Messi ánægður í París: Markmiðið er að halda áfram að vinna titla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2021 09:45 Lionel Messi við hlið forseta PSG, Nasser Al-Al-Khelaifi á blaðamannafundi í París í morgun. AP/Francois Mori Lionel Messi hélt blaðamannafund í París í dag þar sem hann ræddi um komu sína til Frakklands og framhaldið sem leikmaður Paris Saint Germain. „Það var erfitt að fara frá Barcelona eftir svona mörg ár en ég var hamingjusamur um leið og ég kom hingað til Parísar. Ég vil byrja að æfa sem fyrst og vildi ganga frá þessu strax,“ sagði Lionel Messi. "It would be nice to go back to Barcelona with the fans there after the pandemic"Lionel Messi admits he would relish PSG facing Barcelona in the Champions League this season pic.twitter.com/hhrLY0IfHQ— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 11, 2021 „Ég hef notið tímans í París frá fyrstu mínútu sem ég kom til borgarinnar. Ég vil komast á æfingu með liðsfélögum mínum og byrja þennan nýja tíma í mínu lífi,“ sagði Messi. Leystu öll vandmál og gerðu það fljótt „Ég vil þakka forsetanum og öllum hér fyrir móttökurnar sem og hversu fljótt við gátum gengið frá samningnum. Þetta var slungin staða en þeir leystu öll vandamál og gerðu það fljótt,“ sagði Messi. „Ég er ánægður með að vera kominn hingað. Ég vil áfram spila fótbolta og ætla mér að vinna titla alveg eins og þegar ég hóf ferilinn. Þetta félag er tilbúið að berjast um alla titla. Það er mitt markmið að halda áfram að vinna titla og þess vegna er ég kominn hingað. Ég vona að það takist,“ sagði Messi. Messi on linking up with Mbappe and Neymar "I am very happy, it is really crazy. The team is incredible and I really want to train and compete now because I am going to be playing with the best players. It is an incredible experience". pic.twitter.com/ww1ISjx6jQ— B/R Football (@brfootball) August 11, 2021 „Ég vill þakka París fyrir móttökurnar en þær hafa verið klikkaðar. Ég er viss um að ég mun njóta tíma míns með liðinu og við ætlum að berjast fyrir að ná markmiðum félagsins,“ sagði Messi en hvenær spilar hann fyrsta leikinn? Veit ekki hvenær hann spilar fyrsta leikinn „Ef ég segi alveg eins og er þá veit ég það ekki. Ég var í fríi og það er allt nýtt fyrir mig. Ég ræddi við þjálfarateymið í gær og líklega þarf ég á undirbúningstímabili að halda,“ sagði Messi. „Ég byrja að æfa og vonandi get ég spilað sem fyrst en það fer eftir því hvort starfsliðið gefur mér grænt ljós,“ sagði Messi. Það gæti farið svo að Messi mæti Barcelona í Meistaradeildinni og hann var spurður út í þann möguleika. Yrði samt mjög skrýtið að spila þar í annarri treyju „Það var flókið að fara frá Barcelona án þess að vita hvar ég myndi enda. Barcelona er heimilið mitt og ég hef verið þar síðan ég var strákur. Þeir vita samt að ég mun koma aftur með sterku liði sem er með það markmið að vinna Meistaradeildina. Ég elska að vinna og að hafa stór markmið. Ég veit að markmið mín og PSG eru þau sömu,“ sagði Messi. „Ég veit ekki hvort við mætum Barcelona. Það væri samt indælt að fara aftur til Barcelona. Ég vona að þá verði áhorfendur leyfðir vegna faraldursins. Það yrði samt mjög skrýtið að spila þar í annarri treyju en það er möguleiki og við verðum bara að sjá til,“ sagði Messi. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
„Það var erfitt að fara frá Barcelona eftir svona mörg ár en ég var hamingjusamur um leið og ég kom hingað til Parísar. Ég vil byrja að æfa sem fyrst og vildi ganga frá þessu strax,“ sagði Lionel Messi. "It would be nice to go back to Barcelona with the fans there after the pandemic"Lionel Messi admits he would relish PSG facing Barcelona in the Champions League this season pic.twitter.com/hhrLY0IfHQ— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 11, 2021 „Ég hef notið tímans í París frá fyrstu mínútu sem ég kom til borgarinnar. Ég vil komast á æfingu með liðsfélögum mínum og byrja þennan nýja tíma í mínu lífi,“ sagði Messi. Leystu öll vandmál og gerðu það fljótt „Ég vil þakka forsetanum og öllum hér fyrir móttökurnar sem og hversu fljótt við gátum gengið frá samningnum. Þetta var slungin staða en þeir leystu öll vandamál og gerðu það fljótt,“ sagði Messi. „Ég er ánægður með að vera kominn hingað. Ég vil áfram spila fótbolta og ætla mér að vinna titla alveg eins og þegar ég hóf ferilinn. Þetta félag er tilbúið að berjast um alla titla. Það er mitt markmið að halda áfram að vinna titla og þess vegna er ég kominn hingað. Ég vona að það takist,“ sagði Messi. Messi on linking up with Mbappe and Neymar "I am very happy, it is really crazy. The team is incredible and I really want to train and compete now because I am going to be playing with the best players. It is an incredible experience". pic.twitter.com/ww1ISjx6jQ— B/R Football (@brfootball) August 11, 2021 „Ég vill þakka París fyrir móttökurnar en þær hafa verið klikkaðar. Ég er viss um að ég mun njóta tíma míns með liðinu og við ætlum að berjast fyrir að ná markmiðum félagsins,“ sagði Messi en hvenær spilar hann fyrsta leikinn? Veit ekki hvenær hann spilar fyrsta leikinn „Ef ég segi alveg eins og er þá veit ég það ekki. Ég var í fríi og það er allt nýtt fyrir mig. Ég ræddi við þjálfarateymið í gær og líklega þarf ég á undirbúningstímabili að halda,“ sagði Messi. „Ég byrja að æfa og vonandi get ég spilað sem fyrst en það fer eftir því hvort starfsliðið gefur mér grænt ljós,“ sagði Messi. Það gæti farið svo að Messi mæti Barcelona í Meistaradeildinni og hann var spurður út í þann möguleika. Yrði samt mjög skrýtið að spila þar í annarri treyju „Það var flókið að fara frá Barcelona án þess að vita hvar ég myndi enda. Barcelona er heimilið mitt og ég hef verið þar síðan ég var strákur. Þeir vita samt að ég mun koma aftur með sterku liði sem er með það markmið að vinna Meistaradeildina. Ég elska að vinna og að hafa stór markmið. Ég veit að markmið mín og PSG eru þau sömu,“ sagði Messi. „Ég veit ekki hvort við mætum Barcelona. Það væri samt indælt að fara aftur til Barcelona. Ég vona að þá verði áhorfendur leyfðir vegna faraldursins. Það yrði samt mjög skrýtið að spila þar í annarri treyju en það er möguleiki og við verðum bara að sjá til,“ sagði Messi.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira