Nýja þríeyki Lakers liðsins fær fimmtán milljarða í laun fyrir næsta tímabil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2021 12:31 Russell Westbrook lék bara í eitt tímabil með Washington Wizards. AP/Alex Brandon Russell Westbrook verður leikmaður Los Angeles Lakers 6. ágúst næstkomandi þegar leikmannaskipti Lakers og Washington Wizards geta fyrst gengið í gegn. Bandaríski fjölmiðlamaðurinn Adrian Wojnarowski á ESPN sagði frá því í gær Westbrook færi til Lakers í skiptum fyrir Kyle Kuzma, Montrezl Harrell og Kentavious Caldwell-Pope. Westbrook becomes the Lakers' highest paid player https://t.co/nNa0lGaI9Q pic.twitter.com/3ZAEbvwKs8— The Jump on ESPN (@NBATheJump) July 30, 2021 Þetta þýðir að Westbrook mun spila með þeim LeBron James og Anthony Davis á komandi tímabili í NBA-deildinni. Westbrook verður 33 ára gamall í nóvember en hann á að baki fjögur tímabil í NBA deildinni með þrennu að meðaltali í leik. Þetta verður samt hans fjórða félag á fjórum árum. Wizards fékk hann í desember í skiptum við Houston Rockets en Russell hafði áður spilað með Oklahoma City Thunder. Russell var með 22,2 stig, 11,5 fráköst og 11,7 stoðsendingar að meðaltali á sínu eina tímabilið með Wizards liðinu en hann hitti þó bara úr 43,9 prósent skota sinna og aðeins 31,5 prósent skota fyrir utan þriggja stiga línuna. Westbrook er að koma heim en hann er frá suður Kaliforníu og spilaði með UCLA í háskóla. Hann er sagður áhugasamur um að komast til Los Angeles og þakkaði í gær Washington D.C. fyrir tíma sinn þar. Thank you DC! You welcomed my family and I with open arms from day one. Everyone from the front office, to the training staff, the coaches, my teammates, and the fans. I m grateful y all took a chance on me and supported me every step of the way. pic.twitter.com/wTvHQHPIOU— Russell Westbrook (@russwest44) July 30, 2021 Westbrook er aftur á móti á engum sultarlaunum. Hann fær 44,2 milljónir dollara fyir 2021-22 tímabilið og 47,1 milljón dollara fyrir tímabilið á eftir. 47,1 milljón dollara eru meira en 5,8 milljarðar í íslenskum krónum. Það eru fleiri leikmenn vel launaðir hjá Lakers. Koma Westbrook þýðir að nýja þríeyki Lakers liðsins James-Westbrook-Davis fær samtals 121 milljón dollara í laun fyrir næsta tímabil en það eru samanlagt fimmtán milljarðar í íslenskum krónum. Þessir þrír fá meira samanlagt en nítján NBA lið eru með á launaskrá núna þegar þau reyna að fá til sín menn með lausa samninga. Russell Westbrook is the first MVP in NBA history to be traded in 3 straight offseasons! pic.twitter.com/WuHnXtKQen— Basketball Forever (@Bballforeverfb) July 30, 2021 NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Bandaríski fjölmiðlamaðurinn Adrian Wojnarowski á ESPN sagði frá því í gær Westbrook færi til Lakers í skiptum fyrir Kyle Kuzma, Montrezl Harrell og Kentavious Caldwell-Pope. Westbrook becomes the Lakers' highest paid player https://t.co/nNa0lGaI9Q pic.twitter.com/3ZAEbvwKs8— The Jump on ESPN (@NBATheJump) July 30, 2021 Þetta þýðir að Westbrook mun spila með þeim LeBron James og Anthony Davis á komandi tímabili í NBA-deildinni. Westbrook verður 33 ára gamall í nóvember en hann á að baki fjögur tímabil í NBA deildinni með þrennu að meðaltali í leik. Þetta verður samt hans fjórða félag á fjórum árum. Wizards fékk hann í desember í skiptum við Houston Rockets en Russell hafði áður spilað með Oklahoma City Thunder. Russell var með 22,2 stig, 11,5 fráköst og 11,7 stoðsendingar að meðaltali á sínu eina tímabilið með Wizards liðinu en hann hitti þó bara úr 43,9 prósent skota sinna og aðeins 31,5 prósent skota fyrir utan þriggja stiga línuna. Westbrook er að koma heim en hann er frá suður Kaliforníu og spilaði með UCLA í háskóla. Hann er sagður áhugasamur um að komast til Los Angeles og þakkaði í gær Washington D.C. fyrir tíma sinn þar. Thank you DC! You welcomed my family and I with open arms from day one. Everyone from the front office, to the training staff, the coaches, my teammates, and the fans. I m grateful y all took a chance on me and supported me every step of the way. pic.twitter.com/wTvHQHPIOU— Russell Westbrook (@russwest44) July 30, 2021 Westbrook er aftur á móti á engum sultarlaunum. Hann fær 44,2 milljónir dollara fyir 2021-22 tímabilið og 47,1 milljón dollara fyrir tímabilið á eftir. 47,1 milljón dollara eru meira en 5,8 milljarðar í íslenskum krónum. Það eru fleiri leikmenn vel launaðir hjá Lakers. Koma Westbrook þýðir að nýja þríeyki Lakers liðsins James-Westbrook-Davis fær samtals 121 milljón dollara í laun fyrir næsta tímabil en það eru samanlagt fimmtán milljarðar í íslenskum krónum. Þessir þrír fá meira samanlagt en nítján NBA lið eru með á launaskrá núna þegar þau reyna að fá til sín menn með lausa samninga. Russell Westbrook is the first MVP in NBA history to be traded in 3 straight offseasons! pic.twitter.com/WuHnXtKQen— Basketball Forever (@Bballforeverfb) July 30, 2021
NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira