Umferðaraukning á Hringveginum en samdráttur á höfuðborgarsvæðinu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. ágúst 2021 07:00 Mikil umferð hefur verið á og í gegnum Selfoss í sumar. Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um rúmlega þrjú prósent í júlí á meðan umferð á Hringveginum hefur aldrei verið meiri í júlí. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Af þessum tölum má álykta að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi flykkst út á Hringveginn í júlí. Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í júlí hefur ekki verið minni en nú, síðan í júlí 2016. Íbúar höfuðborgarsvæðisins virðast þó ekki hafa farið um Ártúnsbrekkuna á leið sinni út úr bænum, því umferð þar dróst saman um 7,3%. Hlutfallslegur mismunur á lykilteljara á Hringvegi á milli áranna 2020 og 2021. Þá kemur einnig fram á vef Vegagerðarinnar að frá áramótum hefur umferð aukist um 6,4% miðað við sama árstíma í fyrra. Þrátt fyrir þessa aukningu er heildarumferð samt rúmlega 3% minni en hún var á sama árstíma 2019. Viðspyrnunni eftir kórónaveirufaraldurinn er því líklega ekki lokið. Horfur út árið Spá Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir um 8,5% aukningu á umferð um höfuðborgarsvæðið miðað við árið í fyrra. Ef það gengur eftir verður umferðin enn 2,5% minni en árið 2019. Hlutfallslegur mismunur á summu meðalumferðar á sólarhring eftir mánuðum, þriggja mælisniða á höfuðborgarsvæðinu á milli áranna 2020 og 2021. Umferð Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í júlí hefur ekki verið minni en nú, síðan í júlí 2016. Íbúar höfuðborgarsvæðisins virðast þó ekki hafa farið um Ártúnsbrekkuna á leið sinni út úr bænum, því umferð þar dróst saman um 7,3%. Hlutfallslegur mismunur á lykilteljara á Hringvegi á milli áranna 2020 og 2021. Þá kemur einnig fram á vef Vegagerðarinnar að frá áramótum hefur umferð aukist um 6,4% miðað við sama árstíma í fyrra. Þrátt fyrir þessa aukningu er heildarumferð samt rúmlega 3% minni en hún var á sama árstíma 2019. Viðspyrnunni eftir kórónaveirufaraldurinn er því líklega ekki lokið. Horfur út árið Spá Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir um 8,5% aukningu á umferð um höfuðborgarsvæðið miðað við árið í fyrra. Ef það gengur eftir verður umferðin enn 2,5% minni en árið 2019. Hlutfallslegur mismunur á summu meðalumferðar á sólarhring eftir mánuðum, þriggja mælisniða á höfuðborgarsvæðinu á milli áranna 2020 og 2021.
Umferð Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent