PSG birti þá myndband þar sem sést ekki í Lionel Messi sjálfan en þar má finna endalausar tilvísanir í argentínska framherjann.
Allir helstu miðlar hafa fengið það staðfest að Messi hafi gert 2+1 samning við franska félagið og fái þar sannkölluð ofurlaun.
PSG á bara eftir að birta mynd af kappanum í búningi félagsins en orðrómur er um að Messi muni spila númer þrjátíu hjá félaginu.
Neymar hefur sjálfur staðfest komu Messi með því að setja „Aftur saman“ færslu inn á Instagram reikning sinn.
Hér fyrir neðan má sjá nýja myndbandið á miðlum PSG.