Átta hafa farist í gróðureldum í Tyrklandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. ágúst 2021 09:54 Minnst átta hafa farist í gróðureldunum sem brenna í Tyrklandi. Getty/Omer Evren Atalay Átta hafa farist í gróðureldum sem hafa brunnið undanfarna fimm daga í suðurhluta Tyrklands. Tíu eru á sjúkrahúsi vegna eldanna. Meira en hundrað eldar hafa kviknað í Tyrklandi undanfarna daga en slökkviliðum hefur tekist að ráða niðurlögum meiri hluta þeirra. Eldar brenna þó enn í kring um bæina Manavgat og Marmaris. Íbúar hafa verið hvattir til að yfirgefa heimili sín og ferðamönnum verið gert að yfirgefa hótel. Hópi ferðamanna og starfsmanna hótels í bænum Bodrum var bjargað á báti þegar eldarnir fóru að nálgast bæinn. Enn brenna um sex eldar á suðurströnd landsins. Fréttastofa Reuters greinir frá. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín frá því á miðvikudag og hefur tyrkneskt slökkvilið fengið aðstoð liða frá Rússlandi, Úkraínu, Íran og Aserbaídsjan. Þá sendi Evrópusambandið þrjár flugvélar, útbúnar slökkvitækjum, til Tyrklands í gær. Gróðureldar hafa brunnið víða í Suður-Evrópu undanfarnar vikur, til að mynda í Grikklandi þar sem slökkviliðsmenn hafa barist við gróðureldar í vesturhluta landsins. Fimmtán þurftu að leita heilbrigðisaðstoðar á sjúkrahúsum um helgina vegna öndunarörðuleika. Hitinn í Grikklandi hefur verið gríðarlegur undanfarna daga og náði 44 gráðum á mánudag og þriðjudag í síðustu viku. Þá hafa gróðureldar brunnið á Sikiley undanfarnar vikur og sögðu slökkviliðsmenn á laugardag að þeir hefðu glímt við gróðurelda nærri bænum Catania í tvo sólarhringa. Íbúar í bænum hafi þurft að yfirgefa heimili sín og hefur flugvellinum á svæðinu verið lokað tímabundið vegna eldanna. Tyrkland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Gróðureldar í Tyrklandi eru þeir heitustu í sögunni Gríðarlegir gróðureldar geisa í Tyrklandi um þessar mundir. Gögn úr gervitunglum benda til þess að hiti eldanna sé fjórum sinnum hærri en hefur nokkurn tímann mælst í landinu. 31. júlí 2021 20:31 Gróðureldar brenna í Suður-Evrópu Miklir gróðureldar brenna nú víða í Suður-Evrópu og hafa hvassir vindar og mikill hiti ekki hjálpað til í baráttunni gegn eldtungunum. Á sama tíma heyja ríki í norðurhluta Evrópu enn baráttu við úrhellisrigningar og flóð. 26. júlí 2021 14:12 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Sjá meira
Meira en hundrað eldar hafa kviknað í Tyrklandi undanfarna daga en slökkviliðum hefur tekist að ráða niðurlögum meiri hluta þeirra. Eldar brenna þó enn í kring um bæina Manavgat og Marmaris. Íbúar hafa verið hvattir til að yfirgefa heimili sín og ferðamönnum verið gert að yfirgefa hótel. Hópi ferðamanna og starfsmanna hótels í bænum Bodrum var bjargað á báti þegar eldarnir fóru að nálgast bæinn. Enn brenna um sex eldar á suðurströnd landsins. Fréttastofa Reuters greinir frá. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín frá því á miðvikudag og hefur tyrkneskt slökkvilið fengið aðstoð liða frá Rússlandi, Úkraínu, Íran og Aserbaídsjan. Þá sendi Evrópusambandið þrjár flugvélar, útbúnar slökkvitækjum, til Tyrklands í gær. Gróðureldar hafa brunnið víða í Suður-Evrópu undanfarnar vikur, til að mynda í Grikklandi þar sem slökkviliðsmenn hafa barist við gróðureldar í vesturhluta landsins. Fimmtán þurftu að leita heilbrigðisaðstoðar á sjúkrahúsum um helgina vegna öndunarörðuleika. Hitinn í Grikklandi hefur verið gríðarlegur undanfarna daga og náði 44 gráðum á mánudag og þriðjudag í síðustu viku. Þá hafa gróðureldar brunnið á Sikiley undanfarnar vikur og sögðu slökkviliðsmenn á laugardag að þeir hefðu glímt við gróðurelda nærri bænum Catania í tvo sólarhringa. Íbúar í bænum hafi þurft að yfirgefa heimili sín og hefur flugvellinum á svæðinu verið lokað tímabundið vegna eldanna.
Tyrkland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Gróðureldar í Tyrklandi eru þeir heitustu í sögunni Gríðarlegir gróðureldar geisa í Tyrklandi um þessar mundir. Gögn úr gervitunglum benda til þess að hiti eldanna sé fjórum sinnum hærri en hefur nokkurn tímann mælst í landinu. 31. júlí 2021 20:31 Gróðureldar brenna í Suður-Evrópu Miklir gróðureldar brenna nú víða í Suður-Evrópu og hafa hvassir vindar og mikill hiti ekki hjálpað til í baráttunni gegn eldtungunum. Á sama tíma heyja ríki í norðurhluta Evrópu enn baráttu við úrhellisrigningar og flóð. 26. júlí 2021 14:12 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Sjá meira
Gróðureldar í Tyrklandi eru þeir heitustu í sögunni Gríðarlegir gróðureldar geisa í Tyrklandi um þessar mundir. Gögn úr gervitunglum benda til þess að hiti eldanna sé fjórum sinnum hærri en hefur nokkurn tímann mælst í landinu. 31. júlí 2021 20:31
Gróðureldar brenna í Suður-Evrópu Miklir gróðureldar brenna nú víða í Suður-Evrópu og hafa hvassir vindar og mikill hiti ekki hjálpað til í baráttunni gegn eldtungunum. Á sama tíma heyja ríki í norðurhluta Evrópu enn baráttu við úrhellisrigningar og flóð. 26. júlí 2021 14:12