Einhentur körfuboltamaður fékk boð um að spila í bandaríska háskólaboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2021 12:30 Hansel Emmanuel treður hér boltanum í körfuna. Skjámynd/Youtube/SLAM Þegar viljinn og metnaðurinn er fyrir hendi er allt hægt. Dóminískur körfuboltastrákur lætur ekkert stoppa sig og fagnaði stórum tímamótum á dögunum. Hansel Emmanuel Donato Domínguez hefur vakið mikla athygli á körfuboltavellinum í High school (menntaskóla) en hafði ekki fengið nein tilboð um að spila í bandaríska háskólakörfuboltanum. Sumum fannst það ekkert skrýtið. Ástæðan fyrir því er að Hansel hefur bara eina hendi sem flestum þykir ekki vænlegt til árangurs þegar þú ert að spila íþrótta þar sem þú notar báðar hendurnar. Þrátt fyrir að vera einhentur þá er Hansel löngu búinn að sýna það og sanna að hann er frábær körfuboltaleikmaður sem fann leið til að spila leikinn þrátt fyrir fötlun sína. „Ég var blessaður með mínu fyrsta tilboði frá 1. deildarskóla þegar ég fékk boð frá Tennessee State university. Takk fyrir að trúa á mína hæfileika,“ skrifaði Hansel Enmanuel á Instagram síðu sína. Hann er vinsæll enda meir meira en 628 þúsund fylgjendur á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Hansel Enmanuel (@enmanuelhansel) Hansel er núna sautján ára gamall en hann missti vinstri hendina í slysi þegar hann var sex ára gamall. Veggur féll þá á Hansel og hann var fastur í meira en tvo tíma. Á endanum var ekkert annað í stöðunni en að fjarlægja vinstri hendina hans. Faðir hans er fyrrum atvinnumaður í körfubolta og hann var sá sem bjargaði stráknum úr prísundinni. Þá bjó fjölskyldan í Dóminíska lýðveldinu. „Líf mitt hrundi þegar Hansel lenti í slysinu. Hann var með mér og mér fannst allt búið þegar þeir þurftu að taka af honum handlegginn. Guð greip hins vegar í okkur og kom okkur á þessa slóð,“ sagði faðir hans við Orlando Sentinel. „Ég vona að allir horfi ekki á mig sem sérstakan strák sem er með þessa fötlun. Ég vona að þau sjái mig sem frábæran leikmann sem geti komist langt. Að þau sjái að ég sé góður leikmaður,“ sagði Hansel við sama blað. watch on YouTube Körfubolti Bandaríski háskólakörfuboltinn Dóminíska lýðveldið Mest lesið „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
Hansel Emmanuel Donato Domínguez hefur vakið mikla athygli á körfuboltavellinum í High school (menntaskóla) en hafði ekki fengið nein tilboð um að spila í bandaríska háskólakörfuboltanum. Sumum fannst það ekkert skrýtið. Ástæðan fyrir því er að Hansel hefur bara eina hendi sem flestum þykir ekki vænlegt til árangurs þegar þú ert að spila íþrótta þar sem þú notar báðar hendurnar. Þrátt fyrir að vera einhentur þá er Hansel löngu búinn að sýna það og sanna að hann er frábær körfuboltaleikmaður sem fann leið til að spila leikinn þrátt fyrir fötlun sína. „Ég var blessaður með mínu fyrsta tilboði frá 1. deildarskóla þegar ég fékk boð frá Tennessee State university. Takk fyrir að trúa á mína hæfileika,“ skrifaði Hansel Enmanuel á Instagram síðu sína. Hann er vinsæll enda meir meira en 628 þúsund fylgjendur á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Hansel Enmanuel (@enmanuelhansel) Hansel er núna sautján ára gamall en hann missti vinstri hendina í slysi þegar hann var sex ára gamall. Veggur féll þá á Hansel og hann var fastur í meira en tvo tíma. Á endanum var ekkert annað í stöðunni en að fjarlægja vinstri hendina hans. Faðir hans er fyrrum atvinnumaður í körfubolta og hann var sá sem bjargaði stráknum úr prísundinni. Þá bjó fjölskyldan í Dóminíska lýðveldinu. „Líf mitt hrundi þegar Hansel lenti í slysinu. Hann var með mér og mér fannst allt búið þegar þeir þurftu að taka af honum handlegginn. Guð greip hins vegar í okkur og kom okkur á þessa slóð,“ sagði faðir hans við Orlando Sentinel. „Ég vona að allir horfi ekki á mig sem sérstakan strák sem er með þessa fötlun. Ég vona að þau sjái mig sem frábæran leikmann sem geti komist langt. Að þau sjái að ég sé góður leikmaður,“ sagði Hansel við sama blað. watch on YouTube
Körfubolti Bandaríski háskólakörfuboltinn Dóminíska lýðveldið Mest lesið „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira