Aukningin kemur í kjölfar þess að ríkisstjórn Hollands aflétti öllum takmörkunum í landinu, fyrir þremur vikum. Um 80 prósent Hollendinga hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu af bóluefni en aðeins tæplega 40 prósent eru fullbólusettir.
Næturklúbbum hefur nú verið lokað þar á ný, að minnsta kosti til 13. ágústs og verða barir að loka starfsemi sinni á miðnætti.
Samkvæmt fréttum breskra miðla var hægt að rekja 37 prósent sýkinganna í síðustu viku til þessara staða.
Á sama tíma og nýsmituðum hefur fjölgað fimmfalt milli vikna hefur spítalainnlögnum fjölgað um ellefu prósent. 60 af þessum 52 þúsund lögðust inn á spítala í síðustu viku.