Var 17 ára á Þjóðhátíð þegar hann var kallaður á sjóinn Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 22. júlí 2021 11:33 Farið hefur verið um víðan völl í fyrstu seríu af þáttunum Á rúntinum. Samsett Þættirnir Á rúntinum hafa verið sýndir hér á Vísi í sumar. Nú er fyrstu seríu lokið og því vel við hæfi að líta um öxl og rifja upp nokkur góð augnablik, ásamt því að deila áður óséðu efni. Þættirnir hófu göngu sína í byrjun maí. Það eru þeir Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson sem hafa umsjón með þáttunum, þar sem þjóðþekktir einstaklingar hafa verið teknir á rúntinn og spjallað um daginn og veginn. Gestir fyrstu seríu voru tónlistarmaðurinn Elli Grill, tónlistarkonan Steinunn Eldflaug Harðardóttir, Jón Már Ásbjörnsson, söngvari hljómsveitarinnar Une Misére og útvarpsmaður á X-977, söngkonan Sigga Beinteins, Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca eða pabbi rappsins, tónlistarkonan Greta Salóme, Steinar Fjeldsted, betur þekktur sem Steini úr Quarashi og síðast en ekki síst Hildur Kristín Stefánsdóttir, tónlistarkona og lagahöfundur. Gestir deildu skemmtilegum sögum, bæði úr tónlistarbransanum og einkalífinu, með áhorfendum. Hér að neðan má horfa á þáttinn í heild sinni. Í þessum lokaþætti segir tónlistarmaðurinn Elli Grill meðal annars frá því þegar hann fór á sjó. „Það var alltaf sagt við mig að ef ég vildi komast á sjó þá þyrfti ég að vera tilbúinn að fara út á sjó með kannski dags fyrirvara, bara hoppa. Svo var sagt við mig bara þegar ég var nýkominn á þjóðhátíð, ég var líklega 17 ára, þá var sagt við mig „Við erum að fara eftir klukkutíma, vitu koma?“ og ég sagði bara „já, já“ sem í raun og veru þýðir nei. En þetta var geðveikt, þetta var yndislegt.“ Jón Már segir frá því þegar hann var að vinna sem sölumaður hjá Vodafone árið 2018 og bauðst vinna í útvarpi fyrir tilviljun. „Svo var það bara einn daginn sem ég var bara uppi í matsal og Frosti [Logason] kemur aftan að mér og bara „Sæll Jón. Heyrðu langar þig ekki að vera í útvarpi?“ og ég bara „Uuu jú, jú, auðvitað!“ og einhvern veginn bara gerðist það. Það fór strax í gang ferli bara í að þjálfa mig. Það tók rosa stuttan tíma af því mér finnst svo gaman að fá athygli.“ Við fáum að sjá hattasafn Siggu Kling og heyra þegar Elli Grill keypti heimabrugg í lítravís á hjólhýsasvæði í Tennesse. Steinunn deilir áhugaverðri uppskrift sem inniheldur hnetusmjör, chilly sósu og agúrku. Þá velta þau Bjarni og Greta Salomé vöngum yfir því hvort Alexander Rybak hafi í raun samið lagið Farytale um Jóhönnu Guðrúnu. Umsjónarmenn þáttarins færa bæði gestum og áhorfendum innilegar þakkir og tilkynna jafnframt að önnur sería af þáttunum Á rúntinum er í bígerð. Hér að neðan má hlusta á lag þáttarins sem heitir því skemmtilega nafni Hilmir Snær. Á rúntinum Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Þættirnir hófu göngu sína í byrjun maí. Það eru þeir Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson sem hafa umsjón með þáttunum, þar sem þjóðþekktir einstaklingar hafa verið teknir á rúntinn og spjallað um daginn og veginn. Gestir fyrstu seríu voru tónlistarmaðurinn Elli Grill, tónlistarkonan Steinunn Eldflaug Harðardóttir, Jón Már Ásbjörnsson, söngvari hljómsveitarinnar Une Misére og útvarpsmaður á X-977, söngkonan Sigga Beinteins, Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca eða pabbi rappsins, tónlistarkonan Greta Salóme, Steinar Fjeldsted, betur þekktur sem Steini úr Quarashi og síðast en ekki síst Hildur Kristín Stefánsdóttir, tónlistarkona og lagahöfundur. Gestir deildu skemmtilegum sögum, bæði úr tónlistarbransanum og einkalífinu, með áhorfendum. Hér að neðan má horfa á þáttinn í heild sinni. Í þessum lokaþætti segir tónlistarmaðurinn Elli Grill meðal annars frá því þegar hann fór á sjó. „Það var alltaf sagt við mig að ef ég vildi komast á sjó þá þyrfti ég að vera tilbúinn að fara út á sjó með kannski dags fyrirvara, bara hoppa. Svo var sagt við mig bara þegar ég var nýkominn á þjóðhátíð, ég var líklega 17 ára, þá var sagt við mig „Við erum að fara eftir klukkutíma, vitu koma?“ og ég sagði bara „já, já“ sem í raun og veru þýðir nei. En þetta var geðveikt, þetta var yndislegt.“ Jón Már segir frá því þegar hann var að vinna sem sölumaður hjá Vodafone árið 2018 og bauðst vinna í útvarpi fyrir tilviljun. „Svo var það bara einn daginn sem ég var bara uppi í matsal og Frosti [Logason] kemur aftan að mér og bara „Sæll Jón. Heyrðu langar þig ekki að vera í útvarpi?“ og ég bara „Uuu jú, jú, auðvitað!“ og einhvern veginn bara gerðist það. Það fór strax í gang ferli bara í að þjálfa mig. Það tók rosa stuttan tíma af því mér finnst svo gaman að fá athygli.“ Við fáum að sjá hattasafn Siggu Kling og heyra þegar Elli Grill keypti heimabrugg í lítravís á hjólhýsasvæði í Tennesse. Steinunn deilir áhugaverðri uppskrift sem inniheldur hnetusmjör, chilly sósu og agúrku. Þá velta þau Bjarni og Greta Salomé vöngum yfir því hvort Alexander Rybak hafi í raun samið lagið Farytale um Jóhönnu Guðrúnu. Umsjónarmenn þáttarins færa bæði gestum og áhorfendum innilegar þakkir og tilkynna jafnframt að önnur sería af þáttunum Á rúntinum er í bígerð. Hér að neðan má hlusta á lag þáttarins sem heitir því skemmtilega nafni Hilmir Snær.
Á rúntinum Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira