Forseti Barcelona: Gat ekki tekið ákvörðun sem myndi tortíma félaginu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. ágúst 2021 12:30 Joan Laporta, forseti Barcelona, á blaðamannafundi í dag. getty/Pedro Salado Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að fjárhagsstaða félagsins sé verri en hann grunaði og því hafi verið ómögulegt að semja aftur við Lionel Messi. Í gær greindi Barcelona frá því að Messi væri farinn frá félaginu sem hann hefur leikið með allan sinn feril. Ekki tókst að semja aftur við hann vegna fjárhags- og kerfislegra hindrana. Barcelona á í fjárhagskröggum og félagið er skuldum hlaðið. Og staðan er verri en Laporta grunaði eins og hann sagði á blaðamannafundi í dag. „Tölurnar eru mun verri en við var búist. Við höfum ekkert svigrúm þegar kemur að launum. Reglurnar um fjárhagslega háttvísi (FFP) setja okkur líka skorður. Ég gat ekki tekið ákvörðun sem myndi tortíma félaginu. Barcelona er það mikilvægasta,“ sagði Laporta. Hann sagði að Messi hefði viljað vera áfram hjá Barcelona og félagið hafi að sjálfsögðu viljað halda honum en það hafi verið ómögulegt. Laporta sagði jafnframt að enginn einstaklingur væri stærri en Barcelona, jafnvel ekki Messi sjálfur. „Ég er sorgmæddur en sannfærður um að við höfum gert það besta fyrir Barcelona,“ sagði Laporta og bætti við að ákvörðunin um að semja ekki við Messi hafi verið tekin fyrir tveimur dögum. Lionel Messi tekur við spænska konungsbikarnum, síðasta titlinum sem hann vann sem leikmaður Barcelona.epa/Julio Munoz „Arfleið Leos er stórkostleg. Hann er skrifaði söguna. Hann er farsælasti leikmaður í sögu Barcelona,“ sagði Laporta. „Núna hefst nýr kafli. Það verður alltaf talað um tímann fyrir og eftir Messi. Við verðum honum alltaf ævinlega þakklátir.“ Laporta, sem tók aftur við sem forseti Barcelona fyrr á þessu ári, gagnrýndi jafnframt fyrrverandi stjórn Barcelona og spænska knattspyrnusambandið og fjármálareglur þess sem hann sagði að væru of ósveigjanlegar. Að sögn Laportas var launakostnaður Barcelona 110 prósent af innkomu félagsins en eftir brotthvarf Messis sé hann 95 prósent. „Við erum á þolmörkunum, jafnvel án hans, og þurfum að endurskipuleggja okkur,“ sagði Laporta en Barcelona hefur ekki enn getað skráð nýja leikmenn félagsins eins og Memphis Depay og Sergio Agüero til leiks vegna fjárhagsörðugleika. Spænski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Í gær greindi Barcelona frá því að Messi væri farinn frá félaginu sem hann hefur leikið með allan sinn feril. Ekki tókst að semja aftur við hann vegna fjárhags- og kerfislegra hindrana. Barcelona á í fjárhagskröggum og félagið er skuldum hlaðið. Og staðan er verri en Laporta grunaði eins og hann sagði á blaðamannafundi í dag. „Tölurnar eru mun verri en við var búist. Við höfum ekkert svigrúm þegar kemur að launum. Reglurnar um fjárhagslega háttvísi (FFP) setja okkur líka skorður. Ég gat ekki tekið ákvörðun sem myndi tortíma félaginu. Barcelona er það mikilvægasta,“ sagði Laporta. Hann sagði að Messi hefði viljað vera áfram hjá Barcelona og félagið hafi að sjálfsögðu viljað halda honum en það hafi verið ómögulegt. Laporta sagði jafnframt að enginn einstaklingur væri stærri en Barcelona, jafnvel ekki Messi sjálfur. „Ég er sorgmæddur en sannfærður um að við höfum gert það besta fyrir Barcelona,“ sagði Laporta og bætti við að ákvörðunin um að semja ekki við Messi hafi verið tekin fyrir tveimur dögum. Lionel Messi tekur við spænska konungsbikarnum, síðasta titlinum sem hann vann sem leikmaður Barcelona.epa/Julio Munoz „Arfleið Leos er stórkostleg. Hann er skrifaði söguna. Hann er farsælasti leikmaður í sögu Barcelona,“ sagði Laporta. „Núna hefst nýr kafli. Það verður alltaf talað um tímann fyrir og eftir Messi. Við verðum honum alltaf ævinlega þakklátir.“ Laporta, sem tók aftur við sem forseti Barcelona fyrr á þessu ári, gagnrýndi jafnframt fyrrverandi stjórn Barcelona og spænska knattspyrnusambandið og fjármálareglur þess sem hann sagði að væru of ósveigjanlegar. Að sögn Laportas var launakostnaður Barcelona 110 prósent af innkomu félagsins en eftir brotthvarf Messis sé hann 95 prósent. „Við erum á þolmörkunum, jafnvel án hans, og þurfum að endurskipuleggja okkur,“ sagði Laporta en Barcelona hefur ekki enn getað skráð nýja leikmenn félagsins eins og Memphis Depay og Sergio Agüero til leiks vegna fjárhagsörðugleika.
Spænski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira