Auddi skýtur á Nökkva Fjalar fyrir að vilja ekki bólusetningu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júlí 2021 16:50 Auddi nýtti tækifærið til að skjóta létt á Nökkva. vísir/vilhelm/skjáskot/instagram Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal virðist ekki sáttur með skilaboð athafnamannsins Nökkva Fjalars Orrasonar til fylgjenda sinna þar sem hann segist hafa talið það best fyrir sína heilsu að sleppa því að fara í bólusetningu. Auddi nýtti tækifærið í dag þegar umræður um skilaboð Nökkva sköpuðust á Twitter til að hnýta aðeins í kollega sinn og saka hann um að hafa með störfum sínum í Áttunni hermt eftir hinum sívinsælu þáttum 70 mínútum. Nökkvi sat fyrir svörum fylgjenda sinna á miðlinum Instagram í gær þar sem hann var spurður hvort hann væri bólusettur. Kvað hann nei við. Spurður af hverju svo sé segir Nökkvi: „Ég las mig vel til um þetta og kynnti mér málið. Niðurstaða mín í þetta skiptið var að kýla ekki á bólusetningu. Ég veit alls ekki öll svörin en ég taldi þessa ákvörðun besta að þessu sinni. Ég vinn að heilsu minni 24/7 og tel það mína samfélagslegu ábyrgð.“ Skjáskot af svörum Nökkva við spurningum fylgjenda sinna á Instagram.instagram Sem fyrr segir sköpuðust umræður um þessa skýringu á Twitter þar sem fólk undrar sig á Nökkva. Auddi leggur þar orð í belg: „Benda honum á að allir úr 70min eru bólusettir. Hefur hermt eftir okkur áður 😊“ Benda honum á að allir úr 70min eru bólusettir. Hefur hermt eftir okkur áður 😊— Auðunn Blöndal (@Auddib) July 27, 2021 Tístið vekur mikla lukku og hafa hátt í þúsund manns lækað það þegar þetta er skrifað. Auddi vísar þarna líklega til þáttanna Áttunnar, sem Nökkvi Fjalar stóð meðal annars fyrir. Óhætt er að segja að margt í þeim hafi svipað mjög til 70 mínútna, sem var á sínum tíma í umsjón Audda, Sverris Þórs Sverrissonar, eða Sveppa, og þeirra félaga Sigmars Vilhjálmssonar og Jóhannesar Ásbjörnssonar, Simma og Jóa. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nökkvi Fjalar borðaði þrjú grömm af ofskynjunarsveppum eftir sjö daga föstu Athafnarmaðurinn Nökkvi Fjalar Orrason fastaði í viku á dögunum og endaði síðan föstuna á því að borða þrjú grömm af ofskynjunarsveppum. 16. apríl 2021 14:32 Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá meira
Auddi nýtti tækifærið í dag þegar umræður um skilaboð Nökkva sköpuðust á Twitter til að hnýta aðeins í kollega sinn og saka hann um að hafa með störfum sínum í Áttunni hermt eftir hinum sívinsælu þáttum 70 mínútum. Nökkvi sat fyrir svörum fylgjenda sinna á miðlinum Instagram í gær þar sem hann var spurður hvort hann væri bólusettur. Kvað hann nei við. Spurður af hverju svo sé segir Nökkvi: „Ég las mig vel til um þetta og kynnti mér málið. Niðurstaða mín í þetta skiptið var að kýla ekki á bólusetningu. Ég veit alls ekki öll svörin en ég taldi þessa ákvörðun besta að þessu sinni. Ég vinn að heilsu minni 24/7 og tel það mína samfélagslegu ábyrgð.“ Skjáskot af svörum Nökkva við spurningum fylgjenda sinna á Instagram.instagram Sem fyrr segir sköpuðust umræður um þessa skýringu á Twitter þar sem fólk undrar sig á Nökkva. Auddi leggur þar orð í belg: „Benda honum á að allir úr 70min eru bólusettir. Hefur hermt eftir okkur áður 😊“ Benda honum á að allir úr 70min eru bólusettir. Hefur hermt eftir okkur áður 😊— Auðunn Blöndal (@Auddib) July 27, 2021 Tístið vekur mikla lukku og hafa hátt í þúsund manns lækað það þegar þetta er skrifað. Auddi vísar þarna líklega til þáttanna Áttunnar, sem Nökkvi Fjalar stóð meðal annars fyrir. Óhætt er að segja að margt í þeim hafi svipað mjög til 70 mínútna, sem var á sínum tíma í umsjón Audda, Sverris Þórs Sverrissonar, eða Sveppa, og þeirra félaga Sigmars Vilhjálmssonar og Jóhannesar Ásbjörnssonar, Simma og Jóa.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nökkvi Fjalar borðaði þrjú grömm af ofskynjunarsveppum eftir sjö daga föstu Athafnarmaðurinn Nökkvi Fjalar Orrason fastaði í viku á dögunum og endaði síðan föstuna á því að borða þrjú grömm af ofskynjunarsveppum. 16. apríl 2021 14:32 Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá meira
Nökkvi Fjalar borðaði þrjú grömm af ofskynjunarsveppum eftir sjö daga föstu Athafnarmaðurinn Nökkvi Fjalar Orrason fastaði í viku á dögunum og endaði síðan föstuna á því að borða þrjú grömm af ofskynjunarsveppum. 16. apríl 2021 14:32