Átti ekki að vera í Tókýó en tryggði Brössum gullið Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2021 14:05 Malcom kom með kraft inn í brasilíska liðið í framlengingunni og tryggði þeim sigur. Hann átti upphaflega ekki að vera í leikmannahópi liðsins fyrir mótið. Francois Nel/Getty Images Brasilía er Ólympíumeistari karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á Spáni í úrslitum eftir framlengdan leik. Malcom, sem kom inn á sem varamaður fyrir framlenginguna, var hetja þeirra brasilísku sem verja titil sinn frá því í Ríó fyrir fimm árum. Bæði lönd mættu með nokkuð hefðbundið lið til leiks á miðað við fyrri leiki á mótinu. Spánverjinn ungi Pedri var í byrjunarliði Spánverja en leikurinn er hans 73. á leiktíðinni, eftir að hafa spilað 52 leiki í öllum keppnum með Barcelona, tíu landsleiki fyrir Spán í aðdraganda EM og á mótinu sjálfu auk leikjanna allra á Ólympíuleikunum. Enginn hefur spilað fleiri leiki á einni og sömu leiktíðinni en Pedri er aðeins 18 ára gamall. Pedri starts for Spain in their Olympic gold medal match, meaning he s played in 73 games this season That's more than any European player in 2020-21.He s only 18. pic.twitter.com/oczV1jdFFN— ESPN FC (@ESPNFC) August 7, 2021 Það voru þó Brassar sem voru hættulegri aðilinn í leik sem var nokkuð lokaður hvað færi varðaði í fyrri hálfleik. Brasilíumenn fengu vítaspyrnu á 38. mínútu þegar Unai Simón, markvörður Spánar, braut á Matheus Cunha eftir aukaspyrnu. Richarlison, leikmaður Everton, steig á punktinn en skaut hátt yfir markið. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks komust BRassar hins vegar yfir þar sem áðurnefndur Cunha skoraði eftir klaufagang í vörn Spánverja. Há fyrirgjöf Dani Alves barst til Cunha sem tók boltann niður á teignum og afgreiddi boltann fram hjá Simón í markinu. Spánverjar þurftu að bregðast við og gerðu tvöfalda breytingu í hálfleik, er Carlos Soler og Bryan Gil, nýr leikmaður Tottenham á Englandi, kom inn á. Skiptingarnar skiluðu árangri þar sem Mikel Oyarzabal jafnaði metin þegar rúmur stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleiknum. Hvorugu liðinu tókst að skora eftir það í síðari hálfleiknum og framlengingu þurfti því til að útkljá hvort liðanna fengi Ólympíugull. Malcom, leikmaður Zenit í Rússlandi, kom inn í lið Brasilíu í upphafi framlengingar, og var sá fyrsti sem Brassar skiptu inn af bekknum í leiknum. Snemma í síðari hálfleik framlengingarinnar lét hann til sín taka. Antony, leikmaður Ajax, átti þá háa sendingu af hægri kantinum, inn í svæði á bakvið vörn Spánverja á hinum kantinum. Þar komu ferskir fætur Malcoms sér vel er hann stakk af Jesús Vallejo, varnarmann Spánar, geystist að marki og afgreiddi boltann í fjærhornið eftir viðkomu í markverðinum Simon. Autor do 2-1, Malcom fez parte do ciclo de preparação, mas ficaria fora por veto do Zenit. Acabou entrando por causa da lesão de Douglas Augusto, apenas depois de ajudar seu time a ganhar a Supercopa russa.— Leonardo Bertozzi (@lbertozzi) August 7, 2021 Það reyndist sigurmark leiksins og Brasilía vann 2-1 sigur. Malcom átti upprunalega ekki að vera í leikmannahópi Brasilíu, en var kallaður inn vegna meiðsla Douglas Augusto skömmu fyrir mót. Hann varð hetja Brasilíu sem er Ólympíumeistari karla í fótbolta. Brasilía ver þar með Ólympíutitilinn sem liðið vann á heimavelli í Ríó 2016, en það var í fyrsta skipti sem liðið vann keppnina eftir silfur 2012 og brons 1996 og 2008. Spánverjar fá silfur í annað sinn, síðast 2000, en liðið fékk sitt eina gull á heimavelli í Barcelona 1992. Dani Alves bætti þá við heimsmet sitt sem hann á yfir titlafjölda á ferlinum. Hinn 38 ára gamli bakvörður, sem lék með Barcelona, Juventus og Paris Saint-Germain áður en hann sneri heim til Brasilíu, var að vinna sinn 43. titil á ferlinum, og að vinna Ólympíuleikana í fyrsta sinn. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Brasilía Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Glódís skælbrosandi í landsleikina Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð Sjá meira
Bæði lönd mættu með nokkuð hefðbundið lið til leiks á miðað við fyrri leiki á mótinu. Spánverjinn ungi Pedri var í byrjunarliði Spánverja en leikurinn er hans 73. á leiktíðinni, eftir að hafa spilað 52 leiki í öllum keppnum með Barcelona, tíu landsleiki fyrir Spán í aðdraganda EM og á mótinu sjálfu auk leikjanna allra á Ólympíuleikunum. Enginn hefur spilað fleiri leiki á einni og sömu leiktíðinni en Pedri er aðeins 18 ára gamall. Pedri starts for Spain in their Olympic gold medal match, meaning he s played in 73 games this season That's more than any European player in 2020-21.He s only 18. pic.twitter.com/oczV1jdFFN— ESPN FC (@ESPNFC) August 7, 2021 Það voru þó Brassar sem voru hættulegri aðilinn í leik sem var nokkuð lokaður hvað færi varðaði í fyrri hálfleik. Brasilíumenn fengu vítaspyrnu á 38. mínútu þegar Unai Simón, markvörður Spánar, braut á Matheus Cunha eftir aukaspyrnu. Richarlison, leikmaður Everton, steig á punktinn en skaut hátt yfir markið. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks komust BRassar hins vegar yfir þar sem áðurnefndur Cunha skoraði eftir klaufagang í vörn Spánverja. Há fyrirgjöf Dani Alves barst til Cunha sem tók boltann niður á teignum og afgreiddi boltann fram hjá Simón í markinu. Spánverjar þurftu að bregðast við og gerðu tvöfalda breytingu í hálfleik, er Carlos Soler og Bryan Gil, nýr leikmaður Tottenham á Englandi, kom inn á. Skiptingarnar skiluðu árangri þar sem Mikel Oyarzabal jafnaði metin þegar rúmur stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleiknum. Hvorugu liðinu tókst að skora eftir það í síðari hálfleiknum og framlengingu þurfti því til að útkljá hvort liðanna fengi Ólympíugull. Malcom, leikmaður Zenit í Rússlandi, kom inn í lið Brasilíu í upphafi framlengingar, og var sá fyrsti sem Brassar skiptu inn af bekknum í leiknum. Snemma í síðari hálfleik framlengingarinnar lét hann til sín taka. Antony, leikmaður Ajax, átti þá háa sendingu af hægri kantinum, inn í svæði á bakvið vörn Spánverja á hinum kantinum. Þar komu ferskir fætur Malcoms sér vel er hann stakk af Jesús Vallejo, varnarmann Spánar, geystist að marki og afgreiddi boltann í fjærhornið eftir viðkomu í markverðinum Simon. Autor do 2-1, Malcom fez parte do ciclo de preparação, mas ficaria fora por veto do Zenit. Acabou entrando por causa da lesão de Douglas Augusto, apenas depois de ajudar seu time a ganhar a Supercopa russa.— Leonardo Bertozzi (@lbertozzi) August 7, 2021 Það reyndist sigurmark leiksins og Brasilía vann 2-1 sigur. Malcom átti upprunalega ekki að vera í leikmannahópi Brasilíu, en var kallaður inn vegna meiðsla Douglas Augusto skömmu fyrir mót. Hann varð hetja Brasilíu sem er Ólympíumeistari karla í fótbolta. Brasilía ver þar með Ólympíutitilinn sem liðið vann á heimavelli í Ríó 2016, en það var í fyrsta skipti sem liðið vann keppnina eftir silfur 2012 og brons 1996 og 2008. Spánverjar fá silfur í annað sinn, síðast 2000, en liðið fékk sitt eina gull á heimavelli í Barcelona 1992. Dani Alves bætti þá við heimsmet sitt sem hann á yfir titlafjölda á ferlinum. Hinn 38 ára gamli bakvörður, sem lék með Barcelona, Juventus og Paris Saint-Germain áður en hann sneri heim til Brasilíu, var að vinna sinn 43. titil á ferlinum, og að vinna Ólympíuleikana í fyrsta sinn.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Brasilía Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Glódís skælbrosandi í landsleikina Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð Sjá meira