Guðbjörg fékk ekki leikskólapláss og yfirgefur Noreg Sindri Sverrisson skrifar 14. júlí 2021 11:00 Guðbjörg Gunnarsdóttir og Mia Jalkerud með börnin sín á leiðinni til Noregs í janúar. Dvölin í Noregi verður styttri en til stóð því fjölskyldan flytur aftur til Svíþjóðar á sunnudaginn. Instagram/@guggag Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Arna-Bjørnar. Ástæðan er álag heima fyrir en Guðbjörg fékk til að mynda ekki leikskólapláss fyrir eins árs gamla tvíbura sína. Þær Guðbjörg og Mia Jalkerud fluttu með tvíburana sína frá Svíþjóð til Noregs í byrjun árs og gengu í raðir Arna-Björnar. Það gerðu þær meðal annars gegn loforði um leikskólapláss sem ekki hafa enn fengist. Skömmu eftir að þær fluttu til Noregs skipti félagið um þjálfara og íþróttastjóra, og mennirnir sem höfðu verið svo hjálpsamir og lofað öllu fögru voru því á bak og burtu. Kórónuveirufaraldurinn hefur svo torveldað lífið á nýjum stað mikið og fjölskyldan ekki getað notið stuðnings sinna nánustu, eins og til stóð, vegna ferðatakmarkana. Af þessum sökum segir Guðbjörg að þær Mia hafi til að mynda ekki getað farið báðar með liði sínu í útileiki, sem krefjist þess að þær séu í burtu yfir nótt. På lördag blir det sista matchen för mig i Arna-Bjørnar. Tack så mycket för den här tiden Takk fyrir mig Arna-Bjørnar pic.twitter.com/L3UbeHWvNt— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) July 14, 2021 Hafa bara fryst mig Guðbjörg hefur ekkert spilað síðan í maí eftir að þær Mia greindu forráðamönnum Arna-Björnar frá því að þær vildu rifta samningum sínum: „Þeir hafa bara hálfpartinn notað mig sem markmannsþjálfara síðan ég sagðist ætla að hætta,“ segir hin 36 ára gamla Guðbjörg, sem á að baki 64 leiki í marki A-landsliðs Íslands. „Þetta er leiðinlegt því mér finnst ég líkamlega í mjög góðu formi. Frá því að við sögðum frá okkar ákvörðun þá hafa þeir bara fryst mig, og mér finnst það auðvitað mjög leiðinlegt. Ég hef ekki spilað mínútu síðan ég sagðist þurfa að hætta, en ég get alveg skilið það að þeir vilji þá frekar láta annan markvörð spila sem mun þá klára tímabilið. Svona er fótboltinn bara,“ segir Guðbjörg við Vísi. Þegar hún samdi við Arna-Björnar leist henni frábærlega á allt hjá félaginu en nú hlakkar hún mikið til þess að snúa aftur til Svíþjóðar. Flytja aftur til Stokkhólms og nokkrir möguleikar í boði Fjölskyldan flytur aftur til Svíþjóðar, þaðan sem Mia er, í íbúð sína í Stokkhólmi á sunnudaginn. Þar léku þær Guðbjörg og Mia með Djurgården um árabil. Guðbjörg virðist ekki á þeim buxunum að leggja markmannshanskana á hilluna og mjög líklegt er að hún spili í Svíþjóð, þó að hún útiloki svo sem ekki að koma til Íslands. „Umboðsmaðurinn er strax með nokkra möguleika í stöðunni en við ætlum fyrst og fremst að koma okkur heim á sunnudaginn, og í smá ró og rútínu. Ég ætla að taka mér nokkrar vikur og sjá hvað er það besta í stöðunni. Ég get samt lofað að það verður ekki eitthvað tryllt ævintýri, án allra tengslaneta aftur. Það bara gengur ekki, ef við ætlum báðar að spila.“ Norski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira
Þær Guðbjörg og Mia Jalkerud fluttu með tvíburana sína frá Svíþjóð til Noregs í byrjun árs og gengu í raðir Arna-Björnar. Það gerðu þær meðal annars gegn loforði um leikskólapláss sem ekki hafa enn fengist. Skömmu eftir að þær fluttu til Noregs skipti félagið um þjálfara og íþróttastjóra, og mennirnir sem höfðu verið svo hjálpsamir og lofað öllu fögru voru því á bak og burtu. Kórónuveirufaraldurinn hefur svo torveldað lífið á nýjum stað mikið og fjölskyldan ekki getað notið stuðnings sinna nánustu, eins og til stóð, vegna ferðatakmarkana. Af þessum sökum segir Guðbjörg að þær Mia hafi til að mynda ekki getað farið báðar með liði sínu í útileiki, sem krefjist þess að þær séu í burtu yfir nótt. På lördag blir det sista matchen för mig i Arna-Bjørnar. Tack så mycket för den här tiden Takk fyrir mig Arna-Bjørnar pic.twitter.com/L3UbeHWvNt— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) July 14, 2021 Hafa bara fryst mig Guðbjörg hefur ekkert spilað síðan í maí eftir að þær Mia greindu forráðamönnum Arna-Björnar frá því að þær vildu rifta samningum sínum: „Þeir hafa bara hálfpartinn notað mig sem markmannsþjálfara síðan ég sagðist ætla að hætta,“ segir hin 36 ára gamla Guðbjörg, sem á að baki 64 leiki í marki A-landsliðs Íslands. „Þetta er leiðinlegt því mér finnst ég líkamlega í mjög góðu formi. Frá því að við sögðum frá okkar ákvörðun þá hafa þeir bara fryst mig, og mér finnst það auðvitað mjög leiðinlegt. Ég hef ekki spilað mínútu síðan ég sagðist þurfa að hætta, en ég get alveg skilið það að þeir vilji þá frekar láta annan markvörð spila sem mun þá klára tímabilið. Svona er fótboltinn bara,“ segir Guðbjörg við Vísi. Þegar hún samdi við Arna-Björnar leist henni frábærlega á allt hjá félaginu en nú hlakkar hún mikið til þess að snúa aftur til Svíþjóðar. Flytja aftur til Stokkhólms og nokkrir möguleikar í boði Fjölskyldan flytur aftur til Svíþjóðar, þaðan sem Mia er, í íbúð sína í Stokkhólmi á sunnudaginn. Þar léku þær Guðbjörg og Mia með Djurgården um árabil. Guðbjörg virðist ekki á þeim buxunum að leggja markmannshanskana á hilluna og mjög líklegt er að hún spili í Svíþjóð, þó að hún útiloki svo sem ekki að koma til Íslands. „Umboðsmaðurinn er strax með nokkra möguleika í stöðunni en við ætlum fyrst og fremst að koma okkur heim á sunnudaginn, og í smá ró og rútínu. Ég ætla að taka mér nokkrar vikur og sjá hvað er það besta í stöðunni. Ég get samt lofað að það verður ekki eitthvað tryllt ævintýri, án allra tengslaneta aftur. Það bara gengur ekki, ef við ætlum báðar að spila.“
Norski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira