Draymond og Durant kenna stjórninni um hvernig fór fyrir gullaldarliði Warriors Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2021 16:01 Kevin Durant og Draymond Green urðu tvívegis meistarar saman með Golden State Warriors. KELLEY L. COX/USA TODAY Draymond Green og Kevin Durant, fyrrum samherjar hjá Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfubolta fóru yfir af hverju Durant yfirgaf eitt af bestu liðum NBA-sögunnar sumarið 2019. Kevin Durant og Draymond Green unnu NBA-meistaratitilinn árin 2017 og 2018 sem liðsfélagar hjá Golden State Warriors. Liðið hefði getað unnið þrjú ár í röð en beið lægri hlut fyrir Toronto Raptors í úrslitum sumarið 2019 með Durant meiddan á hliðarlínunni. Sama sumar samdi Durant við Brooklyn Nets og voru þau vistaskipti meðal hluta sem Ólympíumeistararnir ræddu í viðtalsþættinum Chips á vegum Bleacher Report. Þar kemur fram að þeir kenni stjórn Warriors um hvernig fór í kjölfar rifrildris þeirra tveggja sem er talið hafa leitt til þess að Durant ákvað að yfirgefa félagið. Í leik gegn Los Angeles Clippers í nóvember árið 2018 lenti þeim tveimur saman. Durant hellti sér þá yfir Green þar sem sá síðarnefndi náði ekki skoti og leikurinn fór í framlengingu. Green svaraði fyrir sig og voru hlutirnir fljótir að fara úr böndunum. „Fyrir mína eigin geðheilsu, þar sem það hefur verið ítrekað valtað yfir mig allt síðan þú fórst, hversu mikil áhrif hafði rifrildið okkar gegn Clippers á að þú ákvaðst að fara frá Warriors,“ spyr Draymond. „Það var ekki rifrildið sjálft heldur hvernig allir, þar á meðal Steve Kerr (þjálfari), létu eins og ekkert hefði gerst. Bob Myers (framkvæmdastjóri) reyndi að refsa þér eins og það myndi fela allt sem hafði gerst,“ sagði Durant. Hann bætti svo við að þeir tveir hefðu í raun aldrei náð að leysa vandamálið, aðeins forðast það, sökum þess hvernig félagið höndlaði málið. In my opinion, they f--ked it up @Money23Green and @KDTrey5 call out Bob Myers and Steve Kerr for how the Warriors handled their infamous argument vs. the Clippers in 2018Watch the full interview NOW https://t.co/iG2bXZC859 pic.twitter.com/rGQTr0F9A2— Bleacher Report (@BleacherReport) August 18, 2021 „Þetta var í fyrsta sinn sem við sem lið fórum í gegnum eitthvað svona. Við hefðum þurft að setja öll spilin á borðið. Ég man eftir að horfa á The Last Dance og þegar Scottie (Pippen) neitaði að fara inn á völlinn undir lok leiks þá stóðu menn upp í klefa eftir leik og sögðu honum hvað þeim fannst. Við hefðum þurft á því að halda.“ „Við reyndum að dansa í kringum vandamálið. Ég var ekki hrifinn af því, andrúmsloftið eftir á gerði allt skrítið. Samskipti eru mikilvæg og við forðuðumst að tala um vandamálið, það fór mest í taugarnar á mér.“ Stjórn Golden State Warriors setti Green í eins leiks bann eftir rifrildið gegn Clippers. Hann tók undir með Durant og sagði að ef málið hefði verið höndlað öðruvísi af stjórn félagsins þá hefði það ekki orðið jafn alvarlegt og raun bar vitni. Eins og áður sagði fóru þeir félagar um víðan völl. Meðal annars ræddu þeir þegar það komst upp að Durant væri með nafnlausan Twitter-aðgang, af hverju fólki sé svona illa við ákveðna leikmenn, hvort Durant vilji börn og hvað hann ætli að gera þegar skórnir fara upp í hillu. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Kevin Durant og Draymond Green unnu NBA-meistaratitilinn árin 2017 og 2018 sem liðsfélagar hjá Golden State Warriors. Liðið hefði getað unnið þrjú ár í röð en beið lægri hlut fyrir Toronto Raptors í úrslitum sumarið 2019 með Durant meiddan á hliðarlínunni. Sama sumar samdi Durant við Brooklyn Nets og voru þau vistaskipti meðal hluta sem Ólympíumeistararnir ræddu í viðtalsþættinum Chips á vegum Bleacher Report. Þar kemur fram að þeir kenni stjórn Warriors um hvernig fór í kjölfar rifrildris þeirra tveggja sem er talið hafa leitt til þess að Durant ákvað að yfirgefa félagið. Í leik gegn Los Angeles Clippers í nóvember árið 2018 lenti þeim tveimur saman. Durant hellti sér þá yfir Green þar sem sá síðarnefndi náði ekki skoti og leikurinn fór í framlengingu. Green svaraði fyrir sig og voru hlutirnir fljótir að fara úr böndunum. „Fyrir mína eigin geðheilsu, þar sem það hefur verið ítrekað valtað yfir mig allt síðan þú fórst, hversu mikil áhrif hafði rifrildið okkar gegn Clippers á að þú ákvaðst að fara frá Warriors,“ spyr Draymond. „Það var ekki rifrildið sjálft heldur hvernig allir, þar á meðal Steve Kerr (þjálfari), létu eins og ekkert hefði gerst. Bob Myers (framkvæmdastjóri) reyndi að refsa þér eins og það myndi fela allt sem hafði gerst,“ sagði Durant. Hann bætti svo við að þeir tveir hefðu í raun aldrei náð að leysa vandamálið, aðeins forðast það, sökum þess hvernig félagið höndlaði málið. In my opinion, they f--ked it up @Money23Green and @KDTrey5 call out Bob Myers and Steve Kerr for how the Warriors handled their infamous argument vs. the Clippers in 2018Watch the full interview NOW https://t.co/iG2bXZC859 pic.twitter.com/rGQTr0F9A2— Bleacher Report (@BleacherReport) August 18, 2021 „Þetta var í fyrsta sinn sem við sem lið fórum í gegnum eitthvað svona. Við hefðum þurft að setja öll spilin á borðið. Ég man eftir að horfa á The Last Dance og þegar Scottie (Pippen) neitaði að fara inn á völlinn undir lok leiks þá stóðu menn upp í klefa eftir leik og sögðu honum hvað þeim fannst. Við hefðum þurft á því að halda.“ „Við reyndum að dansa í kringum vandamálið. Ég var ekki hrifinn af því, andrúmsloftið eftir á gerði allt skrítið. Samskipti eru mikilvæg og við forðuðumst að tala um vandamálið, það fór mest í taugarnar á mér.“ Stjórn Golden State Warriors setti Green í eins leiks bann eftir rifrildið gegn Clippers. Hann tók undir með Durant og sagði að ef málið hefði verið höndlað öðruvísi af stjórn félagsins þá hefði það ekki orðið jafn alvarlegt og raun bar vitni. Eins og áður sagði fóru þeir félagar um víðan völl. Meðal annars ræddu þeir þegar það komst upp að Durant væri með nafnlausan Twitter-aðgang, af hverju fólki sé svona illa við ákveðna leikmenn, hvort Durant vilji börn og hvað hann ætli að gera þegar skórnir fara upp í hillu. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira