Spilar fyrir íslenska landsliðið en hefur aldrei spilað körfuboltaleik á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2021 11:01 Emma Grace Theodórsson talaði ensku í viðtalinu. Skjámynd/karfan.is Emma Grace Theodórsson er nýtt nafn fyrir marga sem fylgjast með körfuboltanum á Íslandi. Hún er komin í íslenska átján ára landsliðið þrátt fyrir að hafa aldrei búið eða spilað á Íslandi. Emma Grace er hálfíslensk en faðir hennar Ólafur Theódórsson lék á sínum tíma með ÍR og Val og alls sex leiki fyrir yngri landslið Íslands. Ólafur fluttist út til Bandaríkjanna átján ára gamall og kom ekki aftur. Emma Grace sagði blaðamanni karfan.is frá því af hverju hún, sem hefur búið alla tíð nálægt Pittsburgh í Pensylvaníu í Bandaríkjunum, er farin að spila fyrir íslenska landsliðið í körfubolta. „Ég fór að horfa mikið á körfubolta þegar við vorum heima í sóttkví í Covid faraldrinum. Við pabbi fórum þá að ræða íslenska landsliðið og ég sagði við hann að ég vildi endilega spila með liðinu. Við höfum þá samband við Sæba (Sævaldur Bjarnason) þjálfara og núna er ég komin hingað,“ sagði Emma brosandi. Hún kom síðan til Íslands í júní til að æfa með íslenska átján ára landsliðinu en hún hefur aldrei spilað keppnisleik á Íslandi. Það má sjá þetta viðtal hér fyrir neðan. watch on YouTube Emma er efnileg körfuboltakona. Hún spilar fyrir Moon Area gagnfræðaskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum en hefur þegar samið við Bucknell University um að leika með þeim í bandaríska háskólaboltanum. Emma skoraði 18,9 stig í leik með Moon skólanum á síðustu leiktíð, var ein af stigahæstu konum WPIAL deildarinnar og komst í þriðja úrvalslið fylkisins. Emma er að fara á lokaár sitt í skólanum í vetur. Committed pic.twitter.com/ku7Qj90Jwz— Emma Theodorsson (@emmatheodorsson) June 18, 2021 Emma gat valið úr tilboðum frá mörgum skólum en valdi Bucknell er með öflugt lið sem kemst reglulega í Marsfárið, úrslitamót bandaríska háskólaboltans. Lafayette, Penn, Miami (Ohio) og Wofford komu líka til greina. Emma stóð sig líka mjög vel í náminu og var með með 4,1 í GPA sem er frábær árangur. Í viðtali við post-gazette.com sagðist hún hafa valið skólanum bæði út af körfuboltanum og námsmöguleikunum. Emma hefur spilað tvo leiki með Íslandi á Norðurlandamótinu. Hún var með 9 stig og 8 fráköst á 20 mínútum á móti Eistum og svo 11 stig og 5 fráköst á 18 mínútum á móti Finnum. Körfubolti Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Emma Grace er hálfíslensk en faðir hennar Ólafur Theódórsson lék á sínum tíma með ÍR og Val og alls sex leiki fyrir yngri landslið Íslands. Ólafur fluttist út til Bandaríkjanna átján ára gamall og kom ekki aftur. Emma Grace sagði blaðamanni karfan.is frá því af hverju hún, sem hefur búið alla tíð nálægt Pittsburgh í Pensylvaníu í Bandaríkjunum, er farin að spila fyrir íslenska landsliðið í körfubolta. „Ég fór að horfa mikið á körfubolta þegar við vorum heima í sóttkví í Covid faraldrinum. Við pabbi fórum þá að ræða íslenska landsliðið og ég sagði við hann að ég vildi endilega spila með liðinu. Við höfum þá samband við Sæba (Sævaldur Bjarnason) þjálfara og núna er ég komin hingað,“ sagði Emma brosandi. Hún kom síðan til Íslands í júní til að æfa með íslenska átján ára landsliðinu en hún hefur aldrei spilað keppnisleik á Íslandi. Það má sjá þetta viðtal hér fyrir neðan. watch on YouTube Emma er efnileg körfuboltakona. Hún spilar fyrir Moon Area gagnfræðaskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum en hefur þegar samið við Bucknell University um að leika með þeim í bandaríska háskólaboltanum. Emma skoraði 18,9 stig í leik með Moon skólanum á síðustu leiktíð, var ein af stigahæstu konum WPIAL deildarinnar og komst í þriðja úrvalslið fylkisins. Emma er að fara á lokaár sitt í skólanum í vetur. Committed pic.twitter.com/ku7Qj90Jwz— Emma Theodorsson (@emmatheodorsson) June 18, 2021 Emma gat valið úr tilboðum frá mörgum skólum en valdi Bucknell er með öflugt lið sem kemst reglulega í Marsfárið, úrslitamót bandaríska háskólaboltans. Lafayette, Penn, Miami (Ohio) og Wofford komu líka til greina. Emma stóð sig líka mjög vel í náminu og var með með 4,1 í GPA sem er frábær árangur. Í viðtali við post-gazette.com sagðist hún hafa valið skólanum bæði út af körfuboltanum og námsmöguleikunum. Emma hefur spilað tvo leiki með Íslandi á Norðurlandamótinu. Hún var með 9 stig og 8 fráköst á 20 mínútum á móti Eistum og svo 11 stig og 5 fráköst á 18 mínútum á móti Finnum.
Körfubolti Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira