Geir í Ósvör óvænt orðinn andlit sardínuframleiðanda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2021 22:57 Hér má sjá Geir á sardínudósinni. Ef vel er að gáð sést að skeggið er sett á hann með stafrænum hætti. Aðsend Geir Guðmundsson, sem eitt sinn var safnvörður í Ósvör í Bolungarvík, virðist vera orðinn að andliti sardínuframleiðanda í Svíþjóð. Fjölskylda Geirs hafði ekki hugmynd um að mynd af honum væri utan á sænskum sardínudósum, en framleiðandanum virðist hafa þótt vanta skegg á Geir. Geir, sem lést árið 2018, var um tíma safnvörður í Ósvör, sem er verbúð og sjóminjasafn austast við Bolungarvík og átti hann stóran hlut í uppbyggingu safnsins á sínum tíma. Í hlutverki safnvarðar var Geir oftar en ekki klæddur skinnklæðum á borð við þau sem sjómenn fyrri alda klæddust hér á landi og fræddi gesti safnsins um söguna og það sem fyrir augu bar. Á sardínudósinni er Geir einmitt í slíkum klæðum, þó eitthvað sé hann breyttur frá tíma sínum í Ósvör. Sardínuframleiðandanum virðist nefnilega hafa þótt vanta skegg á hann og bætti úr því með myndvinnsluforriti. Hér má sjá Geir í fullum skrúða og skegglausan, eins og hann var ávallt.Aðsend Skeggið blekkir engan Í samtali við Vísi segir Sólrún, dóttir Geirs, að fyrrverandi nágrannakona hennar og foreldra hennar í Bolungarvík hafi bent henni á að faðir hennar væri nú andlit sardínumerkis í Svíþjóð, nefnilega Sardinmästarens. Hún hafi fyrir algera tilviljun rekist á dósina úti í búð. „Þar sá hún eitthvað kunnuglegt andlit og fór að velta fyrir sér hvort þetta væri ekki gamli nágranninn. Hún sendi mömmu sinni sem býr í Bolungarvík þetta. Hún kom í heimsókn til mömmu í dag og sýndi henni þetta. Við þekktum auðvitað myndina og það er augljóst að þetta er sá gamli,“ segir Sólrún, sem telur skegginu heldur viðvaningslega bætt á Geir. Sólrún segir að flestir safnverðir í Ósvör á eftir föður hennar hafi verið með skegg. „En pabbi var aldrei með skegg. Mamma vildi ekki að hann safnaði skeggi þannig að það var bara gengið frá því í upphafi þeirra sambands og hann auðvitað hlýddi því.“ Sólrún segist þrátt fyrir allt hafa húmor fyrir málinu og gerir ekki ráð fyrir því að setja sig sérstaklega í samband við sardínufyrirtækið vegna þess, en ef nafn sardínuframleiðandans er slegið inn í leitarvél kemur upp fjöldi mynda af mismunandi sardínudósum, prýddum skeggjuðu andliti Geirs. Bolungarvík Auglýsinga- og markaðsmál Svíþjóð Mest lesið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Fleiri fréttir Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Sjá meira
Geir, sem lést árið 2018, var um tíma safnvörður í Ósvör, sem er verbúð og sjóminjasafn austast við Bolungarvík og átti hann stóran hlut í uppbyggingu safnsins á sínum tíma. Í hlutverki safnvarðar var Geir oftar en ekki klæddur skinnklæðum á borð við þau sem sjómenn fyrri alda klæddust hér á landi og fræddi gesti safnsins um söguna og það sem fyrir augu bar. Á sardínudósinni er Geir einmitt í slíkum klæðum, þó eitthvað sé hann breyttur frá tíma sínum í Ósvör. Sardínuframleiðandanum virðist nefnilega hafa þótt vanta skegg á hann og bætti úr því með myndvinnsluforriti. Hér má sjá Geir í fullum skrúða og skegglausan, eins og hann var ávallt.Aðsend Skeggið blekkir engan Í samtali við Vísi segir Sólrún, dóttir Geirs, að fyrrverandi nágrannakona hennar og foreldra hennar í Bolungarvík hafi bent henni á að faðir hennar væri nú andlit sardínumerkis í Svíþjóð, nefnilega Sardinmästarens. Hún hafi fyrir algera tilviljun rekist á dósina úti í búð. „Þar sá hún eitthvað kunnuglegt andlit og fór að velta fyrir sér hvort þetta væri ekki gamli nágranninn. Hún sendi mömmu sinni sem býr í Bolungarvík þetta. Hún kom í heimsókn til mömmu í dag og sýndi henni þetta. Við þekktum auðvitað myndina og það er augljóst að þetta er sá gamli,“ segir Sólrún, sem telur skegginu heldur viðvaningslega bætt á Geir. Sólrún segir að flestir safnverðir í Ósvör á eftir föður hennar hafi verið með skegg. „En pabbi var aldrei með skegg. Mamma vildi ekki að hann safnaði skeggi þannig að það var bara gengið frá því í upphafi þeirra sambands og hann auðvitað hlýddi því.“ Sólrún segist þrátt fyrir allt hafa húmor fyrir málinu og gerir ekki ráð fyrir því að setja sig sérstaklega í samband við sardínufyrirtækið vegna þess, en ef nafn sardínuframleiðandans er slegið inn í leitarvél kemur upp fjöldi mynda af mismunandi sardínudósum, prýddum skeggjuðu andliti Geirs.
Bolungarvík Auglýsinga- og markaðsmál Svíþjóð Mest lesið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Fleiri fréttir Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Sjá meira