Strax á fyrsta hring lentu Max Verstappen og Lewis Hamilton í árekstri en þeir eru í harðri baráttu um fyrsta sætið í heildarkeppni ökuþóra og hafði Verstappen unnið þrjár keppnir í röð þegar kom að kappakstri dagsins.
Áreksturinn hafði mismikil áhrif á ökuþórana því Verstappen kom öllu verr út úr honum; þurfti að hætta keppni og var fluttur á sjúkrahús á meðan Hamilton fékk tíu sekúndna refsingu; kláraði kappaksturinn og náði að koma fyrstur í mark.
Glad I m ok. Very disappointed with being taken out like this. The penalty given does not help us and doesn t do justice to the dangerous move Lewis made on track. Watching the celebrations while still in hospital is disrespectful and unsportsmanlike behavior but we move on pic.twitter.com/iCrgyYWYkm
— Max Verstappen (@Max33Verstappen) July 18, 2021
Verstappen gat ekki leynt vonbrigðum sínum og skaut föstum skotum að Hamilton á Twitter aðgangi sínum, líklega skrifað beint úr sjúkrarúminu.
„Ánægður með að vera í lagi en mjög vonsvikinn að hafa verið tekinn svona úr leik. Þetta var hættulegur leikur hjá Lewis.“
„Að sjá hann fagna á meðan ég er enn á sjúkrahúsi. Þetta er vanvirðing og óíþróttamannslegt en við höldum áfram,“ segir Verstappen.