Einhentur körfuboltamaður fékk boð um að spila í bandaríska háskólaboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2021 12:30 Hansel Emmanuel treður hér boltanum í körfuna. Skjámynd/Youtube/SLAM Þegar viljinn og metnaðurinn er fyrir hendi er allt hægt. Dóminískur körfuboltastrákur lætur ekkert stoppa sig og fagnaði stórum tímamótum á dögunum. Hansel Emmanuel Donato Domínguez hefur vakið mikla athygli á körfuboltavellinum í High school (menntaskóla) en hafði ekki fengið nein tilboð um að spila í bandaríska háskólakörfuboltanum. Sumum fannst það ekkert skrýtið. Ástæðan fyrir því er að Hansel hefur bara eina hendi sem flestum þykir ekki vænlegt til árangurs þegar þú ert að spila íþrótta þar sem þú notar báðar hendurnar. Þrátt fyrir að vera einhentur þá er Hansel löngu búinn að sýna það og sanna að hann er frábær körfuboltaleikmaður sem fann leið til að spila leikinn þrátt fyrir fötlun sína. „Ég var blessaður með mínu fyrsta tilboði frá 1. deildarskóla þegar ég fékk boð frá Tennessee State university. Takk fyrir að trúa á mína hæfileika,“ skrifaði Hansel Enmanuel á Instagram síðu sína. Hann er vinsæll enda meir meira en 628 þúsund fylgjendur á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Hansel Enmanuel (@enmanuelhansel) Hansel er núna sautján ára gamall en hann missti vinstri hendina í slysi þegar hann var sex ára gamall. Veggur féll þá á Hansel og hann var fastur í meira en tvo tíma. Á endanum var ekkert annað í stöðunni en að fjarlægja vinstri hendina hans. Faðir hans er fyrrum atvinnumaður í körfubolta og hann var sá sem bjargaði stráknum úr prísundinni. Þá bjó fjölskyldan í Dóminíska lýðveldinu. „Líf mitt hrundi þegar Hansel lenti í slysinu. Hann var með mér og mér fannst allt búið þegar þeir þurftu að taka af honum handlegginn. Guð greip hins vegar í okkur og kom okkur á þessa slóð,“ sagði faðir hans við Orlando Sentinel. „Ég vona að allir horfi ekki á mig sem sérstakan strák sem er með þessa fötlun. Ég vona að þau sjái mig sem frábæran leikmann sem geti komist langt. Að þau sjái að ég sé góður leikmaður,“ sagði Hansel við sama blað. watch on YouTube Körfubolti Bandaríski háskólakörfuboltinn Dóminíska lýðveldið Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Hansel Emmanuel Donato Domínguez hefur vakið mikla athygli á körfuboltavellinum í High school (menntaskóla) en hafði ekki fengið nein tilboð um að spila í bandaríska háskólakörfuboltanum. Sumum fannst það ekkert skrýtið. Ástæðan fyrir því er að Hansel hefur bara eina hendi sem flestum þykir ekki vænlegt til árangurs þegar þú ert að spila íþrótta þar sem þú notar báðar hendurnar. Þrátt fyrir að vera einhentur þá er Hansel löngu búinn að sýna það og sanna að hann er frábær körfuboltaleikmaður sem fann leið til að spila leikinn þrátt fyrir fötlun sína. „Ég var blessaður með mínu fyrsta tilboði frá 1. deildarskóla þegar ég fékk boð frá Tennessee State university. Takk fyrir að trúa á mína hæfileika,“ skrifaði Hansel Enmanuel á Instagram síðu sína. Hann er vinsæll enda meir meira en 628 þúsund fylgjendur á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Hansel Enmanuel (@enmanuelhansel) Hansel er núna sautján ára gamall en hann missti vinstri hendina í slysi þegar hann var sex ára gamall. Veggur féll þá á Hansel og hann var fastur í meira en tvo tíma. Á endanum var ekkert annað í stöðunni en að fjarlægja vinstri hendina hans. Faðir hans er fyrrum atvinnumaður í körfubolta og hann var sá sem bjargaði stráknum úr prísundinni. Þá bjó fjölskyldan í Dóminíska lýðveldinu. „Líf mitt hrundi þegar Hansel lenti í slysinu. Hann var með mér og mér fannst allt búið þegar þeir þurftu að taka af honum handlegginn. Guð greip hins vegar í okkur og kom okkur á þessa slóð,“ sagði faðir hans við Orlando Sentinel. „Ég vona að allir horfi ekki á mig sem sérstakan strák sem er með þessa fötlun. Ég vona að þau sjái mig sem frábæran leikmann sem geti komist langt. Að þau sjái að ég sé góður leikmaður,“ sagði Hansel við sama blað. watch on YouTube
Körfubolti Bandaríski háskólakörfuboltinn Dóminíska lýðveldið Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira