Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju.
EV6 fékk á dögunum vottun frá Carbon Trust fyrir lágt kolefnisspor og er EV6 fyrsti bíllinn frá suður-kóreskum bílaframleiðanda til að fá slíka vottun. Þetta er fyrsti bíll Kia sem byggður er á nýjum og háþróuðum E-GMP undirvagni sem er sérstaklega hannaður fyrir rafbíla. Þessi nýi undirvagn verður notaður í næstu kynslóðir rafbíla hjá Kia.

Kia EV6 er aflmikill rafbíll og hægt er að velja um 229 og 325 hestafla rafmótor. Hægt er að hlaða bílinn allt að 80% hleðslu á aðeins 18 mínútum og ná hleðslu sem dugar allt að 100 km á innan við fjórum og hálfri mínútu. EV6 er í boði bæði aftur- og fjórhjóladrifinn. Veghæð bílsins er 17 cm og farangursrými allt að 541 lítrar.
Samkvæmt upplýsingum frá Öskju mun EV6 kosta frá 5.990.777 kr. Hann verður með 7 ára ábyrgð eins og allir nýir Kia bílar. Bíllinn er væntanlegur til landsins í nóvember en hægt er að forpanta hann hjá Öskju.