Cristiano Ronaldo fékk nóg af slúðrinu og svaraði fyrir sig í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2021 07:30 Cristiano Ronaldo fékk nóg af því að lesa sögusagnir um sig í erlendum miðlum. EPA-EFE/Matthias Hangst Cristiano Ronaldo er orðinn þreyttur á því að lesa um sögusagnir um sjálfan sig í erlendum blöðum og portúgalska goðsögnin sendi frá sér langan pistil á Instagram í gærkvöldi. Eftir að Lionel Messi fór frá Barcelona til Paris Saint Germain þá hafa erlendu fjölmiðlarnir snúið sér að vangaveltum um framtíð Portúgalans. Cristiano Ronaldo on recent transfer rumors surrounding him pic.twitter.com/2Fk9LzB8F4— B/R Football (@brfootball) August 17, 2021 Í gærmorgun var Ronaldo orðaður við Real Madrid en þegar á reyndi þá var ekkert til í þeim fréttum frá Spáni. Fréttirnar voru samt kveikjan að því að Ronaldo steig fram og skrifaði pistil á Instagram síðu sína. „Allir sem þekkja mig vita hvað ég er einbeittur á mína vinnu. Minna tal og meiri vinna. Það hefur verið mottóið mitt síðan ég hóf ferilinn minn. Hins vegar vegna alls þess sem hefur verið sagt og skrifað um mig þá hef ég verið skotspónn að undanförnu. Þetta er meira en bara vanvirðing gagnvart mér sem leikmanni og manneskju því þetta er líka vanvirðing á öll félögin sem eru kölluð til í þessum sögusögnum og eins á leikmenn þeirra og starfsmenn,“ skrifaði Ronaldo. „Mín saga hjá Real Madrid hefur verið skrifuð. Hún hefur verið skrásett með orðum og tölum, í bikurum og titlum og í metum og fyrirsögnum. Hún er á safninu á Bernabeu leikvanginum en líka í huga allra stuðningsmanna félagsins. Ég veit að sannir stuðningsmenn Real Madrid munu halda áfram að hafa mig í hjarta sínu alveg eins og ég hef þá í mínu hjarta,“ skrifaði Ronaldo. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) „Eins og þetta nýjasta dæmi á Spáni þá hafa verið tíðar fréttir þar sem ég hef orðaður við hin ýmsu lið í hinum ýmsu deildum án þess að neinn hafi haft einhvern áhuga á að finna sannleikann í málinu,“ skrifaði Ronaldo. „Ég ríf þögn mína til að segja að ég get ekki leyft fólki að leika sér með nafnið mitt. Ég er einbeittur á feril minn og vinnu, staðráðinn og skuldbundinn í allar þær áskoranir sem bíða mín. Allt annað? Allt annað er bara tal,“ skrifaði Ronaldo. Stærsta ástæðan fyrir öllum þessum sögusögnum eru stöðugar fréttir úr herbúðum Juventus að þar á bæ séu menn að leita allra leiða til að losna við að greiða Cristiano Ronaldo hin gríðarháu laun hans. Juve menn eiga að hafa verið að leita að félagi í marga mánuði. Það er ekkert grín að borga svo há laun þegar peningastaða félagsins er jafn erfið og hún er núna í þessum heimsfaraldri. Ítalski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Eftir að Lionel Messi fór frá Barcelona til Paris Saint Germain þá hafa erlendu fjölmiðlarnir snúið sér að vangaveltum um framtíð Portúgalans. Cristiano Ronaldo on recent transfer rumors surrounding him pic.twitter.com/2Fk9LzB8F4— B/R Football (@brfootball) August 17, 2021 Í gærmorgun var Ronaldo orðaður við Real Madrid en þegar á reyndi þá var ekkert til í þeim fréttum frá Spáni. Fréttirnar voru samt kveikjan að því að Ronaldo steig fram og skrifaði pistil á Instagram síðu sína. „Allir sem þekkja mig vita hvað ég er einbeittur á mína vinnu. Minna tal og meiri vinna. Það hefur verið mottóið mitt síðan ég hóf ferilinn minn. Hins vegar vegna alls þess sem hefur verið sagt og skrifað um mig þá hef ég verið skotspónn að undanförnu. Þetta er meira en bara vanvirðing gagnvart mér sem leikmanni og manneskju því þetta er líka vanvirðing á öll félögin sem eru kölluð til í þessum sögusögnum og eins á leikmenn þeirra og starfsmenn,“ skrifaði Ronaldo. „Mín saga hjá Real Madrid hefur verið skrifuð. Hún hefur verið skrásett með orðum og tölum, í bikurum og titlum og í metum og fyrirsögnum. Hún er á safninu á Bernabeu leikvanginum en líka í huga allra stuðningsmanna félagsins. Ég veit að sannir stuðningsmenn Real Madrid munu halda áfram að hafa mig í hjarta sínu alveg eins og ég hef þá í mínu hjarta,“ skrifaði Ronaldo. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) „Eins og þetta nýjasta dæmi á Spáni þá hafa verið tíðar fréttir þar sem ég hef orðaður við hin ýmsu lið í hinum ýmsu deildum án þess að neinn hafi haft einhvern áhuga á að finna sannleikann í málinu,“ skrifaði Ronaldo. „Ég ríf þögn mína til að segja að ég get ekki leyft fólki að leika sér með nafnið mitt. Ég er einbeittur á feril minn og vinnu, staðráðinn og skuldbundinn í allar þær áskoranir sem bíða mín. Allt annað? Allt annað er bara tal,“ skrifaði Ronaldo. Stærsta ástæðan fyrir öllum þessum sögusögnum eru stöðugar fréttir úr herbúðum Juventus að þar á bæ séu menn að leita allra leiða til að losna við að greiða Cristiano Ronaldo hin gríðarháu laun hans. Juve menn eiga að hafa verið að leita að félagi í marga mánuði. Það er ekkert grín að borga svo há laun þegar peningastaða félagsins er jafn erfið og hún er núna í þessum heimsfaraldri.
Ítalski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira