„Viðbrögð okkar hafa einkennst af einhverju sem veikir ónæmiskerfið“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 28. júlí 2021 15:25 Lukka Pálsdóttir er viðmælandi Begga Ólafs í nýjasta þætti af hlaðvarpinu 24/7. Skjáskot Lukka Pálsdóttir sjúkraþjálfari, einkaþjálfari, jógakennari og stofnandi heilsuveitingastaðarins Happ, er gestur í átjánda þætti af hlaðvarpinu 24/7 sem er í umsjón Begga Ólafs. Í þættinum ræddi Lukka meðal annars um heilbrigði og hvað hún telur stjórnvöld geta gert betur í baráttunni við heimsfaraldurinn. „Heilbrigði er ekki bara að taka ekki lyf. Þér þarf að líða vel. Þú þarft að vakna á morgnanna fullur af orku og hlakka til að takast á við daginn, hlakka til að fara í vinnuna og hlakka til að fara heim og allt þetta. Það er líka heilbrigði. Þú þarft að hafa orku og þér þarf að líða vel,“ segir Lukka sem vill meina að heilbrigði sé ekki síður andlegt og félagslegt eins og það er líkamlegt. Að mati Lukku er það þó í höndum hvers og eins að skilgreina það hvað heilbrigði er fyrir þeim sjálfum. „Hvaða kröfu gerir þú? Hvernig langar þér að líða? Þú getur alltaf haft eitthvað um þetta að segja. Eins og mér til dæmis langar að geta sagt já við vini mína þegar þeir hringja í mig og spyrja „Nennirðu að koma og labba yfir Vatnajökul með mér?“. Þá þarf ég að vera nægilega heilbrigð til að geta gert það.“ Óvinsælt að segja fólki að það þurfi að breyta um lífsstíl Þá deilir hún þeim lífsstílsvenjum sem hún segir hafa breytt lífi sínu hvað mest: Að æfa á morgnanna, draga úr kolvetnum og fara í kulda. „Það hefur bara gjörbreytt minni líðan, að mestu leyti svona orkulega séð, að draga rosalega úr unnum kolvetnum. Mér fannst þetta vera öfgar og þegar allt þetta ketó-æði byrjaði, þá streittist ég á móti. Þannig ég þurfti aðeins að éta það ofan í mig.“ Lukka segist ekki eiga erfitt með að synda á móti straumnum og segir hún líf sitt hafa verið fullt af óvinsælum skoðunum. Það sé til að mynda ekkert sérstaklega vinsælt að segja fólki að það þurfi að breyta um lífsstíl. „Það er miklu vinsælla að segja „Hérna er bara taflan og þetta verður ekkert mál ef þú tekur hana“. Þetta er óvinsælt. Fyrir tíu árum síðan þegar ég var að reyna segja að fólk gæti haft áhrif á sjúkdóminn sinn með mataræði þá fékk ég drull. „Hún er bara eitthvað gúgú, hún heldur að hún geti læknað sjúkdóminn með mat“. En í dag hafa margir tekið á móti þessari hugmynd og við vitum að lífsstíllinn virkar.“ Önnur skoðun Lukku sem hún telur vera óvinsæla er skoðun hennar á viðbrögðum yfirvalda við Covid-19, sem hafa einkennst af félagslegri einangrun, hræðslu, ótta og lítilli snertingu. „Mannleg snerting er mest eflandi afl í heimi og við höfum svolítið tekið hana í burtu, of mikil sótthreinsun sem bitnar á þarmaflórunni til dæmis, áhyggjur og þess háttar.“ Telur að einblína ætti á innri varnir Hún telur viðbrögð okkar hafa einkennst af því sem veikir ónæmiskerfið okkar. Við ættum heldur að horfa fram á við og læra af þessu, því þetta sé ekki síðasta veiran sem muni geisa í heiminum. „Við eigum að fara í útiveru, náttúruna, skítinn, efla flóruna, við eigum að tengjast og hlúa hvert að öðru, nýta snertinguna eins mikið og við getum. Við getum snert færri en ekki ala upp heila kynslóð af börnum sem halda að kossar og knús séu hættuleg vegna þess að það kom einhver baktería. Þetta er það sem styrkir okkur og eflir.“ Lukka segist hafa mikið álit á landlækni og segist geta skilið að þríeykið sé undir miklu álagi og nái því að hugsa lítið sem ekkert út fyrir Covid-rammann. Hún telur þó að þríeykið mætti nýta vettvang sinn til þess að koma jákvæðum skilaboðum út í samfélagið. „Mér fyndist alveg tilvalið að nýta kannski tíunda hvern blaðamannafund í að senda einhver svona jákvæð og uppbyggileg skilaboð um hvað við getum gert til þess að verjast innan frá. Við erum alltaf í ytri vörnum. Verjumst innan frá, verum sterkari, af því það nýtist okkur síðan í allt annað.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Lukku í heild sinni. Heilsa 24/7 með Begga Ólafs Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óli Stef sest aftur á skólabekk: „Það er ekki hægt að álfast endalaust“ Ólafur Stefánsson, handboltagoðsögn og hugsuður, er gestur í sautjánda þætti af hlaðvarpinu 24/7 sem er í umsjón Bergsveins Ólafssonar eða Begga Ólafs. Í þættinum greinir Ólafur meðal annars frá því að hann hyggst setjast aftur á skólabekk í haust að læra sálfræði. Þá deilir hann einnig reynslu sinni af ofskynjunarlyfinu Ayahuasca. 23. júlí 2021 16:27 Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira
„Heilbrigði er ekki bara að taka ekki lyf. Þér þarf að líða vel. Þú þarft að vakna á morgnanna fullur af orku og hlakka til að takast á við daginn, hlakka til að fara í vinnuna og hlakka til að fara heim og allt þetta. Það er líka heilbrigði. Þú þarft að hafa orku og þér þarf að líða vel,“ segir Lukka sem vill meina að heilbrigði sé ekki síður andlegt og félagslegt eins og það er líkamlegt. Að mati Lukku er það þó í höndum hvers og eins að skilgreina það hvað heilbrigði er fyrir þeim sjálfum. „Hvaða kröfu gerir þú? Hvernig langar þér að líða? Þú getur alltaf haft eitthvað um þetta að segja. Eins og mér til dæmis langar að geta sagt já við vini mína þegar þeir hringja í mig og spyrja „Nennirðu að koma og labba yfir Vatnajökul með mér?“. Þá þarf ég að vera nægilega heilbrigð til að geta gert það.“ Óvinsælt að segja fólki að það þurfi að breyta um lífsstíl Þá deilir hún þeim lífsstílsvenjum sem hún segir hafa breytt lífi sínu hvað mest: Að æfa á morgnanna, draga úr kolvetnum og fara í kulda. „Það hefur bara gjörbreytt minni líðan, að mestu leyti svona orkulega séð, að draga rosalega úr unnum kolvetnum. Mér fannst þetta vera öfgar og þegar allt þetta ketó-æði byrjaði, þá streittist ég á móti. Þannig ég þurfti aðeins að éta það ofan í mig.“ Lukka segist ekki eiga erfitt með að synda á móti straumnum og segir hún líf sitt hafa verið fullt af óvinsælum skoðunum. Það sé til að mynda ekkert sérstaklega vinsælt að segja fólki að það þurfi að breyta um lífsstíl. „Það er miklu vinsælla að segja „Hérna er bara taflan og þetta verður ekkert mál ef þú tekur hana“. Þetta er óvinsælt. Fyrir tíu árum síðan þegar ég var að reyna segja að fólk gæti haft áhrif á sjúkdóminn sinn með mataræði þá fékk ég drull. „Hún er bara eitthvað gúgú, hún heldur að hún geti læknað sjúkdóminn með mat“. En í dag hafa margir tekið á móti þessari hugmynd og við vitum að lífsstíllinn virkar.“ Önnur skoðun Lukku sem hún telur vera óvinsæla er skoðun hennar á viðbrögðum yfirvalda við Covid-19, sem hafa einkennst af félagslegri einangrun, hræðslu, ótta og lítilli snertingu. „Mannleg snerting er mest eflandi afl í heimi og við höfum svolítið tekið hana í burtu, of mikil sótthreinsun sem bitnar á þarmaflórunni til dæmis, áhyggjur og þess háttar.“ Telur að einblína ætti á innri varnir Hún telur viðbrögð okkar hafa einkennst af því sem veikir ónæmiskerfið okkar. Við ættum heldur að horfa fram á við og læra af þessu, því þetta sé ekki síðasta veiran sem muni geisa í heiminum. „Við eigum að fara í útiveru, náttúruna, skítinn, efla flóruna, við eigum að tengjast og hlúa hvert að öðru, nýta snertinguna eins mikið og við getum. Við getum snert færri en ekki ala upp heila kynslóð af börnum sem halda að kossar og knús séu hættuleg vegna þess að það kom einhver baktería. Þetta er það sem styrkir okkur og eflir.“ Lukka segist hafa mikið álit á landlækni og segist geta skilið að þríeykið sé undir miklu álagi og nái því að hugsa lítið sem ekkert út fyrir Covid-rammann. Hún telur þó að þríeykið mætti nýta vettvang sinn til þess að koma jákvæðum skilaboðum út í samfélagið. „Mér fyndist alveg tilvalið að nýta kannski tíunda hvern blaðamannafund í að senda einhver svona jákvæð og uppbyggileg skilaboð um hvað við getum gert til þess að verjast innan frá. Við erum alltaf í ytri vörnum. Verjumst innan frá, verum sterkari, af því það nýtist okkur síðan í allt annað.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Lukku í heild sinni.
Heilsa 24/7 með Begga Ólafs Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óli Stef sest aftur á skólabekk: „Það er ekki hægt að álfast endalaust“ Ólafur Stefánsson, handboltagoðsögn og hugsuður, er gestur í sautjánda þætti af hlaðvarpinu 24/7 sem er í umsjón Bergsveins Ólafssonar eða Begga Ólafs. Í þættinum greinir Ólafur meðal annars frá því að hann hyggst setjast aftur á skólabekk í haust að læra sálfræði. Þá deilir hann einnig reynslu sinni af ofskynjunarlyfinu Ayahuasca. 23. júlí 2021 16:27 Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira
Óli Stef sest aftur á skólabekk: „Það er ekki hægt að álfast endalaust“ Ólafur Stefánsson, handboltagoðsögn og hugsuður, er gestur í sautjánda þætti af hlaðvarpinu 24/7 sem er í umsjón Bergsveins Ólafssonar eða Begga Ólafs. Í þættinum greinir Ólafur meðal annars frá því að hann hyggst setjast aftur á skólabekk í haust að læra sálfræði. Þá deilir hann einnig reynslu sinni af ofskynjunarlyfinu Ayahuasca. 23. júlí 2021 16:27