Messi og konan þurftu að hressa hvort annað við áður en þau sögu strákunum frá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2021 11:01 Lionel Messi með eiginkonu sinni Antonella Roccuzzo og syni þeirra Thiago. EPA-EFE/ANDREU DALMAU Guillem Balague, fréttamaður breska ríkisútvarpsins í spænska boltanum, fékk einkaviðtal við Lionel Messi eftir blaðamannafundinn á Parc des Princes í gær þar sem Messi var kynntur formlega sem nýr leikmaður Paris Saint Germain. Balague þekkir vel til Messi eftir að hafa fjallað um spænska boltann í mörg ár. Hann birti viðtalið við Leo á Twitter síðu sinni og setti enska texta undir en viðtalið fór fram á spænsku. Í upphafi viðtalsins kom fram að Messi hafi verið að læra ensku í eitt og hálft ár en hann skilji hana nú miklu betur en hann talar hana. Balague spurði Messi líka persónulegra spurninga í viðtalinu, fékk hann til að bera saman ferðalagið frá Argentínu til Barcelona á sínum tíma við ferðalagið frá Barcelona til Parísar í þessari viku. Hann spurði líka Messi um stundina þegar hann fékk að vita að framtíð hans væri ekki lengur í Barcelona. I spoke to Leo Messi earlier today for @BBCSport to discuss the transition from Barcelona to Paris: how it happened and how did he feel about the whole thing. I ve added some English subs for you. So hear from Messi on his move to #PSG. : @MeredithRuleman pic.twitter.com/hpoQ40Z7Q9— Guillem Balague (@GuillemBalague) August 11, 2021 Messi var þá heima hjá sér þegar faðir hans kom af fundi með Joan Laporta og sagði frá því að Messi fengi ekki samninginn hjá Barcelona. Messi sagðist hafa orðið mjög leiður þegar hann fékk þessar fréttir en hann sagði síðan eiginkonunni Antonelu frá. Þau voru bæði niðurdregin og svo var komið að því að segja strákunum frá þessum komandi breytingum. Strákarnir höfðu fengið að vita það í desember að fjölskyldan yrði áfram í Barcelona þar sem þeir hafa alist upp og vilja vera. Nú var allt breytt. Þeir voru að förum frá sínum uppáhaldsstað. Messi sagði að hann og Antonela hafi þurft að hressa hvort annað við áður en þau lögðu í það að segja strákunum frá þessu. View this post on Instagram A post shared by Antonela Roccuzzo (@antonelaroccuzzo) Messi hafði sérstaklega áhyggjur af elsta stráknum, hinum níu ára gamla Thiago. Eins og er lítur út fyrir að Thiago sé sáttur í París sem eru góðar fréttir. Messi segir samt að hann sé eins og hann og birgi allt inni. Hann segir þá strákinn eigi eftir að aðlagast þessum miklu breytingum á þeirra lífi. Hér fyrir ofan má sjá þetta viðtal við Messi en þar segir hann frá því að Neymar og Argentínumennirnir hjá Paris Saint Germain hafi fengið að vita það á undan öllum öðrum að hann væri að íhuga það að koma til PSG. Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira
Balague þekkir vel til Messi eftir að hafa fjallað um spænska boltann í mörg ár. Hann birti viðtalið við Leo á Twitter síðu sinni og setti enska texta undir en viðtalið fór fram á spænsku. Í upphafi viðtalsins kom fram að Messi hafi verið að læra ensku í eitt og hálft ár en hann skilji hana nú miklu betur en hann talar hana. Balague spurði Messi líka persónulegra spurninga í viðtalinu, fékk hann til að bera saman ferðalagið frá Argentínu til Barcelona á sínum tíma við ferðalagið frá Barcelona til Parísar í þessari viku. Hann spurði líka Messi um stundina þegar hann fékk að vita að framtíð hans væri ekki lengur í Barcelona. I spoke to Leo Messi earlier today for @BBCSport to discuss the transition from Barcelona to Paris: how it happened and how did he feel about the whole thing. I ve added some English subs for you. So hear from Messi on his move to #PSG. : @MeredithRuleman pic.twitter.com/hpoQ40Z7Q9— Guillem Balague (@GuillemBalague) August 11, 2021 Messi var þá heima hjá sér þegar faðir hans kom af fundi með Joan Laporta og sagði frá því að Messi fengi ekki samninginn hjá Barcelona. Messi sagðist hafa orðið mjög leiður þegar hann fékk þessar fréttir en hann sagði síðan eiginkonunni Antonelu frá. Þau voru bæði niðurdregin og svo var komið að því að segja strákunum frá þessum komandi breytingum. Strákarnir höfðu fengið að vita það í desember að fjölskyldan yrði áfram í Barcelona þar sem þeir hafa alist upp og vilja vera. Nú var allt breytt. Þeir voru að förum frá sínum uppáhaldsstað. Messi sagði að hann og Antonela hafi þurft að hressa hvort annað við áður en þau lögðu í það að segja strákunum frá þessu. View this post on Instagram A post shared by Antonela Roccuzzo (@antonelaroccuzzo) Messi hafði sérstaklega áhyggjur af elsta stráknum, hinum níu ára gamla Thiago. Eins og er lítur út fyrir að Thiago sé sáttur í París sem eru góðar fréttir. Messi segir samt að hann sé eins og hann og birgi allt inni. Hann segir þá strákinn eigi eftir að aðlagast þessum miklu breytingum á þeirra lífi. Hér fyrir ofan má sjá þetta viðtal við Messi en þar segir hann frá því að Neymar og Argentínumennirnir hjá Paris Saint Germain hafi fengið að vita það á undan öllum öðrum að hann væri að íhuga það að koma til PSG.
Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira