Frumsýningargestir stóðu upp og klöppuðu fyrir Leynilöggu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. ágúst 2021 20:04 Hér má sjá hópinn að baki myndinni sem ferðaðist til Sviss. Rosdiana Ciaravolo/Getty Kvikmyndin Leynilögga, eða Cop Secret eins og hún heitir á ensku, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Locarno International Film Festical í kvöld. Uppselt var á sýninguna og svo virðist sem henni hafi verið vel tekið af áhorfendum, þar sem þeir stóðu upp og klöppuðu að sýningu lokinni. Kvikmyndinni var leikstýrt af Hannesi Þór Halldórssyni, leikstjóra og landsliðsmarkverði í knattspyrnu. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fara þá öll með stór hlutverk í myndinni, sem fjallar um leynilögreglumanninn Bússa, sem á í innri átökum við sjálfan sig á sama tíma og hann berst við harðsvíraða glæpamenn í Reykjavík. Hópurinn sem stendur að baki myndinni er sem stendur staddur í Sviss og var viðstaddur frumsýninguna. Þeir Auðunn og Egill hafa báðir skrásett ferðina á Instagram-reikningum sínum, en hér að neðan má sjá það sem borið hefur hæst á ferðalagi þeirra. Í ferðasögu Auðuns má til að mynda sjá troðfullan, 2.500 manna bíósalinn áður en myndin er frumsýnd. Í lokin má einnig sjá leikstjórann Hannes, glaðan á svip að frumsýningu lokinni. „Ég er bara að jafna mig. Ég er alveg búinn að vera með kökkinn í hálsinum í tvo klukkutíma. Ég er að reyna að halda honum niðri,“ heyrist Hannes segja í lok myndbandsins. Að trailer úr Audda og Sveppa fyrir 10 árum síðan hafi orðið að bíómynd og fengið standing O í Locarno er það sturlaðasta sem ég hef lent í á ferlinum 😅🥰— Auðunn Blöndal (@Auddib) August 10, 2021 „Að fólk hafi staðið upp og klappað er bara það ruglaðasta sem ég veit,“ segir Auðunn þá, en hann fer með hlutverk Bússa í myndinni. Hér að neðan má sjá stiklu fyrir myndina, sem verður frumsýnd hér á landi von bráðar. Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Tengdar fréttir Leynilögga fær lof erlendra blaðamanna „Það er búið að vera mjög mikil dagskrá í dag í kringum myndina og Hannes leikstjóri er búinn að vera mjög upptekinn í viðtölum við blaðamenn.“ Segir Lilja Ósk Snorradóttir í samtali við Vísi. 10. ágúst 2021 17:59 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kvikmyndinni var leikstýrt af Hannesi Þór Halldórssyni, leikstjóra og landsliðsmarkverði í knattspyrnu. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fara þá öll með stór hlutverk í myndinni, sem fjallar um leynilögreglumanninn Bússa, sem á í innri átökum við sjálfan sig á sama tíma og hann berst við harðsvíraða glæpamenn í Reykjavík. Hópurinn sem stendur að baki myndinni er sem stendur staddur í Sviss og var viðstaddur frumsýninguna. Þeir Auðunn og Egill hafa báðir skrásett ferðina á Instagram-reikningum sínum, en hér að neðan má sjá það sem borið hefur hæst á ferðalagi þeirra. Í ferðasögu Auðuns má til að mynda sjá troðfullan, 2.500 manna bíósalinn áður en myndin er frumsýnd. Í lokin má einnig sjá leikstjórann Hannes, glaðan á svip að frumsýningu lokinni. „Ég er bara að jafna mig. Ég er alveg búinn að vera með kökkinn í hálsinum í tvo klukkutíma. Ég er að reyna að halda honum niðri,“ heyrist Hannes segja í lok myndbandsins. Að trailer úr Audda og Sveppa fyrir 10 árum síðan hafi orðið að bíómynd og fengið standing O í Locarno er það sturlaðasta sem ég hef lent í á ferlinum 😅🥰— Auðunn Blöndal (@Auddib) August 10, 2021 „Að fólk hafi staðið upp og klappað er bara það ruglaðasta sem ég veit,“ segir Auðunn þá, en hann fer með hlutverk Bússa í myndinni. Hér að neðan má sjá stiklu fyrir myndina, sem verður frumsýnd hér á landi von bráðar.
Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Tengdar fréttir Leynilögga fær lof erlendra blaðamanna „Það er búið að vera mjög mikil dagskrá í dag í kringum myndina og Hannes leikstjóri er búinn að vera mjög upptekinn í viðtölum við blaðamenn.“ Segir Lilja Ósk Snorradóttir í samtali við Vísi. 10. ágúst 2021 17:59 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Leynilögga fær lof erlendra blaðamanna „Það er búið að vera mjög mikil dagskrá í dag í kringum myndina og Hannes leikstjóri er búinn að vera mjög upptekinn í viðtölum við blaðamenn.“ Segir Lilja Ósk Snorradóttir í samtali við Vísi. 10. ágúst 2021 17:59