Í kapphlaupi við tímann að ná til nauðstaddra Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2021 14:47 Sjúklingar liggja í rúmum utandyra við sjúkrahús í Les Cayes. Spítalar eru yfirfullir og sumir þeirra eru mikið skemmdir eftri hamfararnir um helgina. AP/Joseph Odelyn Hjálparstarfsmenn etja nú kapphlaup við tímann til að ná til nauðstaddra eftir jarðskjálftann mikla á Haíti áður en hitabeltisstormur gengur á land í kvöld. Forsætisráðherra landsins segir engan tíma mega missa. Tæplega 1.300 manns í það minnsta fórust í jarðsjálfta af stærðinni 7,2 sem reið yfir Haíti á laugardag. Þúsundir íbúðarhúsa og bygginga eru rústir einar og innviðir liggja í lamasessi í eyríkinu sem glímir enn við afleiðingar mannskæðs jarðskjálfta fyrir ellefu árum og morðsins á forseta landsins í síðasta mánuði. Ekki bætir úr skák að hitabeltisstormurinn Grace stefnir nú á Hispanjólu, eyjuna sem Haítar deila með nágrönnum sínum í Dóminíska lýðveldinu. Veðurspár gera ráð fyrir að stormurinn gangi meðal annars beint yfir þau svæði sem urðu verst úti í skjálftanum. Spáð er úrhellisrigningu með hættu á skyndiflóðum og aurskriðum. Reuters-fréttastofan segir að flugvöllurinn í höfuðborginni Port-au-Prince hafi verið fullur af sjúkraliðum og hjálparstarfsmönnum í dag. Stöðugur straumur flugvéla flytur mannskap og hjálpargögn til landsins. Vandasamt er að koma hjálparstarfsmönnum og vistum að hamfarasvæðinu í kringum borgina Les Cayes. Í þeim pólitíska glundroða sem hefur ríkt á Haíti undanfarna mánuði hafa glæpagengi náð yfirráðum yfir ýmsum stofnleiðum um landið. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að mannúðaraðstoð fái að flæða óhindrað inn á jarðskjálftasvæðið. Ariel Henry, forsætisráðherra, segir aukinn kraft nú lagðan í að koma hjálpargögnum til nauðstaddra enda megi nú engan tíma missa. Hætta á að sjúkdómar fari á kreik Í Les Cayes eru sjúkrahús yfirfull en sum þeirra urðu fyrir miklum skemmdum í jarðskjálftanum. Stöðugur straumur sjúkrabíla hefur legið að flugvellinum í borginni með sjúklinga sem flytja þarf með flugvélum til aðhlynningar annars staðar. Björgunar- og leitarflokkar vinna enn að því að draga lík úr rústum bygginga. Bandaríkin sendu meðal annars 65 manna rústabjörgunarsveit með sérhæfðan búnað til að hjálpa til við leitar- og björgunarstarfið. Fjölmargir sem misstu heimili sín í jarðskjálftanum um helgina sofa nú undir berum himni. Yfirvöld óttast að þar verði þeir upp á náð og miskunn náttúruaflanna komnir þegar stormurinn gengur yfir. Hættan á því að sjúkdómar eins og kólera sem berast með vatni fari á kreik er talin fara vaxandi líkt og gerðist eftir stóra skjálftann árið 2010 sem varð um 200.000 manns að bana. Haítí Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Minnst 1.297 eru látin á Haítí Tala látinna eftir öflugan jarðskjálfta á Haítí í gær er komin í 1.297. 15. ágúst 2021 23:31 Mánuði eftir morðið ræður óvissan ríkjum Mánuði eftir að Jovenel Moise, forseti Haítí, var myrtur á heimili sínu hefur enginn af þeim sem handteknir hafa verið vegna árásarinnar verið færður fyrir dómara. Dómarar og aðrir sem komið hafa að rannsókninni segjast hafa orðið fyrir þrýstingi um að breyta skýrslum og eru í felum vegna morðhótana. 8. ágúst 2021 10:14 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Sjá meira
Tæplega 1.300 manns í það minnsta fórust í jarðsjálfta af stærðinni 7,2 sem reið yfir Haíti á laugardag. Þúsundir íbúðarhúsa og bygginga eru rústir einar og innviðir liggja í lamasessi í eyríkinu sem glímir enn við afleiðingar mannskæðs jarðskjálfta fyrir ellefu árum og morðsins á forseta landsins í síðasta mánuði. Ekki bætir úr skák að hitabeltisstormurinn Grace stefnir nú á Hispanjólu, eyjuna sem Haítar deila með nágrönnum sínum í Dóminíska lýðveldinu. Veðurspár gera ráð fyrir að stormurinn gangi meðal annars beint yfir þau svæði sem urðu verst úti í skjálftanum. Spáð er úrhellisrigningu með hættu á skyndiflóðum og aurskriðum. Reuters-fréttastofan segir að flugvöllurinn í höfuðborginni Port-au-Prince hafi verið fullur af sjúkraliðum og hjálparstarfsmönnum í dag. Stöðugur straumur flugvéla flytur mannskap og hjálpargögn til landsins. Vandasamt er að koma hjálparstarfsmönnum og vistum að hamfarasvæðinu í kringum borgina Les Cayes. Í þeim pólitíska glundroða sem hefur ríkt á Haíti undanfarna mánuði hafa glæpagengi náð yfirráðum yfir ýmsum stofnleiðum um landið. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að mannúðaraðstoð fái að flæða óhindrað inn á jarðskjálftasvæðið. Ariel Henry, forsætisráðherra, segir aukinn kraft nú lagðan í að koma hjálpargögnum til nauðstaddra enda megi nú engan tíma missa. Hætta á að sjúkdómar fari á kreik Í Les Cayes eru sjúkrahús yfirfull en sum þeirra urðu fyrir miklum skemmdum í jarðskjálftanum. Stöðugur straumur sjúkrabíla hefur legið að flugvellinum í borginni með sjúklinga sem flytja þarf með flugvélum til aðhlynningar annars staðar. Björgunar- og leitarflokkar vinna enn að því að draga lík úr rústum bygginga. Bandaríkin sendu meðal annars 65 manna rústabjörgunarsveit með sérhæfðan búnað til að hjálpa til við leitar- og björgunarstarfið. Fjölmargir sem misstu heimili sín í jarðskjálftanum um helgina sofa nú undir berum himni. Yfirvöld óttast að þar verði þeir upp á náð og miskunn náttúruaflanna komnir þegar stormurinn gengur yfir. Hættan á því að sjúkdómar eins og kólera sem berast með vatni fari á kreik er talin fara vaxandi líkt og gerðist eftir stóra skjálftann árið 2010 sem varð um 200.000 manns að bana.
Haítí Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Minnst 1.297 eru látin á Haítí Tala látinna eftir öflugan jarðskjálfta á Haítí í gær er komin í 1.297. 15. ágúst 2021 23:31 Mánuði eftir morðið ræður óvissan ríkjum Mánuði eftir að Jovenel Moise, forseti Haítí, var myrtur á heimili sínu hefur enginn af þeim sem handteknir hafa verið vegna árásarinnar verið færður fyrir dómara. Dómarar og aðrir sem komið hafa að rannsókninni segjast hafa orðið fyrir þrýstingi um að breyta skýrslum og eru í felum vegna morðhótana. 8. ágúst 2021 10:14 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Sjá meira
Minnst 1.297 eru látin á Haítí Tala látinna eftir öflugan jarðskjálfta á Haítí í gær er komin í 1.297. 15. ágúst 2021 23:31
Mánuði eftir morðið ræður óvissan ríkjum Mánuði eftir að Jovenel Moise, forseti Haítí, var myrtur á heimili sínu hefur enginn af þeim sem handteknir hafa verið vegna árásarinnar verið færður fyrir dómara. Dómarar og aðrir sem komið hafa að rannsókninni segjast hafa orðið fyrir þrýstingi um að breyta skýrslum og eru í felum vegna morðhótana. 8. ágúst 2021 10:14