Grínaðist með að fyrsti titillinn gæti kostað vinskapinn við Messi Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2021 14:00 Neymar hefur aldrei unnið Copa América en það gæti breyst annað kvöld. EPA-EFE/Fernando Bizerra Jr Vinirnir Neymar og Lionel Messi mætast á miðnætti annað kvöld, að íslenskum tíma, í leik sem endar með því að annar þessara stórstjarna verður Suður-Ameríkumeistari í fótbolta í fyrsta sinn á ferlinum. Neymar og Messi léku í fjögur ár saman hjá Barcelona og Brasilíumaðurinn grínaðist með það að vinskapur þeirra Messis væri í húfi í úrslitaleiknum annað kvöld. Báðir hafa þeir farið á kostum í Copa América í ár en Messi hefur skorað fjögur mörk og átt fimm stoðsendingar fyrir Argentínu á meðan að Neymar hefur skorað tvö mörk og átt þrjár stoðsendingar fyrir gestgjafana í Brasilíu. „Messi er, eins og ég hef alltaf sagt, besti leikmaður sem ég hef spilað á móti og hann er frábær vinur. En núna erum við komnir í úrslitaleik og þá erum við keppinautar. Ég vil vinna og mig dauðlangar að vinna þennan titil því það yrði fyrsti Copa América titillinn minn,“ sagði Neymar. Heldur með Messi þegar hann getur „Messi er búinn að freista þess í mörg ár að vinna sinn fyrsta titil með landsliðinu og í hvert sinn sem að við erum ekki að spila þá held ég með honum. Ég hvatti hann áfram í úrslitaleiknum á HM 2014, þegar þeir mættu Þýskalandi. Núna er Brasilía hins vegar að spila svo að vinskapur okkar er í húfi,“ sagði Neymar hlæjandi en bætti við: „Virðingin okkar á milli er áfram mjög mikil en það getur bara annar okkar fagnað sigri. Þegar maður er vinur einhvers þá er erfitt að gleyma því… en þið vitið hvernig þetta er þegar þið eruð til dæmis að spila tölvuleik við vin ykkar. Maður vill alltaf vinna. Þannig verður þetta núna.“ Brasilía getur orðið suður-amerískur meistari í tíunda sinn en Argentína hefur þurft að bíða í 28 ár eftir sínum fimmtánda titli. Copa América Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Neymar og Messi léku í fjögur ár saman hjá Barcelona og Brasilíumaðurinn grínaðist með það að vinskapur þeirra Messis væri í húfi í úrslitaleiknum annað kvöld. Báðir hafa þeir farið á kostum í Copa América í ár en Messi hefur skorað fjögur mörk og átt fimm stoðsendingar fyrir Argentínu á meðan að Neymar hefur skorað tvö mörk og átt þrjár stoðsendingar fyrir gestgjafana í Brasilíu. „Messi er, eins og ég hef alltaf sagt, besti leikmaður sem ég hef spilað á móti og hann er frábær vinur. En núna erum við komnir í úrslitaleik og þá erum við keppinautar. Ég vil vinna og mig dauðlangar að vinna þennan titil því það yrði fyrsti Copa América titillinn minn,“ sagði Neymar. Heldur með Messi þegar hann getur „Messi er búinn að freista þess í mörg ár að vinna sinn fyrsta titil með landsliðinu og í hvert sinn sem að við erum ekki að spila þá held ég með honum. Ég hvatti hann áfram í úrslitaleiknum á HM 2014, þegar þeir mættu Þýskalandi. Núna er Brasilía hins vegar að spila svo að vinskapur okkar er í húfi,“ sagði Neymar hlæjandi en bætti við: „Virðingin okkar á milli er áfram mjög mikil en það getur bara annar okkar fagnað sigri. Þegar maður er vinur einhvers þá er erfitt að gleyma því… en þið vitið hvernig þetta er þegar þið eruð til dæmis að spila tölvuleik við vin ykkar. Maður vill alltaf vinna. Þannig verður þetta núna.“ Brasilía getur orðið suður-amerískur meistari í tíunda sinn en Argentína hefur þurft að bíða í 28 ár eftir sínum fimmtánda titli.
Copa América Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira