Búin undir að fá þúsundir á Laugardalsvöll ef Svandís gefur grænt ljós Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2021 13:01 Ísland náði í sín fyrstu stig í undankeppni HM með 4-1 sigri gegn Liechtenstein í mars, eftir töp gegn Armeníu og Þýskalandi. Getty Eins og staðan er núna gætu 2.300 áhorfendur mætt á hvern af leikjum Íslands við Þýskaland, Rúmeníu og Norður-Makedóníu, í undankeppni HM karla í fótbolta. Vonir standa hins vegar til þess að fleiri fái að mæta á Laugardalsvöll. Ísland mætir Rúmeníu eftir tæpar tvær vikur, fimmtudagskvöldið 2. september, því næst Norður-Makedóníu 5. september og loks fyrrverandi heims- og Evrópumeisturum Þýskalands 8. september. Núgildandi reglugerð um takmörkun á samkomum rennur út eftir viku. Í henni segir að hámarksfjöldi í sama rými skuli vera 200 manns. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að hægt sé að útbúa 12 sóttvarnahólf á Laugardalsvelli og koma þar fyrir 2.300 áhorfendum, miðað við núgildandi reglugerð. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, frá 11. ágúst, stingur Þórólfur upp á að stærri viðburðir gætu verið leyfðir gegn því að gestir sýni fram á neikvætt PCR/antigen hraðpróf. Það mæti ekki vera eldra en 24-48 klukkustunda gamalt. Tilbúin að hrinda öllu í framkvæmd með mjög stuttum fyrirvara Klara segir að KSÍ hafi engin svör fengið um það hvort að með notkun hraðprófa verði hægt að fá fleiri áhorfendur á komandi landsleiki. Sambandið sé hins vegar undir það búið að fylla stúkurnar verði það leyft: „Við erum að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni, og vonumst auðvitað til þess að fá heimild fyrir fleiri en 200 manns í hólf. Eins og staðan er núna sjáum við ekki fram á að geta haft fleiri en 2.300 áhorfendur en við vonumst að sjálfsögðu eftir heimild fyrir fleirum. Það er allt tilbúið hjá okkur og þarf bara að ýta á Enter til að hefja miðasölu, en við þurfum að vita hvað við getum selt fyrir marga,“ segir Klara. Í minnisblaði Þórólfs bendir hann á reynslu Dana af því að hleypa fleira fólki á viðburði. Í Danmörku hafa áhorfendur getað fjölmennt á fótboltaleiki gegn því að sýna bólusetningarvottorð eða vottorð um neikvætt sýni. „Við höfum verið að horfa til allra þessara möguleika – hvort að bólusetningarskírteini dugi, hraðpróf eða hitamælingar. Við erum tilbúin að hrinda öllu í framkvæmd með mjög stuttum fyrirvara. En það verður að koma í ljós hvað kemur frá heilbrigðisráðuneytinu. Við bíðum átekta en erum undirbúin fyrir alla möguleika. Ef það yrði allt gefið frjálst þá gætum við hafið miðasölu með klukkutíma fyrirvara,“ segir Klara. Ísland með þrjú stig fyrir fyrstu heimaleikina Ísland er með þrjú stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í undankeppni HM. Liðið lék fyrstu þrjá leiki sína á útivelli í mars en nú taka við fimm heimaleikir í röð; þrír í september og tveir í október. Ísland tapaði gegn Þýskalandi og Armeníu en vann Liechtenstein. Armenía er efst í riðlinum með 9 stig, Þýskaland og Norður-Makedónía eru með 6, Rúmenía og Ísland 3, og Liechtenstein 0. HM 2022 í Katar Laugardalsvöllur KSÍ Samkomubann á Íslandi Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Patrick með slitna hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Patrick með slitna hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Sjá meira
Ísland mætir Rúmeníu eftir tæpar tvær vikur, fimmtudagskvöldið 2. september, því næst Norður-Makedóníu 5. september og loks fyrrverandi heims- og Evrópumeisturum Þýskalands 8. september. Núgildandi reglugerð um takmörkun á samkomum rennur út eftir viku. Í henni segir að hámarksfjöldi í sama rými skuli vera 200 manns. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að hægt sé að útbúa 12 sóttvarnahólf á Laugardalsvelli og koma þar fyrir 2.300 áhorfendum, miðað við núgildandi reglugerð. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, frá 11. ágúst, stingur Þórólfur upp á að stærri viðburðir gætu verið leyfðir gegn því að gestir sýni fram á neikvætt PCR/antigen hraðpróf. Það mæti ekki vera eldra en 24-48 klukkustunda gamalt. Tilbúin að hrinda öllu í framkvæmd með mjög stuttum fyrirvara Klara segir að KSÍ hafi engin svör fengið um það hvort að með notkun hraðprófa verði hægt að fá fleiri áhorfendur á komandi landsleiki. Sambandið sé hins vegar undir það búið að fylla stúkurnar verði það leyft: „Við erum að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni, og vonumst auðvitað til þess að fá heimild fyrir fleiri en 200 manns í hólf. Eins og staðan er núna sjáum við ekki fram á að geta haft fleiri en 2.300 áhorfendur en við vonumst að sjálfsögðu eftir heimild fyrir fleirum. Það er allt tilbúið hjá okkur og þarf bara að ýta á Enter til að hefja miðasölu, en við þurfum að vita hvað við getum selt fyrir marga,“ segir Klara. Í minnisblaði Þórólfs bendir hann á reynslu Dana af því að hleypa fleira fólki á viðburði. Í Danmörku hafa áhorfendur getað fjölmennt á fótboltaleiki gegn því að sýna bólusetningarvottorð eða vottorð um neikvætt sýni. „Við höfum verið að horfa til allra þessara möguleika – hvort að bólusetningarskírteini dugi, hraðpróf eða hitamælingar. Við erum tilbúin að hrinda öllu í framkvæmd með mjög stuttum fyrirvara. En það verður að koma í ljós hvað kemur frá heilbrigðisráðuneytinu. Við bíðum átekta en erum undirbúin fyrir alla möguleika. Ef það yrði allt gefið frjálst þá gætum við hafið miðasölu með klukkutíma fyrirvara,“ segir Klara. Ísland með þrjú stig fyrir fyrstu heimaleikina Ísland er með þrjú stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í undankeppni HM. Liðið lék fyrstu þrjá leiki sína á útivelli í mars en nú taka við fimm heimaleikir í röð; þrír í september og tveir í október. Ísland tapaði gegn Þýskalandi og Armeníu en vann Liechtenstein. Armenía er efst í riðlinum með 9 stig, Þýskaland og Norður-Makedónía eru með 6, Rúmenía og Ísland 3, og Liechtenstein 0.
HM 2022 í Katar Laugardalsvöllur KSÍ Samkomubann á Íslandi Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Patrick með slitna hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Patrick með slitna hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn