Mikil ólga eftir ásakanir um „eitraða menningu“ og stanslausa áreitni Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2021 21:47 Höfuðstöðvar Activision Blizzard í Los Angeles. Getty/Smith Collection Starfsmenn eins stærsta tölvuleikjafyrirtækis heims hafa fordæmt forsvarsmenn þess vegna ásakana um eitraða menningu innan veggja fyrirtækisins. Rúmlega þúsund starfsmenn Activision Blizzard skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem viðbrögð forsvarsmanna fyrirtækisins við rannsókn yfirvalda í Kaliforníu á starfsmenningu þar og stöðugrar kynferðislegrar áreitni í garð kvenna sem þar vinna eru harðlega gagnrýnd. Meðal þeirra leikja sem Activision Blizzard gefur út eru World of Warcraft, Call of Duty, Overwatch, Diablo og Candy Crush. Í bréfinu er þess krafist að forsvarsmenn fyrirtækisins taki ásökununum alvarlega og eru yfirlýsingar þeirra um rannsóknina fordæmdar. Þær yfirlýsingar eru sagðar ógeðfelldar og móðgandi gagnvart starfsfólki fyrirtækisins. Samkvæmt frétt Kotaku var bréfið sent til æðstu yfirmanna Activision Blizzard (AB) fyrr í dag. Fyrr í mánuðinum höfðuðu saksóknarar í Kaliforníu mál gegn AB eftir um tveggja ára rannsókn. Í frétt Bloomberg um málið kom fram að saksóknarar sögðu starfsmenningu AB vera eitraða gagnvart kvenfólki, sem eru um fimmtungur starfsmanna. Fyrirtækinu var líkt við svokallað bræðrafélag (fraternity á ensku) og því haldið fram að konur væru ítrekað áreittar kynferðislega og fengju lægri laun. Þá voru forsvarsmenn AB gagnrýndir fyrir aðgerðarleysi varðandi ábendingar um þessa hegðun. Svipti sig lífi eftir áreitni Þá var vísað til atviks þar sem kona svipti sig lífi á ferðalagi með yfirmanni sínum. Hún hafði orðið fyrir mikilli áreitni áður en hún dó. Meðal annars höfðu samstarfsmenn hennar dreift nektarmyndum af henni sín á milli. Í kjölfarið sendu forsvarsmenn AB frá sér yfirlýsingu þar sem þeir sögðu ásakanirnar gegn fyrirtækinu aflagaðar og rangar. Þá sögðu þeir lögsóknina á höndum ábyrgðarlausra embættismanna. Einstakir yfirmenn tjáðu sig svo seinna og innanhúss. Polygon segir þær yfirlýsingar, sem voru að mestu sendar til starfsmanna, hafa hljómað öðruvísi en sú fyrsta og þar hafi Þeir lýst yfir áhyggjum af málinu. Frances Townsend, aðstoðarforstjóri AB, sendi þó bréf á starfsmenn á föstudaginn þar sem hún fylgdi eftir upprunalegu yfirlýsingunni og sagði ásakanirnar þvætting. Hún er sérstaklega nefnd í bréfinu sem sent var til yfirmanna AB í dag. Í bréfinu segir að yfirlýsingar yfirmannanna séu ekki í takt við vilja starfsmanna og hafi komið niður á baráttu þeirra fyrir jafnrétti. „Til að segja það skýrt, þá endurspegla orð yfirmanna okkar ekki gildi okkar sem starfsmanna,“ segir í bréfinu. Þar segir að yfirlýsingarnar gefi ekki í skyn að yfirmennirnir hafi vilja til að taka á þessari „eitruðu menningu“. Fjölmargir fyrrverandi og núverandi starfsmenn AB hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum um ásakanirnar gegn fyrirtækinu. Finna má lista yfir mörg þeirra ummæli hér á Reddit. Uppfært 22:30 Frá því fyrr í kvöld hefur undirskriftum við bréfið fjölgað verulega. Washington Post segir minnst 1.600 starfsmenn hafa skrifað undir það. Leikjavísir Kynferðisofbeldi Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
Meðal þeirra leikja sem Activision Blizzard gefur út eru World of Warcraft, Call of Duty, Overwatch, Diablo og Candy Crush. Í bréfinu er þess krafist að forsvarsmenn fyrirtækisins taki ásökununum alvarlega og eru yfirlýsingar þeirra um rannsóknina fordæmdar. Þær yfirlýsingar eru sagðar ógeðfelldar og móðgandi gagnvart starfsfólki fyrirtækisins. Samkvæmt frétt Kotaku var bréfið sent til æðstu yfirmanna Activision Blizzard (AB) fyrr í dag. Fyrr í mánuðinum höfðuðu saksóknarar í Kaliforníu mál gegn AB eftir um tveggja ára rannsókn. Í frétt Bloomberg um málið kom fram að saksóknarar sögðu starfsmenningu AB vera eitraða gagnvart kvenfólki, sem eru um fimmtungur starfsmanna. Fyrirtækinu var líkt við svokallað bræðrafélag (fraternity á ensku) og því haldið fram að konur væru ítrekað áreittar kynferðislega og fengju lægri laun. Þá voru forsvarsmenn AB gagnrýndir fyrir aðgerðarleysi varðandi ábendingar um þessa hegðun. Svipti sig lífi eftir áreitni Þá var vísað til atviks þar sem kona svipti sig lífi á ferðalagi með yfirmanni sínum. Hún hafði orðið fyrir mikilli áreitni áður en hún dó. Meðal annars höfðu samstarfsmenn hennar dreift nektarmyndum af henni sín á milli. Í kjölfarið sendu forsvarsmenn AB frá sér yfirlýsingu þar sem þeir sögðu ásakanirnar gegn fyrirtækinu aflagaðar og rangar. Þá sögðu þeir lögsóknina á höndum ábyrgðarlausra embættismanna. Einstakir yfirmenn tjáðu sig svo seinna og innanhúss. Polygon segir þær yfirlýsingar, sem voru að mestu sendar til starfsmanna, hafa hljómað öðruvísi en sú fyrsta og þar hafi Þeir lýst yfir áhyggjum af málinu. Frances Townsend, aðstoðarforstjóri AB, sendi þó bréf á starfsmenn á föstudaginn þar sem hún fylgdi eftir upprunalegu yfirlýsingunni og sagði ásakanirnar þvætting. Hún er sérstaklega nefnd í bréfinu sem sent var til yfirmanna AB í dag. Í bréfinu segir að yfirlýsingar yfirmannanna séu ekki í takt við vilja starfsmanna og hafi komið niður á baráttu þeirra fyrir jafnrétti. „Til að segja það skýrt, þá endurspegla orð yfirmanna okkar ekki gildi okkar sem starfsmanna,“ segir í bréfinu. Þar segir að yfirlýsingarnar gefi ekki í skyn að yfirmennirnir hafi vilja til að taka á þessari „eitruðu menningu“. Fjölmargir fyrrverandi og núverandi starfsmenn AB hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum um ásakanirnar gegn fyrirtækinu. Finna má lista yfir mörg þeirra ummæli hér á Reddit. Uppfært 22:30 Frá því fyrr í kvöld hefur undirskriftum við bréfið fjölgað verulega. Washington Post segir minnst 1.600 starfsmenn hafa skrifað undir það.
Leikjavísir Kynferðisofbeldi Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp