, og félagi hans í miðri vörninni Sean Morrison eitt, í 3-1 sigri á Millwall. Morrison tekur löng innköst Cardiff í dag og hefur lagt upp eitt mark í deildinni á leiktíðinni. Flint hefur skorað fjögur mörk á tímabilinu og er markahæstur í deildinni eftir fjóra leiki. Hann hefur skorað helming marka Cardiff en öll átta mörk liðsins hafa verið skoruð með skalla. Auk Morrisons hafa miðjumennirnir Leandro Bacuna og Marlon Pack (báðir tæplega 190 sm að hæð) skorað eitt mark hvor og þá hefur tveggja metra framherjinn Kieffer Moore, landsliðsmaður Wales, skallað eitt mark í netið fyrir Cardiff. Cardiff á enn eftir að tapa leik á tímabilinu og er með átta stig eftir leikina fjóra. Áhugavert verður að sjá hvort leikstíllinn sé sjálfbær og hversu marga leiki Cardiff spilar áður en þeir ná að sparka boltanum í netið. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Fleiri fréttir Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira