„Það er búið að gjaldfella það að vera tónlistarmaður“ Ása Ninna Pétursdóttir og skrifa 4. ágúst 2021 14:47 Lagahöfundurinn og söngkonan Sóley Stefánsdóttir segir frá ferlinum í hlaðvarpsþættinum Bransakjaftæði. Sunna Ben „Ég hef verið í tónlist síðan ég var lítil og alltaf í kringum fólk sem er í tónlist. Ég kunni ekkert annað og kann ekkert annað,“ segir Sóley Stefánsdóttir í hlaðvarpsþættinum Bransakjaftæði. Sóley er lagahöfundur og söngkona sem hóf feril sinn í hljómsveitinni Seabear. Árið 2010 fór hún að gefa út lög upp á sitt einsdæmi og hafa lögin hennar vakið mikla athygli bæði hérlendis og erlendis. Gekk til liðs við Seabear Sóley segist hafa verið mjög blaut á bak við eyrun þegar hún byrjaði í bransanum ung að aldri. Hún segist vilja hafa vitað meira þegar kom að því að skrifa undir samninga eins stóra útgáfusamninga, þar sem smáa letrið var ekkert alltaf svo smátt. Sóley segist í raun hafa slysast inn í hljómsveitina Seabear á tíma og þá sem harmónikuleikari en hún segir tímabilið með hljómsveitinni hafa verið mjög lærdómsríkt. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bransakjaftæði - Sóley Stefánsdóttir[ \/] Hljómsveitin Seabear gaf út plötuna We Built a Fire árið 2010 sem hlaut mikla athygli en sama ár útskrifaðist Sóley úr Listaháskóla Íslands og gaf út sína fyrstu EP plötu, Theater Island. Seabear skrifaði svo undir höfundaréttasamning við Warner með lagið Cold Summer í þættina Grey‘s Anatomy. Sóley segir þetta hafa verið nokkuð stórt stökk og miklir peningar í spilinu á þessum tíma. Við fengum einhverjar þúsundir evra á mann og það gekk frekar vel. Hefði viljað vita meira Þegar Sóley byrjaði svo að vinna að sínum sólóferli þá fékk hún breska umboðsmenn sem fóru að rýna betur í útgáfusamninginn sem hún skrifaði undir hjá Warner. Við nánari skoðun kom í ljós allskyns kvaðir sem hún var ekki meðvituð um og að samningurinn náði í raun yfir sólóferilinn hennar líka. „Þarna hófst margra ára rifrildi milli plötufyrirtækisins, umboðsmannanna og útgáfufyrirtækisins. Þetta tímabil var bara í móðu. Það voru allir að rífast, allt í volli og allir á móti öllum. Þarna áttaði ég mig á því að ég þurfti að vita meira.“ Hún segir mikilvægt að tónlistarfólk sem fari út í það að skrá sig hjá útgáfufyrirtækjum og skrifa undir samninga sé mjög vel upplýst og fái hjálp til að skilja hvað það er í raun að skrifa undir. Ég einhvern veginn bara treysti alltaf fólki. Fólk er alveg næs en svo er þetta bara bransi og buissness og maður er bara allt í einu orðin eitthvað vörumerki. Peningarnir skipta ekki máli Sóley segir það hafa reynt á sköpunarferlið að vinna með plötuútgáfum og umboðsmönnum sem settu henni ákveðin skilyrði og ramma. Hún hafi oft á tíðum upplifað það að hugmyndir hennar og rödd fengju ekki nægan hljómgrunn og að verið væri að stýra henni í einhverja átt sem hún vildi jafnvel ekki fara í. Mér fannst stundum eins og ég væri jafnvel of mikill listamaður fyrir þetta umhverfi. Ég var svo ánægð þegar ég svo áttaði mig á því að peningar skipta ekki máli og það eina sem skiptir máli er að gera það sem ég vil vera að gera. Þegar talið berst að þróun tónlistarútgáfu í dag segist Sóley hafa verulegar áhyggjur. Hún segir mikið vanta upp á að löggjöf varðandi útgáfu á steymisveitum eins og Spotify og að tónlistarfólk sé nánast farið að gefa vinnuna sína. Það er búið að gjaldfella það að vera tónlistarmaður eða tónskáld. Svo er maður enn að heyra: Hvað gerir þú yfir daginn? Bransakjaftæði er hlaðvarpshluti Tónatals, sem miðar að því að efla þekkingu þeirra sem starfa við tónlist og stuðningsumhverfi þeirra. Bransakjaftæði er unnið í samvinnu við Útvarp 101 og Bergþór Másson er þáttarstjórnandi annarrar seríu. Tónatal er samstarfsverkefni ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavík, STEF, SFH og Íslandsstofu. Þættirnir birtast vikulega á Spotify og Vísi en jafnframt verða þeir spilaðir á Útvarp 101 á miðvikudögum klukkan 16. Bransakjaftæði Tónlist Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Sóley er lagahöfundur og söngkona sem hóf feril sinn í hljómsveitinni Seabear. Árið 2010 fór hún að gefa út lög upp á sitt einsdæmi og hafa lögin hennar vakið mikla athygli bæði hérlendis og erlendis. Gekk til liðs við Seabear Sóley segist hafa verið mjög blaut á bak við eyrun þegar hún byrjaði í bransanum ung að aldri. Hún segist vilja hafa vitað meira þegar kom að því að skrifa undir samninga eins stóra útgáfusamninga, þar sem smáa letrið var ekkert alltaf svo smátt. Sóley segist í raun hafa slysast inn í hljómsveitina Seabear á tíma og þá sem harmónikuleikari en hún segir tímabilið með hljómsveitinni hafa verið mjög lærdómsríkt. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bransakjaftæði - Sóley Stefánsdóttir[ \/] Hljómsveitin Seabear gaf út plötuna We Built a Fire árið 2010 sem hlaut mikla athygli en sama ár útskrifaðist Sóley úr Listaháskóla Íslands og gaf út sína fyrstu EP plötu, Theater Island. Seabear skrifaði svo undir höfundaréttasamning við Warner með lagið Cold Summer í þættina Grey‘s Anatomy. Sóley segir þetta hafa verið nokkuð stórt stökk og miklir peningar í spilinu á þessum tíma. Við fengum einhverjar þúsundir evra á mann og það gekk frekar vel. Hefði viljað vita meira Þegar Sóley byrjaði svo að vinna að sínum sólóferli þá fékk hún breska umboðsmenn sem fóru að rýna betur í útgáfusamninginn sem hún skrifaði undir hjá Warner. Við nánari skoðun kom í ljós allskyns kvaðir sem hún var ekki meðvituð um og að samningurinn náði í raun yfir sólóferilinn hennar líka. „Þarna hófst margra ára rifrildi milli plötufyrirtækisins, umboðsmannanna og útgáfufyrirtækisins. Þetta tímabil var bara í móðu. Það voru allir að rífast, allt í volli og allir á móti öllum. Þarna áttaði ég mig á því að ég þurfti að vita meira.“ Hún segir mikilvægt að tónlistarfólk sem fari út í það að skrá sig hjá útgáfufyrirtækjum og skrifa undir samninga sé mjög vel upplýst og fái hjálp til að skilja hvað það er í raun að skrifa undir. Ég einhvern veginn bara treysti alltaf fólki. Fólk er alveg næs en svo er þetta bara bransi og buissness og maður er bara allt í einu orðin eitthvað vörumerki. Peningarnir skipta ekki máli Sóley segir það hafa reynt á sköpunarferlið að vinna með plötuútgáfum og umboðsmönnum sem settu henni ákveðin skilyrði og ramma. Hún hafi oft á tíðum upplifað það að hugmyndir hennar og rödd fengju ekki nægan hljómgrunn og að verið væri að stýra henni í einhverja átt sem hún vildi jafnvel ekki fara í. Mér fannst stundum eins og ég væri jafnvel of mikill listamaður fyrir þetta umhverfi. Ég var svo ánægð þegar ég svo áttaði mig á því að peningar skipta ekki máli og það eina sem skiptir máli er að gera það sem ég vil vera að gera. Þegar talið berst að þróun tónlistarútgáfu í dag segist Sóley hafa verulegar áhyggjur. Hún segir mikið vanta upp á að löggjöf varðandi útgáfu á steymisveitum eins og Spotify og að tónlistarfólk sé nánast farið að gefa vinnuna sína. Það er búið að gjaldfella það að vera tónlistarmaður eða tónskáld. Svo er maður enn að heyra: Hvað gerir þú yfir daginn? Bransakjaftæði er hlaðvarpshluti Tónatals, sem miðar að því að efla þekkingu þeirra sem starfa við tónlist og stuðningsumhverfi þeirra. Bransakjaftæði er unnið í samvinnu við Útvarp 101 og Bergþór Másson er þáttarstjórnandi annarrar seríu. Tónatal er samstarfsverkefni ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavík, STEF, SFH og Íslandsstofu. Þættirnir birtast vikulega á Spotify og Vísi en jafnframt verða þeir spilaðir á Útvarp 101 á miðvikudögum klukkan 16.
Bransakjaftæði er hlaðvarpshluti Tónatals, sem miðar að því að efla þekkingu þeirra sem starfa við tónlist og stuðningsumhverfi þeirra. Bransakjaftæði er unnið í samvinnu við Útvarp 101 og Bergþór Másson er þáttarstjórnandi annarrar seríu. Tónatal er samstarfsverkefni ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavík, STEF, SFH og Íslandsstofu. Þættirnir birtast vikulega á Spotify og Vísi en jafnframt verða þeir spilaðir á Útvarp 101 á miðvikudögum klukkan 16.
Bransakjaftæði Tónlist Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira