Forseti Real sagði Raúl og Casillas vera mestu brandara í sögu félagsins Sindri Sverrisson skrifar 13. júlí 2021 14:30 Raúl og Iker Casillas fögnuðu ófáum titlum með Real Madrid. Getty/Gonzalo Arroyo Moreno Florentino Pérez, forseti Real Madrid, hefur tekið til varna eftir að gömul, niðurlægjandi ummæli hans um tvo af dáðustu sonum félagsins voru birt í spænska miðlinum El Confidencial. Ummælin beindust að markverðinum Iker Casillas og markaskoraranum Raúl González. Um er að ræða hljóðupptöku frá árinu 2006 sem blaðamaðurinn José Antonio Abellán tók upp. Perez hafði þá nýlokið fyrri stjórnartíð sinni sem forseti Real Madrid. „Þetta var leynilegt samtal,“ segir Pérez í yfirlýsingu og segir ummælin tekin úr samhengi. Hann furðar sig á því að þau séu birt núna en ummælin ríma illa við þá glæstu arfleifð sem Casillas og Raúl skildu eftir sig. „Casillas er ekki markvörður í Real Madrid gæðaflokki, ef ég á að segja eins og er,“ sagði Peréz meðal annars, í samtalinu við Abellán árið 2006, og bætti við: „Hann [Casillas] hefur aldrei verið það. Hann hefur verið algjört fíaskó fyrir okkur en vandamálið er að allir elska hann, spjalla við hann og vernda hann,“ en Casillas lék á endanum 510 leiki fyrir Real Madrid. Telur ummælin birt vegna baráttunnar fyrir Ofurdeildinni Raul skoraði 228 mörk í 550 leikjum fyrir Real Madrid en fékk engu skárri útreið hjá Pérez á sínum tíma: „Iker er einn mesti brandarinn í sögu félagsins og hið sama er að segja um Raúl. Stærstu fíaskóin eru Raúl og svo Casillas. Leikmennirnir eru ótrúlega miklir egóistar og aldrei hægt að stóla á þá. Ég hef átt ótrúlega slæma upplifun af leikmönnunum mínum,“ sagði Pérez. Eftir þriggja ára hlé tók Pérez aftur við sem forseti Real árið 2009 og er enn í brúnni. Hann telur framgöngu sína í því að reyna að koma Ofurdeildinni á fót í vetur eiga sinn þátt í því að verið sé að birta ummælin um Raúl og Casillas núna. Hann kveðst nú hafa lagt málið í hendur lögfræðinga til að ákveða næstu skref, án þess að geta þess hver þau gætu orðið. Comunicado del presidente del Real Madrid.#RealMadrid— Real Madrid C.F. (@realmadrid) July 13, 2021 Spænski boltinn Ofurdeildin Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Ummælin beindust að markverðinum Iker Casillas og markaskoraranum Raúl González. Um er að ræða hljóðupptöku frá árinu 2006 sem blaðamaðurinn José Antonio Abellán tók upp. Perez hafði þá nýlokið fyrri stjórnartíð sinni sem forseti Real Madrid. „Þetta var leynilegt samtal,“ segir Pérez í yfirlýsingu og segir ummælin tekin úr samhengi. Hann furðar sig á því að þau séu birt núna en ummælin ríma illa við þá glæstu arfleifð sem Casillas og Raúl skildu eftir sig. „Casillas er ekki markvörður í Real Madrid gæðaflokki, ef ég á að segja eins og er,“ sagði Peréz meðal annars, í samtalinu við Abellán árið 2006, og bætti við: „Hann [Casillas] hefur aldrei verið það. Hann hefur verið algjört fíaskó fyrir okkur en vandamálið er að allir elska hann, spjalla við hann og vernda hann,“ en Casillas lék á endanum 510 leiki fyrir Real Madrid. Telur ummælin birt vegna baráttunnar fyrir Ofurdeildinni Raul skoraði 228 mörk í 550 leikjum fyrir Real Madrid en fékk engu skárri útreið hjá Pérez á sínum tíma: „Iker er einn mesti brandarinn í sögu félagsins og hið sama er að segja um Raúl. Stærstu fíaskóin eru Raúl og svo Casillas. Leikmennirnir eru ótrúlega miklir egóistar og aldrei hægt að stóla á þá. Ég hef átt ótrúlega slæma upplifun af leikmönnunum mínum,“ sagði Pérez. Eftir þriggja ára hlé tók Pérez aftur við sem forseti Real árið 2009 og er enn í brúnni. Hann telur framgöngu sína í því að reyna að koma Ofurdeildinni á fót í vetur eiga sinn þátt í því að verið sé að birta ummælin um Raúl og Casillas núna. Hann kveðst nú hafa lagt málið í hendur lögfræðinga til að ákveða næstu skref, án þess að geta þess hver þau gætu orðið. Comunicado del presidente del Real Madrid.#RealMadrid— Real Madrid C.F. (@realmadrid) July 13, 2021
Spænski boltinn Ofurdeildin Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira