Schröder neitaði samningstilboði Los Angeles Lakers upp á rúmlega tíu og hálfan milljarð íslenskra króna fyrr í vetur í von um að sækja stærri samning í sumar. Nú situr hann uppi með eins árs samning upp á rúmar 750 milljónir króna.
Free agent G Dennis Schroder has agreed to a one-year deal with the Boston Celtics, sources tell ESPN.
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) August 10, 2021
Hinn 27 ára gamli Schröder gekk í raðir þáverandi meistara Los Angeles Lakers fyrir síðasta tímabil eftir að hafa leikið með bæði Atlanta Hawks og Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni.
Schröder stóð sig með prýði hjá Lakers þó tímabilið flokkist sem vonbrigði. Hann var á samningsári, það er: samningur hans rann út að tímabilinu loknu. Lakers bauð honum áframhaldandi samning samkvæmt heimildum ESPN upp á 84 milljónir Bandaríkjadala eða rúmlega tíu og hálfan milljarð íslenskra króna.
Schröder neitaði samningnum þar sem hann taldi sig geta fengið yfir 100 milljónir dala – annað hvort hjá Lakers eða annarsstaðar – ef hann yrði samningslaus.
Sú tilraun hans gekk ekki beint eftir og nú situr þýski skotbakvörðurinn uppi með eins árs samning hjá Boston Celtics, erkifjendum Lakers, upp á 5.9 milljónir Bandaríkjadala.
Dennis Schröder has agreed to a one-year deal with the Boston Celtics.
— The Athletic (@TheAthletic) August 10, 2021
This is one of the best franchises in the NBA and it will be an honour to put on the green and white and do what I love! Schröder on his Instagram Story. pic.twitter.com/P7xVLsIPGN
Schröder hefur spilað alls 557 leiki í NBA-deildinni og skorað í þeim að meðaltali 14,3 stig, tekið 2,9 fráköst og gefið 4,7 stoðsendingar. Hann þarf að bæta þá tölfræði töluvert ætli hann sér að reyna aftur við 100 milljón dollara samning næsta sumar.