Bíó og sjónvarp

Draugabanarnir snúa aftur

Samúel Karl Ólason skrifar
GB

Draugabanarnir svara kallinu á nýjan leik. Sony birti í dag nýja stiklu fyrir kvikmyndina Ghostbusters: Afterlife, sem er framhald kvikmyndarinnar Ghostbusters II frá árinu 1989.

Myndin státar þeim Paul Rudd, Finn Wolfhard og auðvitað Dan Aykroyd, Bill Murray, Sigourney Weaver, Ernie Hudson og Annoe Potts svo einhverjir séu nefndir. Harold Ramis, sem var einn upprunalegu Draugabananna, lést árið 2014.

Í stiklunni bregður mörgu fyrir sem kannast má við úr gömlu myndunum og þar á meðal farartæki, drauga og persónur. Svo virðist sem að draugar herji á lítið samfélag í Oklahoma í myndinni og eins og segir í laginu góða, þá er spurning hvern á að hringja í þegar eitthvað skringilegt á sér stað í hverfinu.

Nú, Draugabanana auðvitað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.