Fluttur á spítala eftir að hafa hnigið niður í tökum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 28. júlí 2021 11:08 Bob Odenkirk er hve þekktastur fyrir hlutverk sitt sem svikahrappurinn Saul. getty/John lamparski Leikarinn Bob Odenkirk hefur verið fluttur á spítala eftir að hann hneig niður á setti við tökur á þáttunum vinsælu Better Call Saul. Leikarinn er þekktastur fyrir leik sinn á aðalpersónu þáttanna, lögfræðingnum Saul, en þættirnir eru sjálfstætt framhald af þáttunum Breaking Bad, sem nutu gífurlegra vinsælda fyrir um áratug síðan. Ekki er vitað hvað amar að leikaranum en að sögn erlendra fjölmiðla hneig hann niður í tökum og hlaut aðhlynningu frá fólki á staðnum. Hann var síðan fluttur með sjúkrabíl á spítala. Odenkirk hefur fengið tilnefningar til fernra Emmy-verðlauna og einna Golden Globe verðlauna fyrir leik sinn í þáttunum. Áður hefur hann unnið tvenn Emmy-verðlaun fyrir handritaskrif og framleiðslu. Tökur standa nú yfir á sjöttu seríu Better Call Saul, sem á að verða síðasta sería þáttanna. Hér má sjá stiklu fyrir seríu fimm af þáttunum: Bíó og sjónvarp Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikarinn er þekktastur fyrir leik sinn á aðalpersónu þáttanna, lögfræðingnum Saul, en þættirnir eru sjálfstætt framhald af þáttunum Breaking Bad, sem nutu gífurlegra vinsælda fyrir um áratug síðan. Ekki er vitað hvað amar að leikaranum en að sögn erlendra fjölmiðla hneig hann niður í tökum og hlaut aðhlynningu frá fólki á staðnum. Hann var síðan fluttur með sjúkrabíl á spítala. Odenkirk hefur fengið tilnefningar til fernra Emmy-verðlauna og einna Golden Globe verðlauna fyrir leik sinn í þáttunum. Áður hefur hann unnið tvenn Emmy-verðlaun fyrir handritaskrif og framleiðslu. Tökur standa nú yfir á sjöttu seríu Better Call Saul, sem á að verða síðasta sería þáttanna. Hér má sjá stiklu fyrir seríu fimm af þáttunum:
Bíó og sjónvarp Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira