Skellt í lás á æfingasvæði Ítala eftir að sjónvarpslýsandi greindist með veiruna Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2021 17:46 Ítalía hefur ekki tapað leik síðan árið 2018 og getur orðið Evrópumeistari á sunnudaginn. EPA/Frank Augstein Ítalir vonast til þess að staðfest smit þriggja fjölmiðlamanna sem fylgt hafa ítalska landsliðshópnum eftir muni ekki hafa nein áhrif á úrslitaleikinn við England á sunnudaginn. Samkvæmt La Gazzetta dello Sport er lýsandi ítölsku sjónvarpsstöðvarinnar RAI, Alberto Rimedio, á meðal hinna smituðu og þarf því að fylla í hans skarð á sunnudaginn. Talið er að Rimedio og tveir tökumenn hafi smitast í Bretlandi. Tvö smitanna greindust í London í kjölfar undanúrslitaleiks Ítalíu gegn Spáni þar á þriðjudagskvöld en eitt smitanna greindist eftir að ítalski hópurinn og fjölmiðlafólk hafði snúið aftur í bækistöðvar sínar í Flórens á Ítalíu. Ítalska knattspyrnusambandið lét þegar í stað sótthreinsa alla fleti á Coverciano-æfingasvæðinu. Svæðinu var lokað og ákveðið að blaðamannafundur dagsins færi fram í gegnum fjarfundarbúnað. Litlar líkur á smiti í ítalska liðinu The Guardian segir að samkvæmt ítölskum miðlum séu leikmenn ítalska liðsins ekki áhyggjufullir þar sem að þeir séu allir bólusettir. Ítalska sambandið vilji hins vegar enga óþarfa áhættu taka fyrir stóru stundina enda nóg að leikmaður greinist með smit til að hann fái ekki að spila og líklegt að fleiri en viðkomandi leikmaður þyrftu að fara í sóttkví. „Þetta er ekki nein óskastaða í undirbúningi liðsins og við erum að taka próf og ganga úr skugga um að enginn sé smitaður,“ er haft eftir talsmanni ítalska sambandsins í The Sun sem bætti við: „Það eru litlar líkur á að smiti í liðinu en við verðum að vera vissir. Þetta þýðir að við höfum hætt við að hafa æfingar opnar fyrir fjölmiðlamönnum og þurfum að gera aðrar ráðstafanir.“ Ítalski hópurinn ferðast aftur til Bretlands um hádegisbil á morgun. Liðið fær æfingaaðstöðu Tottenham að láni en snýr svo aftur á Wembley þar sem úrslitaleikurinn við England hefst klukkan 19 á sunnudagskvöld. EM 2020 í fótbolta Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira
Samkvæmt La Gazzetta dello Sport er lýsandi ítölsku sjónvarpsstöðvarinnar RAI, Alberto Rimedio, á meðal hinna smituðu og þarf því að fylla í hans skarð á sunnudaginn. Talið er að Rimedio og tveir tökumenn hafi smitast í Bretlandi. Tvö smitanna greindust í London í kjölfar undanúrslitaleiks Ítalíu gegn Spáni þar á þriðjudagskvöld en eitt smitanna greindist eftir að ítalski hópurinn og fjölmiðlafólk hafði snúið aftur í bækistöðvar sínar í Flórens á Ítalíu. Ítalska knattspyrnusambandið lét þegar í stað sótthreinsa alla fleti á Coverciano-æfingasvæðinu. Svæðinu var lokað og ákveðið að blaðamannafundur dagsins færi fram í gegnum fjarfundarbúnað. Litlar líkur á smiti í ítalska liðinu The Guardian segir að samkvæmt ítölskum miðlum séu leikmenn ítalska liðsins ekki áhyggjufullir þar sem að þeir séu allir bólusettir. Ítalska sambandið vilji hins vegar enga óþarfa áhættu taka fyrir stóru stundina enda nóg að leikmaður greinist með smit til að hann fái ekki að spila og líklegt að fleiri en viðkomandi leikmaður þyrftu að fara í sóttkví. „Þetta er ekki nein óskastaða í undirbúningi liðsins og við erum að taka próf og ganga úr skugga um að enginn sé smitaður,“ er haft eftir talsmanni ítalska sambandsins í The Sun sem bætti við: „Það eru litlar líkur á að smiti í liðinu en við verðum að vera vissir. Þetta þýðir að við höfum hætt við að hafa æfingar opnar fyrir fjölmiðlamönnum og þurfum að gera aðrar ráðstafanir.“ Ítalski hópurinn ferðast aftur til Bretlands um hádegisbil á morgun. Liðið fær æfingaaðstöðu Tottenham að láni en snýr svo aftur á Wembley þar sem úrslitaleikurinn við England hefst klukkan 19 á sunnudagskvöld.
EM 2020 í fótbolta Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira