Valsmenn duttu út fyrir Dinamo Zagreb, samanlagt 5-2, eftir 2-0 tap á Vodafone-vellinum í gær en Bodø/Glimt tapaði 2-0 fyrir Legía Varsjá í síðari leik liðanna í Póllandi í kvöld.
Bodø hafði tapað fyrri leiknum í Noregi 3-2 en þeir fengu dauðafæri eftir hálftíma leik að komast yfir. Frábær fyrirgjöf Alfons rataði á fjærstöngina en inn vildi boltinn ekki.
Það voru svo heimamenn sem komust yfir á 41. mínútu. Luquinhas skoraði þá eftir laglegan sprett en Nikita Haikin í marki Bodø/Glimt hefði átt að gera betur. 1-0 í hálfleik.
Norðmennirnir skölluðu í slá í síðari hálfleik en heimamenn skoruðu annað markið á 94. mínútu. Það gerði Tomas Peckhart eftir fyrirgjöf. Alfons Sampsted spilaði allan leikinn fyrir Bodø.
Valur og Bodo mætast á Hlíðarenda á fimmtudaginn í næstu viku og í Noregi viku síðar.
Zadanie wykonane, czas na kolejne ✅ #LEGBOD pic.twitter.com/XKQ6Yenw1w
— Legia Warszawa 👑 (@LegiaWarszawa) July 14, 2021