Elvar sá fyrsti til að skora 30 stig á móti Dönum í 41 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2021 12:46 Danir réðu ekkert við Elvar Friðriksson í leiknum á föstudagskvöldið. fiba.basketball Elvar Már Friðriksson fór á kostum á dögunum þegar íslenska körfuboltalandsliðið burstaði Dani með 21 stigi í forkeppni HM í körfubolta. Elvar skoraði 30 stig í leiknum auk þess að vera með 5 fráköst 5 stoðsendingar á þeirri 31 mínútu sem hann spilaði. Ísland vann líka með 26 stigum þegar hann var inn á vellinum. Elvar var sjóðandi heitur fyrir utan þriggja stiga línuna og hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Elvar Már Friðriksson skorar eina af körfum sínum í leiknum.fiba.basketball Það þarf líka að fara langt aftur til að finna íslenskan körfuboltamann sem skoraði þrjátíu stig á móti Dönum og í raun hefur aðeins einn annar íslenskur landsliðsmaður náð því. Elvar bættist þarna í hóp með NBA leikmanninum Pétri Karli Guðmundssyni. Pétur skoraði 32 stig á móti Dönum á Norðurlandamótinu í apríl 1980 eða fyrir meira en 41 ári síðan. Pétur fór þá á kostum í tuttugu stiga sigri á Dönum en Norðurlandamótið fór þá fram í Osló í Noregi. Pétur skoraði 19 stigum meira en næsti maður sem var bakvörðurinn Jón Sigurðsson. Pétur Guðmundsson í leik með Los Angeles Lakers.Skjámynd Það merkilega við þessa frammistöðu Pétur var að hann var í villuvandræðum og náði bara að spila nítján mínútur í leiknum. Danirnir réðu hins vegar ekkert við kappann þegar hann var inn á gólfinu. Einu ári síðar þá var Pétur kominn í NBA-deildina fyrstur Íslendinga. Hér fyrir neðan má sjá þá leikmenn sem hafa skorað mest í einum leik á móti Dönum. Flest stig í einum landsleik á móti Danmörku: 32 stig - Pétur Guðmundsson 12. apríl 1980 (Norðurlandamót) 30 stig - Elvar Már Friðriksson 13. ágúst 2021 (Forkeppni HM) 29 stig - Valur Ingimundarson 26. apríl 1987 (Norðurlandamót) 29 stig - Pálmar Sigurðsson 21. aprí 1985 (Norðurlandamót) 29 stig - Pétur Guðmundsson 6. apríl 1979 (Vináttulandsleikur) 28 stig - Jóhannes Kristbjörnsson 5. janúar 1986 (Vináttulandsleikur) 28 stig - Einar Bollason 11. apríl 1970 (Norðurlandamót) 26 stig - Valur Ingimundarson 11. september 1987 (Vináttulandsleikur) 25 stig - Teitur Örlygsson 26. maí 1996 (Undankeppni Evrópumóts) 25 stig - Teitur Örlygsson 13. maí 1995 (Vináttulandsleikur) 25 stig - Guðjón Skúlason 30. desmber 1989 (Vináttulandsleikur) 25 stig - Þorsteinn Hallgrímsson 20. mars 1964 (Norðurlandamót) Körfubolti Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Leik lokið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Sjá meira
Elvar skoraði 30 stig í leiknum auk þess að vera með 5 fráköst 5 stoðsendingar á þeirri 31 mínútu sem hann spilaði. Ísland vann líka með 26 stigum þegar hann var inn á vellinum. Elvar var sjóðandi heitur fyrir utan þriggja stiga línuna og hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Elvar Már Friðriksson skorar eina af körfum sínum í leiknum.fiba.basketball Það þarf líka að fara langt aftur til að finna íslenskan körfuboltamann sem skoraði þrjátíu stig á móti Dönum og í raun hefur aðeins einn annar íslenskur landsliðsmaður náð því. Elvar bættist þarna í hóp með NBA leikmanninum Pétri Karli Guðmundssyni. Pétur skoraði 32 stig á móti Dönum á Norðurlandamótinu í apríl 1980 eða fyrir meira en 41 ári síðan. Pétur fór þá á kostum í tuttugu stiga sigri á Dönum en Norðurlandamótið fór þá fram í Osló í Noregi. Pétur skoraði 19 stigum meira en næsti maður sem var bakvörðurinn Jón Sigurðsson. Pétur Guðmundsson í leik með Los Angeles Lakers.Skjámynd Það merkilega við þessa frammistöðu Pétur var að hann var í villuvandræðum og náði bara að spila nítján mínútur í leiknum. Danirnir réðu hins vegar ekkert við kappann þegar hann var inn á gólfinu. Einu ári síðar þá var Pétur kominn í NBA-deildina fyrstur Íslendinga. Hér fyrir neðan má sjá þá leikmenn sem hafa skorað mest í einum leik á móti Dönum. Flest stig í einum landsleik á móti Danmörku: 32 stig - Pétur Guðmundsson 12. apríl 1980 (Norðurlandamót) 30 stig - Elvar Már Friðriksson 13. ágúst 2021 (Forkeppni HM) 29 stig - Valur Ingimundarson 26. apríl 1987 (Norðurlandamót) 29 stig - Pálmar Sigurðsson 21. aprí 1985 (Norðurlandamót) 29 stig - Pétur Guðmundsson 6. apríl 1979 (Vináttulandsleikur) 28 stig - Jóhannes Kristbjörnsson 5. janúar 1986 (Vináttulandsleikur) 28 stig - Einar Bollason 11. apríl 1970 (Norðurlandamót) 26 stig - Valur Ingimundarson 11. september 1987 (Vináttulandsleikur) 25 stig - Teitur Örlygsson 26. maí 1996 (Undankeppni Evrópumóts) 25 stig - Teitur Örlygsson 13. maí 1995 (Vináttulandsleikur) 25 stig - Guðjón Skúlason 30. desmber 1989 (Vináttulandsleikur) 25 stig - Þorsteinn Hallgrímsson 20. mars 1964 (Norðurlandamót)
Flest stig í einum landsleik á móti Danmörku: 32 stig - Pétur Guðmundsson 12. apríl 1980 (Norðurlandamót) 30 stig - Elvar Már Friðriksson 13. ágúst 2021 (Forkeppni HM) 29 stig - Valur Ingimundarson 26. apríl 1987 (Norðurlandamót) 29 stig - Pálmar Sigurðsson 21. aprí 1985 (Norðurlandamót) 29 stig - Pétur Guðmundsson 6. apríl 1979 (Vináttulandsleikur) 28 stig - Jóhannes Kristbjörnsson 5. janúar 1986 (Vináttulandsleikur) 28 stig - Einar Bollason 11. apríl 1970 (Norðurlandamót) 26 stig - Valur Ingimundarson 11. september 1987 (Vináttulandsleikur) 25 stig - Teitur Örlygsson 26. maí 1996 (Undankeppni Evrópumóts) 25 stig - Teitur Örlygsson 13. maí 1995 (Vináttulandsleikur) 25 stig - Guðjón Skúlason 30. desmber 1989 (Vináttulandsleikur) 25 stig - Þorsteinn Hallgrímsson 20. mars 1964 (Norðurlandamót)
Körfubolti Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Leik lokið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti